Geisladiskur frá eldri bróður Gylfa reddaði Gylfa fyrsta tækifærinu á Englandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2020 08:30 Gylfi Sigurðsson er nú orðinn sá íslenski knattspyrnumaður sem hefur skorað flest mörk og gefið flestar stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Robbie Jay Barratt Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson á eldri bróður sínum, Ólafi Má Sigurðssyni, mikið að þakka fyrir fyrsta tækifærið í enska boltanum ef marka má nýtt viðtal við Gylfa í Daily Mirror. Gylfi ræddi upphaf sitt í fótboltanum við blaðamann Mirror sem rifjaði líka upp þegar Gylfi, núverandi leikmaður Everton, kom á Goodison Park fyrst ellefu ára gamall og var þá meðal annars boltastrákur á heimaleik liðsins. Fræg mynd er til af Gylfa þar sem hann stendur ellefu ára gamall við hlið Dixie Dean styttunnar á Goodison Park. Gylfi æfði þá með krakkaliði Everton í eina viku og endaði síðan á að því að verða boltastrákur á Everton leik. Gylfi Sigurdsson reflects on youth watching English football and getting his big break | @MirrorAnderson https://t.co/xaI8pPlKlA pic.twitter.com/YB3mwsh4CA— Mirror Football (@MirrorFootball) May 21, 2020 Myndina af honum við Goodison Park tók eldri bróðir hans, Ólafur Már Sigurðsson, sem náði sjálfur að skapa sér nafn á íþróttasviðinu sem öflugur kylfingur. Ólafur hefur líka átt mikinn þátt í ferli Gylfa. Mirror segir frá því að það hafi einmitt verið elja Ólafs og trú hans á yngri bróður sínum sem hjálpaði Gylfa að komast að í enska boltanum þegar hann var mjög ungur. Ólafur Már hafði útbúið geisladisk með myndböndum af leikjum með litla bróður sínum og hann sendi síðan slíka geisladiska til enskra liða. Ólafur hafði þjálfað Gylfa á sínum tíma og reddaði honum reynslusamning hjá Preston áður en Gylfi endaði á að semja við Reading þegar hann var sextán ára gamall. „Ég fékk mjög snemma áhuga á enska fótboltanum. Enska úrvalsdeildin var alltaf í sjónvarpinu og bæði bróður minn og faðir minn voru duglegir að horfa á leikina,“ sagði Gylfi. „Svo auðvitað sat ég með þeim á sunnudögum og horfði á fótboltaleikina með þeim. Svo tók bróðir minn mig með sér til Englands nokkrum sinnum þar sem ég fékk að æfa með hinum ýmsu félögum,“ sagði Gylfi. watch on YouTube „Bróðir minn endaði á því að senda geisladisk til nokkurra félaga og ég fékk að fara á reynslu hjá nokkrum stöðum og samdi svo við Reading,“ sagði Gylfi. „Nokkrir íslenskir leikmenn höfðu farið til Englands og það voru þarna tveir hjá Reading eða þeir Ívar Ingimarsson og Brynjar Gunnarsson. Við áttum síðan menn eins og Eið Guðjohnsen, Heiðar Helguson og Hermann Hreiðarsson. Þarna voru nokkrir leikmenn til að líta upp til og sjá líka að það væri möguleika að komast í ensku úrvalsdeildina,“ sagði Gylfi. „Auðvitað var erfiðara að taka þetta skref í þá daga. Sem betur fer þá áttum við nokkra geisladiska og bróðir minn bjó einn til og sendi til Reading sem endaði á því að ég samdi við þá,“ sagði Gylfi. Enski boltinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson á eldri bróður sínum, Ólafi Má Sigurðssyni, mikið að þakka fyrir fyrsta tækifærið í enska boltanum ef marka má nýtt viðtal við Gylfa í Daily Mirror. Gylfi ræddi upphaf sitt í fótboltanum við blaðamann Mirror sem rifjaði líka upp þegar Gylfi, núverandi leikmaður Everton, kom á Goodison Park fyrst ellefu ára gamall og var þá meðal annars boltastrákur á heimaleik liðsins. Fræg mynd er til af Gylfa þar sem hann stendur ellefu ára gamall við hlið Dixie Dean styttunnar á Goodison Park. Gylfi æfði þá með krakkaliði Everton í eina viku og endaði síðan á að því að verða boltastrákur á Everton leik. Gylfi Sigurdsson reflects on youth watching English football and getting his big break | @MirrorAnderson https://t.co/xaI8pPlKlA pic.twitter.com/YB3mwsh4CA— Mirror Football (@MirrorFootball) May 21, 2020 Myndina af honum við Goodison Park tók eldri bróðir hans, Ólafur Már Sigurðsson, sem náði sjálfur að skapa sér nafn á íþróttasviðinu sem öflugur kylfingur. Ólafur hefur líka átt mikinn þátt í ferli Gylfa. Mirror segir frá því að það hafi einmitt verið elja Ólafs og trú hans á yngri bróður sínum sem hjálpaði Gylfa að komast að í enska boltanum þegar hann var mjög ungur. Ólafur Már hafði útbúið geisladisk með myndböndum af leikjum með litla bróður sínum og hann sendi síðan slíka geisladiska til enskra liða. Ólafur hafði þjálfað Gylfa á sínum tíma og reddaði honum reynslusamning hjá Preston áður en Gylfi endaði á að semja við Reading þegar hann var sextán ára gamall. „Ég fékk mjög snemma áhuga á enska fótboltanum. Enska úrvalsdeildin var alltaf í sjónvarpinu og bæði bróður minn og faðir minn voru duglegir að horfa á leikina,“ sagði Gylfi. „Svo auðvitað sat ég með þeim á sunnudögum og horfði á fótboltaleikina með þeim. Svo tók bróðir minn mig með sér til Englands nokkrum sinnum þar sem ég fékk að æfa með hinum ýmsu félögum,“ sagði Gylfi. watch on YouTube „Bróðir minn endaði á því að senda geisladisk til nokkurra félaga og ég fékk að fara á reynslu hjá nokkrum stöðum og samdi svo við Reading,“ sagði Gylfi. „Nokkrir íslenskir leikmenn höfðu farið til Englands og það voru þarna tveir hjá Reading eða þeir Ívar Ingimarsson og Brynjar Gunnarsson. Við áttum síðan menn eins og Eið Guðjohnsen, Heiðar Helguson og Hermann Hreiðarsson. Þarna voru nokkrir leikmenn til að líta upp til og sjá líka að það væri möguleika að komast í ensku úrvalsdeildina,“ sagði Gylfi. „Auðvitað var erfiðara að taka þetta skref í þá daga. Sem betur fer þá áttum við nokkra geisladiska og bróðir minn bjó einn til og sendi til Reading sem endaði á því að ég samdi við þá,“ sagði Gylfi.
Enski boltinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira