Meira en helmingur nemenda finnur fyrir depurð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. maí 2020 18:28 Alls svöruðu 1.562 nemendur könnuninni og samkvæmt niðurstöðum finnur um þriðjungur nemenda fyrir kvíða og um 56 prósent fyrir depurð. VÍSIR/GETTY Samband íslenskra framhaldsskólanema kallar eftir aðgerðum stjórnvalda vegna líðan nemenda. SÍF sendi út könnun á alla framhaldsskóla landsins og var meðal annars spurt hvort nemendur finndu fyrir kvíða eða depurð vegna faraldurs kórónuveirunnar. Alls svöruðu 1.562 nemendur könnuninni og samkvæmt niðurstöðum finnur um þriðjungur nemenda fyrir kvíða og um 56 prósent fyrir depurð. Krefst SÍF að stjórnvöld bregðist við og tryggi að sálfræðingar verði aðgengilegir í öllum framhaldsskólum landsins. Í könnuninni var einnig spurt hvort nemendur sæju fram á að ljúka önninni. Af þeim sem svöruðu könnuninni sögðust 36 prósent sjá fram á að geta lokið önninni með þeim markmiðum sem þau settu sér í upphafi annar en 47 prósent reiknuðu með því að ljúka henni með slakari árangri en lagt var upp með. Mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra sögðu á blaðamannafundi þann 13. mars að 15 framhaldsskólar munu bjóða upp á sumarnám eftir að yfirstandandi önn lýkur. SÍF bendir á að ríflega 20 þúsund nemendur stunda nám í 31 framhaldsskólum víðs vegar um landið. Leggur sambandið áherslu á að þeir nemendur sem stunda nám við skóla sem ekki býður upp á kennslu í sumar fái metnar einingar frá öðrum skólum til að tryggja jafnrétti nemenda óháð námi og búsetu. Vilja rétt til atvinnuleysisbóta Í tilkynningu frá SÍF kemur fram að fjölmargir nemendur þurfi að vinna samhliða skóla og ljóst sé að sumarvinna sé oft forsenda þess að nemendur geti haldið áfram í skóla og telur SÍF að þau 3.400 störf sem gefið hefur út að verði sköpuð fyrir námsmenn dugi skammt. Tekur SÍF því undir kröfur annarra námsmannahreyfinga um að nemendum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta en ítrekar að einnig þurfi að huga að þeim námsmönnum sem eru undir 18 ára. Nemar í Menntaskólanum í Reykjavík. VÍSIR/GVA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Fleiri fréttir Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Sjá meira
Samband íslenskra framhaldsskólanema kallar eftir aðgerðum stjórnvalda vegna líðan nemenda. SÍF sendi út könnun á alla framhaldsskóla landsins og var meðal annars spurt hvort nemendur finndu fyrir kvíða eða depurð vegna faraldurs kórónuveirunnar. Alls svöruðu 1.562 nemendur könnuninni og samkvæmt niðurstöðum finnur um þriðjungur nemenda fyrir kvíða og um 56 prósent fyrir depurð. Krefst SÍF að stjórnvöld bregðist við og tryggi að sálfræðingar verði aðgengilegir í öllum framhaldsskólum landsins. Í könnuninni var einnig spurt hvort nemendur sæju fram á að ljúka önninni. Af þeim sem svöruðu könnuninni sögðust 36 prósent sjá fram á að geta lokið önninni með þeim markmiðum sem þau settu sér í upphafi annar en 47 prósent reiknuðu með því að ljúka henni með slakari árangri en lagt var upp með. Mennta- og menningarmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra sögðu á blaðamannafundi þann 13. mars að 15 framhaldsskólar munu bjóða upp á sumarnám eftir að yfirstandandi önn lýkur. SÍF bendir á að ríflega 20 þúsund nemendur stunda nám í 31 framhaldsskólum víðs vegar um landið. Leggur sambandið áherslu á að þeir nemendur sem stunda nám við skóla sem ekki býður upp á kennslu í sumar fái metnar einingar frá öðrum skólum til að tryggja jafnrétti nemenda óháð námi og búsetu. Vilja rétt til atvinnuleysisbóta Í tilkynningu frá SÍF kemur fram að fjölmargir nemendur þurfi að vinna samhliða skóla og ljóst sé að sumarvinna sé oft forsenda þess að nemendur geti haldið áfram í skóla og telur SÍF að þau 3.400 störf sem gefið hefur út að verði sköpuð fyrir námsmenn dugi skammt. Tekur SÍF því undir kröfur annarra námsmannahreyfinga um að nemendum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta en ítrekar að einnig þurfi að huga að þeim námsmönnum sem eru undir 18 ára. Nemar í Menntaskólanum í Reykjavík. VÍSIR/GVA
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Fleiri fréttir Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Sjá meira