Mikill eldur í vinnubúðum við Suðurlandsveg Kristín Ólafsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 22. maí 2020 06:28 Frá vettvangi brunans í morgun. Vísir/Jóhann K. Heilmikill eldur kviknaði í vinnubúðum Íslenskra aðalverktaka við Suðurlandsveg í Ölfusi á fjórða tímanum í nótt. Greiðlega gekk að slökkva eldinn að sögn slökkviliðsstjóra en tjón er þó talsvert. Útkallið barst Brunavörnum Árnessýslu klukkan 3:14 í nótt. Kalla þurfti út slökkviliðsmenn frá Hveragerði og Selfossi, auk tveggja tankbíla frá stöðvum þaðan vegna þess að ekkert vatn er á svæðinu þar sem búðirnar standa. „Það var heilmikill eldur í þeim hluta búðanna sem munu líklega verða eldhús og mötuneyti. Okkur tókst nokkuð greiðlega að slökkva eldinn þegar við vorum komnir með vatn,“ sagði Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, í samtali við fréttastofu á vettvangi snemma í morgun. Slökkviliðsmenn að störfum í morgunbirtunni.Vísir/Jóhann K. Tankbílarnir voru notaðir til að ferja vatn að vettvangi brunans. „Heilmikil vinna en það gekk greiðlega þegar við komumst af stað,“ sagði Pétur. Búðirnar samanstanda af um tíu einingum. Mikill eldur var í tveimur þeirra. „Reykkafarar unnu aðeins í anddyri til að ná betur að eldi innan frá en að mestu leyti var þetta unnið utan frá í körfubíl.“ Þá varð talsvert tjón á búðunum. „Já, þetta er mikið tjón án efa. En það vill þó til að þetta kviknar í enda hlémegin miðað við vindinn, það er strekkingsvindur. Hefði kviknað hinum megin hefði þessi eining líklega farið alveg. En þarna spilaði náttúran með okkur fyrst að eldurinn kom upp þarna megin og það tókst að stoppa þetta.“ Slökkviliðsmaður slekkur eldinn úr körfubíl.Vísir/Jóhann K. Heilmikill eldur logaði í tveimur einingum.Vísir/Jóhann K. Slökkvilið Ölfus Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Heilmikill eldur kviknaði í vinnubúðum Íslenskra aðalverktaka við Suðurlandsveg í Ölfusi á fjórða tímanum í nótt. Greiðlega gekk að slökkva eldinn að sögn slökkviliðsstjóra en tjón er þó talsvert. Útkallið barst Brunavörnum Árnessýslu klukkan 3:14 í nótt. Kalla þurfti út slökkviliðsmenn frá Hveragerði og Selfossi, auk tveggja tankbíla frá stöðvum þaðan vegna þess að ekkert vatn er á svæðinu þar sem búðirnar standa. „Það var heilmikill eldur í þeim hluta búðanna sem munu líklega verða eldhús og mötuneyti. Okkur tókst nokkuð greiðlega að slökkva eldinn þegar við vorum komnir með vatn,“ sagði Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, í samtali við fréttastofu á vettvangi snemma í morgun. Slökkviliðsmenn að störfum í morgunbirtunni.Vísir/Jóhann K. Tankbílarnir voru notaðir til að ferja vatn að vettvangi brunans. „Heilmikil vinna en það gekk greiðlega þegar við komumst af stað,“ sagði Pétur. Búðirnar samanstanda af um tíu einingum. Mikill eldur var í tveimur þeirra. „Reykkafarar unnu aðeins í anddyri til að ná betur að eldi innan frá en að mestu leyti var þetta unnið utan frá í körfubíl.“ Þá varð talsvert tjón á búðunum. „Já, þetta er mikið tjón án efa. En það vill þó til að þetta kviknar í enda hlémegin miðað við vindinn, það er strekkingsvindur. Hefði kviknað hinum megin hefði þessi eining líklega farið alveg. En þarna spilaði náttúran með okkur fyrst að eldurinn kom upp þarna megin og það tókst að stoppa þetta.“ Slökkviliðsmaður slekkur eldinn úr körfubíl.Vísir/Jóhann K. Heilmikill eldur logaði í tveimur einingum.Vísir/Jóhann K.
Slökkvilið Ölfus Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira