Skammaðist sín mikið síðustu mánuði sína hjá Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2020 12:30 Gary Neville varð átta sinnum ensku meistari með Manchester United og kom síðasti titill hans vorið 2009. Hann var aðalfyrirliði liðsins síðustu fimm árin. EPA/RICH EATON Gary Neville og Jamie Carragher hafa farið við víðan völl í umfjöllun Sky í kórónuveiruhléinu og þeir fóru meðal annars yfir síðustu dagana og mánuðina áður en knattspyrnuskór þeirra fóru upp á hillu. Gary Neville ætlaði að enda ferilinn eftir 2009-10 tímabilið og sér eftir því að hafa ekki gert það. „Ég var búinn að ákveða það að enda ferilinn eftir tímabilið og hafði þegar gert samning við Sky. Eins og var hjá Jamie þá hafði félagið einnig boðið mér að þjálfa hjá yngri liðunum," sagði Gary Neville en hann á ekki góðar minningar frá lokatímabili sínu með Manchester United. „Ég endaði tímabilið á undan með því að eiga nokkra góða leiki og eftir það héldu knattspyrnustjórinn og David Gill að ég ætti enn eitt gott tímabil eftir í mér. Mér fannst ég hins vegar vera kominn á endastöð,“ sagði Gary Neville. The way @GNev2 started warming up, in the 96th minute, right in front of the away end pic.twitter.com/4vs6MYE3zi— Scott Patterson (@R_o_M) May 13, 2020 „Ef ég hefði endað þetta þá þá hefði það verið fullkomið. Ég tók hins vegar eitt tímabil í viðbót þar sem ég endaði á því að setja skóna upp á hillu í janúar. Þetta síðasta tímabil mitt var algjör hryllingur,“ sagði Neville sem sagði að erfið meiðsli hafi haft mikil áhrif á síðustu árin hans á ferlinum. Gary Neville spilaði á endanum aðeins þrjá deildarleiki tímabilið 2010-11. „Ég var eftir meiðslin ekki nálægt því að vera á sama stigi og hinir leikmennirnir. Ég var í ótrúlegu liði með mönnum eins og Rooney, Tevez, Vidic, Ferdinand, Van der Saar, Evra og Cristiano Ronaldo. Mér fannst ég vera minni maður en þeir á öllum æfingum,“ sagði Neville. „Jamie talaði um það hann hafi örlítið skammast sína á æfingum á síðasta tímabilinu sínu. Ég skammaðist mín mikið þessa síðustu sex til átta mánuði hjá Manchester United. Ég vildi ekki vera valinn í liðið og vissi það mæta vel að það væri mikil áhætta að segja mig inn á völlinn,“ sagði Neville. „Á æfingunum þá sá ég orkuna og hraðann hjá strákunum í liðinu sem var mun meiri en hjá mér. Það var augljóst fyrir mig að sjá það hvað þá fyrir aðra. Ég fór að reyna að nota reynsluna til að bjarga mér en það bjó líka til vandræði,“ sagði Neville sem rifjaði upp nokkrar hræðilegar frammistöður sínar undir lokin. „Það var enginn spurning þarna að ég var búinn,“ sagði Gary Neville en það má sjá hvað hann sagði hér fyrir neðan. "For the last six to eight months at the club I felt embarrassed. I didn't want to be picked"@GNev2 reflects on when his career came to an end and how he wished he made the decision sooner Watch the #SkyFootballShow on Sky Sports News now pic.twitter.com/oY9vzhfGM3— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 19, 2020 Gary Neville spilaði allan sinn feril með Manchester United frá 1993 til 2011. Hann varð alls átta sinnum enskur meistari með félaginu en vann einnig Meistaradeildina tvisvar, enska bikarinn þrisvar, enska deildabikarinn tvisvar sem og heimseistarakeppni félagsliða. Neville náði því að spila 85 landsleiki fyrir England en sá síðasti kom árið 2007 eða fyrir meiðslin sem hann talaði um hér fyrir ofan. Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira
Gary Neville og Jamie Carragher hafa farið við víðan völl í umfjöllun Sky í kórónuveiruhléinu og þeir fóru meðal annars yfir síðustu dagana og mánuðina áður en knattspyrnuskór þeirra fóru upp á hillu. Gary Neville ætlaði að enda ferilinn eftir 2009-10 tímabilið og sér eftir því að hafa ekki gert það. „Ég var búinn að ákveða það að enda ferilinn eftir tímabilið og hafði þegar gert samning við Sky. Eins og var hjá Jamie þá hafði félagið einnig boðið mér að þjálfa hjá yngri liðunum," sagði Gary Neville en hann á ekki góðar minningar frá lokatímabili sínu með Manchester United. „Ég endaði tímabilið á undan með því að eiga nokkra góða leiki og eftir það héldu knattspyrnustjórinn og David Gill að ég ætti enn eitt gott tímabil eftir í mér. Mér fannst ég hins vegar vera kominn á endastöð,“ sagði Gary Neville. The way @GNev2 started warming up, in the 96th minute, right in front of the away end pic.twitter.com/4vs6MYE3zi— Scott Patterson (@R_o_M) May 13, 2020 „Ef ég hefði endað þetta þá þá hefði það verið fullkomið. Ég tók hins vegar eitt tímabil í viðbót þar sem ég endaði á því að setja skóna upp á hillu í janúar. Þetta síðasta tímabil mitt var algjör hryllingur,“ sagði Neville sem sagði að erfið meiðsli hafi haft mikil áhrif á síðustu árin hans á ferlinum. Gary Neville spilaði á endanum aðeins þrjá deildarleiki tímabilið 2010-11. „Ég var eftir meiðslin ekki nálægt því að vera á sama stigi og hinir leikmennirnir. Ég var í ótrúlegu liði með mönnum eins og Rooney, Tevez, Vidic, Ferdinand, Van der Saar, Evra og Cristiano Ronaldo. Mér fannst ég vera minni maður en þeir á öllum æfingum,“ sagði Neville. „Jamie talaði um það hann hafi örlítið skammast sína á æfingum á síðasta tímabilinu sínu. Ég skammaðist mín mikið þessa síðustu sex til átta mánuði hjá Manchester United. Ég vildi ekki vera valinn í liðið og vissi það mæta vel að það væri mikil áhætta að segja mig inn á völlinn,“ sagði Neville. „Á æfingunum þá sá ég orkuna og hraðann hjá strákunum í liðinu sem var mun meiri en hjá mér. Það var augljóst fyrir mig að sjá það hvað þá fyrir aðra. Ég fór að reyna að nota reynsluna til að bjarga mér en það bjó líka til vandræði,“ sagði Neville sem rifjaði upp nokkrar hræðilegar frammistöður sínar undir lokin. „Það var enginn spurning þarna að ég var búinn,“ sagði Gary Neville en það má sjá hvað hann sagði hér fyrir neðan. "For the last six to eight months at the club I felt embarrassed. I didn't want to be picked"@GNev2 reflects on when his career came to an end and how he wished he made the decision sooner Watch the #SkyFootballShow on Sky Sports News now pic.twitter.com/oY9vzhfGM3— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 19, 2020 Gary Neville spilaði allan sinn feril með Manchester United frá 1993 til 2011. Hann varð alls átta sinnum enskur meistari með félaginu en vann einnig Meistaradeildina tvisvar, enska bikarinn þrisvar, enska deildabikarinn tvisvar sem og heimseistarakeppni félagsliða. Neville náði því að spila 85 landsleiki fyrir England en sá síðasti kom árið 2007 eða fyrir meiðslin sem hann talaði um hér fyrir ofan.
Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira