UEFA með dag í huga fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2020 19:45 Enn á eftir að ljúka einvígi Real Madrid og Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. VÍSIR/EPA UEFA er með áætlun sem gengur út á það að úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu í fótbolta þetta árið verði leikinn 29. ágúst. Þetta kemur fram í frétt BBC í kvöld. Þar segir að til standi að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fari fram 29. ágúst í Istanbúl en að úrslitaleikur Evrópudeildarinnar verði í Gdansk þremur dögum fyrr. UEFA hefur boðað til fundar í næstu viku, 23. apríl, þar sem rætt verður um hvernig best sé að ljúka mótum sem nú eru í bið vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt BBC er líklegt að meðal annars verði ákveðið að leyfa deildum að blása keppni af án þess að öllum umferðum sé lokið. Hugmyndin er samt sem áður sú að stefnt verði að því að klára alla leiki og ljúka tímabilinu fyrir ágústlok. UEFA er með tvær leiðir í huga til að ljúka Meistaradeildinni. Annars vegar að spila 8-liða úrslitin og undanúrslitin með sama hætti og venjulega, tvo leiki á milli liða, í júlí og ágúst. Hins vegar að láta einn leik nægja í hverju einvígi og klára þannig mótið á styttri tíma, jafnvel með aðeins vikulöngu móti. Enn á reyndar eftir að klára fjögur einvígi í 16-liða úrslitum, til að mynda rimmu Manchester City og Real Madrid. Í Evrópudeildinni er dæmið enn snúnara því enn á eftir að klára öll einvígin í 16-liða úrslitum keppninnar. Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA UEFA Tengdar fréttir Vonast til þess að klára Meistaradeildina á þremur vikum í ágúst UEFA gæti endað með því að klára Meistaradeildina og Evrópudeildina á þriggja vikna tímabili í ágúst. Þetta eru nýjustu fréttirnar sem berast innan úr herbúðum UEFA en þar skoða menn allar mögulegar myndir Evrópukeppnanna þessa daganna. 12. apríl 2020 21:00 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
UEFA er með áætlun sem gengur út á það að úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu í fótbolta þetta árið verði leikinn 29. ágúst. Þetta kemur fram í frétt BBC í kvöld. Þar segir að til standi að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fari fram 29. ágúst í Istanbúl en að úrslitaleikur Evrópudeildarinnar verði í Gdansk þremur dögum fyrr. UEFA hefur boðað til fundar í næstu viku, 23. apríl, þar sem rætt verður um hvernig best sé að ljúka mótum sem nú eru í bið vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt BBC er líklegt að meðal annars verði ákveðið að leyfa deildum að blása keppni af án þess að öllum umferðum sé lokið. Hugmyndin er samt sem áður sú að stefnt verði að því að klára alla leiki og ljúka tímabilinu fyrir ágústlok. UEFA er með tvær leiðir í huga til að ljúka Meistaradeildinni. Annars vegar að spila 8-liða úrslitin og undanúrslitin með sama hætti og venjulega, tvo leiki á milli liða, í júlí og ágúst. Hins vegar að láta einn leik nægja í hverju einvígi og klára þannig mótið á styttri tíma, jafnvel með aðeins vikulöngu móti. Enn á reyndar eftir að klára fjögur einvígi í 16-liða úrslitum, til að mynda rimmu Manchester City og Real Madrid. Í Evrópudeildinni er dæmið enn snúnara því enn á eftir að klára öll einvígin í 16-liða úrslitum keppninnar.
Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA UEFA Tengdar fréttir Vonast til þess að klára Meistaradeildina á þremur vikum í ágúst UEFA gæti endað með því að klára Meistaradeildina og Evrópudeildina á þriggja vikna tímabili í ágúst. Þetta eru nýjustu fréttirnar sem berast innan úr herbúðum UEFA en þar skoða menn allar mögulegar myndir Evrópukeppnanna þessa daganna. 12. apríl 2020 21:00 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Vonast til þess að klára Meistaradeildina á þremur vikum í ágúst UEFA gæti endað með því að klára Meistaradeildina og Evrópudeildina á þriggja vikna tímabili í ágúst. Þetta eru nýjustu fréttirnar sem berast innan úr herbúðum UEFA en þar skoða menn allar mögulegar myndir Evrópukeppnanna þessa daganna. 12. apríl 2020 21:00