Mikilvægt að samningar náist við flugfreyjur fyrir hlutafjárútboð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 21. maí 2020 14:45 Afar mikilvægt er að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands nái samningum fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins að mati greinenda. Vísir/Vilhelm Afar mikilvægt er að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands nái samningum fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins að mati greinenda. Hluthafar ákveða á morgun hvort stjórnendur Icelandair fái heimild til að fara í hlutafjárútboð. Samningafundir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair Group var slitið í gær og ekki boðað til nýs fundar. Forstjóri félagsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að lokatilboð þess til Flugfreyjufélagsins hafi falið í sér krónutöluhækkanir á hæstu og lægstu laun um 12 prósent hækkun í tilfelli síðarnefnda hópsins. Þrátt fyrir kröfu um aukið vinnuframlag frá flugfreyjum og -þjónum innihaldi samningurinn starfskjör fyrir flugliða sem sé með þeim bestu sem þekkist á Vesturlöndum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru meðalmánaðarlaun flugliða fyrir fullt starf á síðasta ári 520 þúsund krónur og við það bættust um 140-145 þúsund króna dagpeningar á mánuði. Yfirflugfreyjur voru að meðaltali með um 740 þúsund krónur á mánuði fyrir fullt starf. Hluthafafundur Icelandair verður haldinn á Hótel Hilton á morgun klukkan fjögur. Allir hluthafar félagsins hafa rétt til að mæta á fundinn. Tilefni hans er að stjórn Icelandair fer fram á að hluthafar veiti leifi til að auka hlutafé í félaginu og halda hlutafjárútboð. Komið hefur fram að félagið þurfi að safna allt að 29 milljörðum í hlutafjárútboðinu. Ef stjórnendur fá heimildina er að sögn greinenda búist við að sjálft hlutafjárútboðið fari fljótlega fram. Þá hefur komið fram í samtali við greinendur í morgun að mikilvægt sé að samningar náist við Flugfreyjufélag Íslands fyrir útboðið. Fréttir af flugi Kjaramál Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Framhaldið óljóst eftir að viðræðum við flugfreyjur lauk í dag Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag án niðurstöðu. Icelandair segir að nú þurfi að kanna aðra möguleika. 20. maí 2020 21:00 Lokatilboðið ekkert lággjaldaflugfélagstilboð að sögn Boga Forstjóri Icelandair Group segir að lokatilboð félagsins til FFÍ hefði fært flugfélagið nær keppinautum sínum á Norðurlöndum, eins og SAS og Finnair. Starfskjör flugliða væru áfram með þeim bestu á Vesturlöndum. 20. maí 2020 17:03 Ósáttar flugfreyjur láta ekki beygja sig í duftið Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) lýsir yfir miklum vonbrigðum með það sem félagið lýsir sem einarðri og óbilgjarnri afstöðu Icelandair í árangurslausu samningaviðræðum sem staðið hafa yfir milli aðila síðustu vikur. Samningaviðræðum var slitið í dag og nýr fundur ekki í sjónmáli. 20. maí 2020 16:49 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Afar mikilvægt er að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands nái samningum fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins að mati greinenda. Hluthafar ákveða á morgun hvort stjórnendur Icelandair fái heimild til að fara í hlutafjárútboð. Samningafundir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair Group var slitið í gær og ekki boðað til nýs fundar. Forstjóri félagsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að lokatilboð þess til Flugfreyjufélagsins hafi falið í sér krónutöluhækkanir á hæstu og lægstu laun um 12 prósent hækkun í tilfelli síðarnefnda hópsins. Þrátt fyrir kröfu um aukið vinnuframlag frá flugfreyjum og -þjónum innihaldi samningurinn starfskjör fyrir flugliða sem sé með þeim bestu sem þekkist á Vesturlöndum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru meðalmánaðarlaun flugliða fyrir fullt starf á síðasta ári 520 þúsund krónur og við það bættust um 140-145 þúsund króna dagpeningar á mánuði. Yfirflugfreyjur voru að meðaltali með um 740 þúsund krónur á mánuði fyrir fullt starf. Hluthafafundur Icelandair verður haldinn á Hótel Hilton á morgun klukkan fjögur. Allir hluthafar félagsins hafa rétt til að mæta á fundinn. Tilefni hans er að stjórn Icelandair fer fram á að hluthafar veiti leifi til að auka hlutafé í félaginu og halda hlutafjárútboð. Komið hefur fram að félagið þurfi að safna allt að 29 milljörðum í hlutafjárútboðinu. Ef stjórnendur fá heimildina er að sögn greinenda búist við að sjálft hlutafjárútboðið fari fljótlega fram. Þá hefur komið fram í samtali við greinendur í morgun að mikilvægt sé að samningar náist við Flugfreyjufélag Íslands fyrir útboðið.
Fréttir af flugi Kjaramál Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Framhaldið óljóst eftir að viðræðum við flugfreyjur lauk í dag Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag án niðurstöðu. Icelandair segir að nú þurfi að kanna aðra möguleika. 20. maí 2020 21:00 Lokatilboðið ekkert lággjaldaflugfélagstilboð að sögn Boga Forstjóri Icelandair Group segir að lokatilboð félagsins til FFÍ hefði fært flugfélagið nær keppinautum sínum á Norðurlöndum, eins og SAS og Finnair. Starfskjör flugliða væru áfram með þeim bestu á Vesturlöndum. 20. maí 2020 17:03 Ósáttar flugfreyjur láta ekki beygja sig í duftið Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) lýsir yfir miklum vonbrigðum með það sem félagið lýsir sem einarðri og óbilgjarnri afstöðu Icelandair í árangurslausu samningaviðræðum sem staðið hafa yfir milli aðila síðustu vikur. Samningaviðræðum var slitið í dag og nýr fundur ekki í sjónmáli. 20. maí 2020 16:49 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Framhaldið óljóst eftir að viðræðum við flugfreyjur lauk í dag Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag án niðurstöðu. Icelandair segir að nú þurfi að kanna aðra möguleika. 20. maí 2020 21:00
Lokatilboðið ekkert lággjaldaflugfélagstilboð að sögn Boga Forstjóri Icelandair Group segir að lokatilboð félagsins til FFÍ hefði fært flugfélagið nær keppinautum sínum á Norðurlöndum, eins og SAS og Finnair. Starfskjör flugliða væru áfram með þeim bestu á Vesturlöndum. 20. maí 2020 17:03
Ósáttar flugfreyjur láta ekki beygja sig í duftið Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) lýsir yfir miklum vonbrigðum með það sem félagið lýsir sem einarðri og óbilgjarnri afstöðu Icelandair í árangurslausu samningaviðræðum sem staðið hafa yfir milli aðila síðustu vikur. Samningaviðræðum var slitið í dag og nýr fundur ekki í sjónmáli. 20. maí 2020 16:49