Trump enn og aftur grímulaus þrátt fyrir grímuskyldu Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. maí 2020 08:50 Donald Trump prófar hlífðarskjöld í heimsókn sinni í Ford-verksmiðjunni í gær. Vísir/AP Donald Trump Bandaríkjaforseti mætti grímulaus til fundar við fréttamenn í verksmiðju bílaframleiðandans Ford í Michigan í gær, þrátt fyrir að grímuskylda gildi í ríkinu vegna faraldurs kórónuveiru. Forsetinn hefur ítrekað neitað að bera grímu fyrir vitunum síðustu vikur og verið gagnrýndur fyrir, nú síðast af ríkissaksóknara Michigan. Trump var leiddur um Ford-verksmiðjuna í Ypsilanti í Michigan í gær en bílaframleiðandinn hefur einbeitt sér að framleiðslu öndunarvéla og annars heilbrigðisbúnaðar á meðan faraldurinn geisar. Líkt og víða í Bandaríkjunum er fólki í Michigan skylt að bera grímur fyrir vitunum á meðan það er úti meðal almennings og hið sama gildir um verksmiðjuna sem Trump heimsótti í gær. Trump fylgdi vissulega fyrirmælum á einhverjum tímapunkti í verksmiðjutúrnum en myndbönd sína hann með grímu, sérmerkta Hvíta húsinu, inni í verksmiðjunni. Forsetinn varpaði hins vegar grímunni þegar hann ræddi við fréttamenn, umkringdur grímuklæddum stjórnendum hjá Ford. „Ég var með grímu áðan,“ sagði Trump. „Ég var með hana í rýminu hérna fyrir aftan. Ég vildi ekki veita fjölmiðlum þá ánægju að sjá hana.“ Þá dró hann áðurnefnda grímu upp úr vasanum og sýndi viðstöddum. „Mér finnst ég líta betur út með grímuna, í hreinskilni sagt. En ég er að halda ræðu svo ég mun ekki bera hana núna.“ Líkt og áður segir hefur Trump verið gagnrýndur harðlega fyrir að bera almennt ekki grímu á meðan faraldurinn geisar í Bandaríkjunum. Með því fer hann jafnframt gegn þeim viðmiðum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, sem mælir með því að fólk notist við grímur úti á meðal fólks. Áður en Trump heimsótti verksmiðjuna hafði Bill Ford, stjórnarformaður Ford-framleiðandans, hvatt þann fyrrnefnda til að bera grímu í heimsókninni. Forsetinn réði því þó sjálfur hvort hann fylgdi fyrirmælum. Þá hafði Dana Nessel, ríkissaksóknari Michigan, varað Trump við því fyrir heimsóknina að hann skyldi bera grímu á ferð sinni um Michigan, ellegar yrði honum bannað að koma aftur á vinnustaði og verksmiðjur í ríkinu. „Ef við vitum af heimsókn hans til ríkisins okkar og við vitum að hann muni ekki hlýða lögunum, þá held ég að við þurfum að grípa til aðgerða gegn öllum fyrirtækjum sem hleypa honum inn í húsnæði sitt og stofna verkamönnum okkar í hættu. Við megum ekki við slíkri áhættu hér í ríkinu okkar,“ sagði Nessel í viðtali við CNN. Að minnsta kosti tveir starfsmenn sem starfað hafa náið með Trump og ríkisstjórn hans hafa greinst með kórónuveiruna á síðustu dögum og vikum. Trump er prófaður fyrir veirunni á hverjum degi og sagði í gær að sýni úr honum hefði enn og aftur reynst neikvætt. Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump hótar ríkjum sem auðvelda fólki að kjósa í faraldrinum Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag tveimur ríkjum Bandaríkjanna að hann myndi stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar til þeirra ef þau hættu ekki við áform um að bjóða upp á utankjörfundar- og póstatkvæði til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins í kosningum á þessu ári. 20. maí 2020 16:44 Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50 Segir það heiður að flestir hafi greinst með veiruna í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það ákveðinn heiður að flest tilfelli kórónuveiru á heimsvísu hafi greinst í Bandaríkjunum. 20. maí 2020 08:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti mætti grímulaus til fundar við fréttamenn í verksmiðju bílaframleiðandans Ford í Michigan í gær, þrátt fyrir að grímuskylda gildi í ríkinu vegna faraldurs kórónuveiru. Forsetinn hefur ítrekað neitað að bera grímu fyrir vitunum síðustu vikur og verið gagnrýndur fyrir, nú síðast af ríkissaksóknara Michigan. Trump var leiddur um Ford-verksmiðjuna í Ypsilanti í Michigan í gær en bílaframleiðandinn hefur einbeitt sér að framleiðslu öndunarvéla og annars heilbrigðisbúnaðar á meðan faraldurinn geisar. Líkt og víða í Bandaríkjunum er fólki í Michigan skylt að bera grímur fyrir vitunum á meðan það er úti meðal almennings og hið sama gildir um verksmiðjuna sem Trump heimsótti í gær. Trump fylgdi vissulega fyrirmælum á einhverjum tímapunkti í verksmiðjutúrnum en myndbönd sína hann með grímu, sérmerkta Hvíta húsinu, inni í verksmiðjunni. Forsetinn varpaði hins vegar grímunni þegar hann ræddi við fréttamenn, umkringdur grímuklæddum stjórnendum hjá Ford. „Ég var með grímu áðan,“ sagði Trump. „Ég var með hana í rýminu hérna fyrir aftan. Ég vildi ekki veita fjölmiðlum þá ánægju að sjá hana.“ Þá dró hann áðurnefnda grímu upp úr vasanum og sýndi viðstöddum. „Mér finnst ég líta betur út með grímuna, í hreinskilni sagt. En ég er að halda ræðu svo ég mun ekki bera hana núna.“ Líkt og áður segir hefur Trump verið gagnrýndur harðlega fyrir að bera almennt ekki grímu á meðan faraldurinn geisar í Bandaríkjunum. Með því fer hann jafnframt gegn þeim viðmiðum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, sem mælir með því að fólk notist við grímur úti á meðal fólks. Áður en Trump heimsótti verksmiðjuna hafði Bill Ford, stjórnarformaður Ford-framleiðandans, hvatt þann fyrrnefnda til að bera grímu í heimsókninni. Forsetinn réði því þó sjálfur hvort hann fylgdi fyrirmælum. Þá hafði Dana Nessel, ríkissaksóknari Michigan, varað Trump við því fyrir heimsóknina að hann skyldi bera grímu á ferð sinni um Michigan, ellegar yrði honum bannað að koma aftur á vinnustaði og verksmiðjur í ríkinu. „Ef við vitum af heimsókn hans til ríkisins okkar og við vitum að hann muni ekki hlýða lögunum, þá held ég að við þurfum að grípa til aðgerða gegn öllum fyrirtækjum sem hleypa honum inn í húsnæði sitt og stofna verkamönnum okkar í hættu. Við megum ekki við slíkri áhættu hér í ríkinu okkar,“ sagði Nessel í viðtali við CNN. Að minnsta kosti tveir starfsmenn sem starfað hafa náið með Trump og ríkisstjórn hans hafa greinst með kórónuveiruna á síðustu dögum og vikum. Trump er prófaður fyrir veirunni á hverjum degi og sagði í gær að sýni úr honum hefði enn og aftur reynst neikvætt.
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump hótar ríkjum sem auðvelda fólki að kjósa í faraldrinum Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag tveimur ríkjum Bandaríkjanna að hann myndi stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar til þeirra ef þau hættu ekki við áform um að bjóða upp á utankjörfundar- og póstatkvæði til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins í kosningum á þessu ári. 20. maí 2020 16:44 Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50 Segir það heiður að flestir hafi greinst með veiruna í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það ákveðinn heiður að flest tilfelli kórónuveiru á heimsvísu hafi greinst í Bandaríkjunum. 20. maí 2020 08:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Trump hótar ríkjum sem auðvelda fólki að kjósa í faraldrinum Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag tveimur ríkjum Bandaríkjanna að hann myndi stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar til þeirra ef þau hættu ekki við áform um að bjóða upp á utankjörfundar- og póstatkvæði til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins í kosningum á þessu ári. 20. maí 2020 16:44
Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50
Segir það heiður að flestir hafi greinst með veiruna í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það ákveðinn heiður að flest tilfelli kórónuveiru á heimsvísu hafi greinst í Bandaríkjunum. 20. maí 2020 08:35