Geisladiskur frá eldri bróður Gylfa reddaði Gylfa fyrsta tækifærinu á Englandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2020 08:30 Gylfi Sigurðsson er nú orðinn sá íslenski knattspyrnumaður sem hefur skorað flest mörk og gefið flestar stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Robbie Jay Barratt Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson á eldri bróður sínum, Ólafi Má Sigurðssyni, mikið að þakka fyrir fyrsta tækifærið í enska boltanum ef marka má nýtt viðtal við Gylfa í Daily Mirror. Gylfi ræddi upphaf sitt í fótboltanum við blaðamann Mirror sem rifjaði líka upp þegar Gylfi, núverandi leikmaður Everton, kom á Goodison Park fyrst ellefu ára gamall og var þá meðal annars boltastrákur á heimaleik liðsins. Fræg mynd er til af Gylfa þar sem hann stendur ellefu ára gamall við hlið Dixie Dean styttunnar á Goodison Park. Gylfi æfði þá með krakkaliði Everton í eina viku og endaði síðan á að því að verða boltastrákur á Everton leik. Gylfi Sigurdsson reflects on youth watching English football and getting his big break | @MirrorAnderson https://t.co/xaI8pPlKlA pic.twitter.com/YB3mwsh4CA— Mirror Football (@MirrorFootball) May 21, 2020 Myndina af honum við Goodison Park tók eldri bróðir hans, Ólafur Már Sigurðsson, sem náði sjálfur að skapa sér nafn á íþróttasviðinu sem öflugur kylfingur. Ólafur hefur líka átt mikinn þátt í ferli Gylfa. Mirror segir frá því að það hafi einmitt verið elja Ólafs og trú hans á yngri bróður sínum sem hjálpaði Gylfa að komast að í enska boltanum þegar hann var mjög ungur. Ólafur Már hafði útbúið geisladisk með myndböndum af leikjum með litla bróður sínum og hann sendi síðan slíka geisladiska til enskra liða. Ólafur hafði þjálfað Gylfa á sínum tíma og reddaði honum reynslusamning hjá Preston áður en Gylfi endaði á að semja við Reading þegar hann var sextán ára gamall. „Ég fékk mjög snemma áhuga á enska fótboltanum. Enska úrvalsdeildin var alltaf í sjónvarpinu og bæði bróður minn og faðir minn voru duglegir að horfa á leikina,“ sagði Gylfi. „Svo auðvitað sat ég með þeim á sunnudögum og horfði á fótboltaleikina með þeim. Svo tók bróðir minn mig með sér til Englands nokkrum sinnum þar sem ég fékk að æfa með hinum ýmsu félögum,“ sagði Gylfi. watch on YouTube „Bróðir minn endaði á því að senda geisladisk til nokkurra félaga og ég fékk að fara á reynslu hjá nokkrum stöðum og samdi svo við Reading,“ sagði Gylfi. „Nokkrir íslenskir leikmenn höfðu farið til Englands og það voru þarna tveir hjá Reading eða þeir Ívar Ingimarsson og Brynjar Gunnarsson. Við áttum síðan menn eins og Eið Guðjohnsen, Heiðar Helguson og Hermann Hreiðarsson. Þarna voru nokkrir leikmenn til að líta upp til og sjá líka að það væri möguleika að komast í ensku úrvalsdeildina,“ sagði Gylfi. „Auðvitað var erfiðara að taka þetta skref í þá daga. Sem betur fer þá áttum við nokkra geisladiska og bróðir minn bjó einn til og sendi til Reading sem endaði á því að ég samdi við þá,“ sagði Gylfi. Enski boltinn Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson á eldri bróður sínum, Ólafi Má Sigurðssyni, mikið að þakka fyrir fyrsta tækifærið í enska boltanum ef marka má nýtt viðtal við Gylfa í Daily Mirror. Gylfi ræddi upphaf sitt í fótboltanum við blaðamann Mirror sem rifjaði líka upp þegar Gylfi, núverandi leikmaður Everton, kom á Goodison Park fyrst ellefu ára gamall og var þá meðal annars boltastrákur á heimaleik liðsins. Fræg mynd er til af Gylfa þar sem hann stendur ellefu ára gamall við hlið Dixie Dean styttunnar á Goodison Park. Gylfi æfði þá með krakkaliði Everton í eina viku og endaði síðan á að því að verða boltastrákur á Everton leik. Gylfi Sigurdsson reflects on youth watching English football and getting his big break | @MirrorAnderson https://t.co/xaI8pPlKlA pic.twitter.com/YB3mwsh4CA— Mirror Football (@MirrorFootball) May 21, 2020 Myndina af honum við Goodison Park tók eldri bróðir hans, Ólafur Már Sigurðsson, sem náði sjálfur að skapa sér nafn á íþróttasviðinu sem öflugur kylfingur. Ólafur hefur líka átt mikinn þátt í ferli Gylfa. Mirror segir frá því að það hafi einmitt verið elja Ólafs og trú hans á yngri bróður sínum sem hjálpaði Gylfa að komast að í enska boltanum þegar hann var mjög ungur. Ólafur Már hafði útbúið geisladisk með myndböndum af leikjum með litla bróður sínum og hann sendi síðan slíka geisladiska til enskra liða. Ólafur hafði þjálfað Gylfa á sínum tíma og reddaði honum reynslusamning hjá Preston áður en Gylfi endaði á að semja við Reading þegar hann var sextán ára gamall. „Ég fékk mjög snemma áhuga á enska fótboltanum. Enska úrvalsdeildin var alltaf í sjónvarpinu og bæði bróður minn og faðir minn voru duglegir að horfa á leikina,“ sagði Gylfi. „Svo auðvitað sat ég með þeim á sunnudögum og horfði á fótboltaleikina með þeim. Svo tók bróðir minn mig með sér til Englands nokkrum sinnum þar sem ég fékk að æfa með hinum ýmsu félögum,“ sagði Gylfi. watch on YouTube „Bróðir minn endaði á því að senda geisladisk til nokkurra félaga og ég fékk að fara á reynslu hjá nokkrum stöðum og samdi svo við Reading,“ sagði Gylfi. „Nokkrir íslenskir leikmenn höfðu farið til Englands og það voru þarna tveir hjá Reading eða þeir Ívar Ingimarsson og Brynjar Gunnarsson. Við áttum síðan menn eins og Eið Guðjohnsen, Heiðar Helguson og Hermann Hreiðarsson. Þarna voru nokkrir leikmenn til að líta upp til og sjá líka að það væri möguleika að komast í ensku úrvalsdeildina,“ sagði Gylfi. „Auðvitað var erfiðara að taka þetta skref í þá daga. Sem betur fer þá áttum við nokkra geisladiska og bróðir minn bjó einn til og sendi til Reading sem endaði á því að ég samdi við þá,“ sagði Gylfi.
Enski boltinn Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Sjá meira