Fótbolti

Æfingar aftur í samt far eftir helgi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Birkir í baráttunni við Aaron Ramsey, leikmann Juventus, fyrr á leiktíðinni. 
Birkir í baráttunni við Aaron Ramsey, leikmann Juventus, fyrr á leiktíðinni.  Emilio Andreoli/Getty Images

Félög í ítölsku úrvalsdeildinni hafa fengið grænt ljós á að hefja æfingar eins og eðlilegt er að nýju eftir helgi. Guiseppe Conte, forsætisráðherra landsins, gaf það út í gær. Því mega allir leikmenn liðanna hittast og æfa saman eins og venja er, verður það í fyrsta skipti síðan 9. mars sem slíkar æfingar fóru fram.

Líkt og á Íslandi hafa verið ýmsar takmarkanir á æfingum íþróttaliða á Ítalíu. Hafa liðin æft í fjögurra til sjö manna hópum undanfarnar vikur. Ítalía er það land í Evrópu sem hefur komið einna verst út úr kórónufaraldrinum og þó félögin fái að hefja æfingar án takmarkanna er óvíst hvenær deildarkepni þar í landi fer aftur af stað.

Félögin í efstu deild vilja byrja 13. júní en knattspyrnusambandið hefur ekkert gefið út.

Þeir Birkir Bjarnason [Brescia] og Andri Fannar Baldursson [Bologna] leika í efstu deild karla á Ítalíu. Þá var Berglind Björg Þorvaldsdóttir á mála hjá stórliði AC Milan í vetur en hún mun leika með Breiðablik í Pepsi Max deild kvenna sem er til alls líklegt í toppbaráttunni hér heima.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×