Handbolti

Nýr þjálfari hjá Gróttu og HK fær leikmann

Sindri Sverrisson skrifar
Maksim Akbachev starfaði síðast hjá Haukum.
Maksim Akbachev starfaði síðast hjá Haukum.

Maksim Akbachev hefur verið ráðinn nýr aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Gróttu sem verður nýliði í Olís-deildinni á næstu leiktíð. HK-ingar, sem féllu úr deildinni, hafa fengið leikmann frá Haukum.

Maksim kemur í þjálfarateymi Gróttu í stað Gunnars Andréssonar sem var aðstoðarmaður Arnars Daða Arnarssonar í vetur. Auk þess að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla mun Maksim þjálfa 4.flokk karla og kvenna og sinna afreksæfingum hjá félaginu.

Maksim hóf þjálfaraferil sinn hjá Val en hefur síðastliðin þrjú keppnistímabil þjálfað hjá Haukum þar sem hann hefur verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla en einnig stýrði hann ungmennaliði félagsins í Grill-66 deildinni. Maksim hefur einnig komið að þjálfun yngri landsliða Íslands og stýrði til að mynda U-17 ára landsliði pilta í tvö ár.

HK hefur fengið til sín miðjumanninn Hjört Inga Halldórsson frá Haukum. Hjörtur Ingi, sem er tvítugur, skoraði 11 mörk í þeim 18 leikjum þar sem hann var á leikskýrslu í Olís-deildinni í vetur. Hann var hins vegar markahæstur í ungmennaliði Hauka, sem varð í 2. sæti í Grill 66-deildinni, með 91 mark í 13 leikjum.


Tengdar fréttir

„Söluræðan“ virkaði á Berg og Birgi

Grótta, sem verður nýliði í Olís-deild karla í handbolta næsta vetur, hefur fengið til sín þá Birgi Stein Jónsson og Berg Elí Rúnarsson. Báðir skrifuðu undir samning til tveggja ára við félagið.

Nökkvi efldi sjálfstraust HK-inga innan vallar sem utan

Nökkvi Fjalar Orrason, samfélagsmiðlastjarna og frumkvöðull, var ráðinn til að bæta andlega þáttinn hjá leikmönnum og þjálfurum HK í handbolta karla með góðum árangri að sögn formanns handknattleiksdeildar félagsins.

HSÍ flautar Íslandsmótið af

HSÍ hefur ákveðið að blása öll mót á vegum sambandsins af vegna kórónuveirunnar. Þetta staðfesti sambandið á vef sínum í kvöld eftir stjórnarfund sambandsins fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×