Sitthvað hafast þeir að Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 18. maí 2020 10:30 Nú um mánaðamótin fengu þingmenn hækkun launa sinna, reiknaða út frá launaþróun ársins 2018. Hækkunin var 6,3%. Um hækkun launa þingmanna fer eftir 15. gr. laga um þingfararkaup, nr 88/1995, með síðari breytingum. Þar er útlistað hvernig fara skuli með hækkanir launa þingmanna, eftir að kjararáð, áður kjaradómur, var lagt niður. Nú er Hagstofunni falið að reikna og birta fyrir 1. júní ár hvert, hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið almanaksár. Til að einfalda, Hagstofan skal reikna út hvað meðal ríkisstarfsmaðurinn hækkaði í launum í fyrra. Fjársýsla ríkisins skal svo uppfæra krónutölufjárhæð til samræmis við tölur Hagstofunnar. Hér hafa þingmenn komið á þægilega sjálfvirku kerfi. Til samanburðar er fróðlegt að skoða 69. gr. laga um almannatryggingar, þar sem kveðið er á um hvernig m.a. örorkulífeyrir skuli breytast. Þar segir: „Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ Virðist einfalt, en hvernig hefur framkvæmdin verið? Í áraraðir hefur fjármálaráðuneytið, í undirbúningi fjárlaga, ákveðið þá prósentuhækkun sem áætlað er að vísitala neysluverðs, eða launaþróun verði á árinu. Fjárhæðir örorkulífeyris hækka svo í samræmi við það. En það er erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina. Yfirleitt ganga þessar spár fjármálaráðuneytisins ekki eftir. Í umræddri grein segir skýrt að fjárhæðir almannatrygginga skulu taka mið af launaþróun, ekki spá um launaþróun. Þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Sem sagt, taka mið af launaþróun, eða vísitölu neysluverðs, ef hún er hærri. Ef laun þingmanna breyttust samkvæmt sama viðmiði hefði hækkun þeirra orðið nú 3,4%. Það er sú hækkun sem fjármálaráðuneytið spáði að yrði á launaþróun þessa árs. En nei. Þó hugsun að baki þessum tveimur lagagreinum sé nánast sú sama, taka skal mið af launaþróun, er munurinn helstur að þingmenn sætta sig ekki við neina spá. Og af því að spáin raungerist sjaldnast, dregst örorkulífeyrir aftur úr öllu, svo mikið að nú munar um 80 þúsund krónum á mánuði á örorkulífeyri og lægstu launum. Og seint verður sá ofalinn sem þarf að lifa á lægstu launum. Lengi hefur verið deilt um túlkun 69 gr. Almannatryggingalaga, en nú virðast þingmenn hafa fundið fína lausn, alla vega fyrir sig. Mikið væri nú gott ef það sama yrði látið gilda um aðra. Höfundur er formaður Öryrkjabandalagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Félagsmál Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Nú um mánaðamótin fengu þingmenn hækkun launa sinna, reiknaða út frá launaþróun ársins 2018. Hækkunin var 6,3%. Um hækkun launa þingmanna fer eftir 15. gr. laga um þingfararkaup, nr 88/1995, með síðari breytingum. Þar er útlistað hvernig fara skuli með hækkanir launa þingmanna, eftir að kjararáð, áður kjaradómur, var lagt niður. Nú er Hagstofunni falið að reikna og birta fyrir 1. júní ár hvert, hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið almanaksár. Til að einfalda, Hagstofan skal reikna út hvað meðal ríkisstarfsmaðurinn hækkaði í launum í fyrra. Fjársýsla ríkisins skal svo uppfæra krónutölufjárhæð til samræmis við tölur Hagstofunnar. Hér hafa þingmenn komið á þægilega sjálfvirku kerfi. Til samanburðar er fróðlegt að skoða 69. gr. laga um almannatryggingar, þar sem kveðið er á um hvernig m.a. örorkulífeyrir skuli breytast. Þar segir: „Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ Virðist einfalt, en hvernig hefur framkvæmdin verið? Í áraraðir hefur fjármálaráðuneytið, í undirbúningi fjárlaga, ákveðið þá prósentuhækkun sem áætlað er að vísitala neysluverðs, eða launaþróun verði á árinu. Fjárhæðir örorkulífeyris hækka svo í samræmi við það. En það er erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina. Yfirleitt ganga þessar spár fjármálaráðuneytisins ekki eftir. Í umræddri grein segir skýrt að fjárhæðir almannatrygginga skulu taka mið af launaþróun, ekki spá um launaþróun. Þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Sem sagt, taka mið af launaþróun, eða vísitölu neysluverðs, ef hún er hærri. Ef laun þingmanna breyttust samkvæmt sama viðmiði hefði hækkun þeirra orðið nú 3,4%. Það er sú hækkun sem fjármálaráðuneytið spáði að yrði á launaþróun þessa árs. En nei. Þó hugsun að baki þessum tveimur lagagreinum sé nánast sú sama, taka skal mið af launaþróun, er munurinn helstur að þingmenn sætta sig ekki við neina spá. Og af því að spáin raungerist sjaldnast, dregst örorkulífeyrir aftur úr öllu, svo mikið að nú munar um 80 þúsund krónum á mánuði á örorkulífeyri og lægstu launum. Og seint verður sá ofalinn sem þarf að lifa á lægstu launum. Lengi hefur verið deilt um túlkun 69 gr. Almannatryggingalaga, en nú virðast þingmenn hafa fundið fína lausn, alla vega fyrir sig. Mikið væri nú gott ef það sama yrði látið gilda um aðra. Höfundur er formaður Öryrkjabandalagsins.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun