Skjálftinn var 5,2 að stærð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2020 10:33 Skjálftinn varð rétt fyrir klukkan hálf ellefu nærri Grindavík. Vísir/Vilhelm Jarðskjálfti að stærð 5,2 varð klukkan 10:26 nærri Grindavík. Skjálftans varð víða vart á suðvesturhorninu og fannst meðal annars greinilega á höfuðborgarsvæðinu. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við Vísi um klukkan 10:45 að stærð skjálftans væri um 5. Það gæti lítillega breyst sem varð raunin eftir nákvæmari úrvinnslu gagna. Skjálftinn varð um fjóra kílómetra norður af Grindavík eða á þeim slóðum þar sem landris varð fyrr á árinu sem varð til þess að almannavarnir lýstu yfir óvissustigi á Reykjanesi. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum er skjálftinn sem varð á jarðskjálftasprungu líklegast afleiðing spennubreytinga sem hafa átt sér stað á svæðinu frá því í lok janúar. „Þessi skjálfti er nyrst á því svæði þar sem skjálftahrina var og tengdist landrisunu við Þorbjörn. Þó að landrisinu hafi í raun lokið um miðjan febrúar og dregið úr skjálftavirkni, þá hefur engu að síður verið næg spenna á svæðinu til staðar til að framkalla þennan skjálfta í dag.“ Skjálftinn í dag er stærsti skjálftinn sem mælst hefur á Reykjanesskaga síðan í október 2013. Þá varð skjálfti sem var 5,2 að stærð í nágreinni við Reykjanestá. Að kvöldi 16. september 1973 varð skjálfti upp á 5,3 um níu kílómetra norðaustur af Grindavík og í kjölfarið fylgdu allnokkrir skjálftar yfir fjórir að stærð. Allt í bylgjum Fréttastofu bárust ábendingar frá fólki víða á suðvesturhorninu. Dæmi eru um að fólk á Akranesi og jafnvel Búðardal hafi fundið fyrir skjálftanum. Íbúar í Njarðvík fundu mjög vel fyrir skjálftanum. Karl Ottesen er einn þeirra. „Ég sat í sófanum inni í stofu og það var allt í bylgjum,“ segir Karl. Hann hafi heyrt í dóttur sinni sem býr á svæðinu og hún hafi aldrei áður fundið jafn öflugan skjálfta þarna á svæðinu. Greinilegt er af ummælum fólks á samfélagsmiðlum að fólk víða á suðvesturhorninu fann verulega fyrir skjálftanum. Sá stærsti það sem af er ári Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík segir skjálftann sem reið yfir nálægt bænum fyrir stundu hafa verið þann öflugasta sem hefur fundist á svæðinu frá því jarðskjálftavirkni tók að aukast á svæðinu. Fannar segir í samtali við fréttastofu að hann hafi verið ásamt öðru fólki á sviðsstjórafundi þegar skjálftinn reið yfir. Höggið hafi verið mikið en ekkert hafi þó hrunið úr hillum. Hann segir fólk hafa verið sammála um að þetta hafi verið öflugasti jarðskjálftinn hingað til. Að neðan má sjá uppfærða tilkynningu frá náttúruvársérfræðingum Veðurstofu Íslands. Innlegg klukkan 11:52 Stærð skjálftans hefur verið endurmetin og var hann M5.2 að stærð. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum er skjálftinn sem varð á jarðskjálftasprungu líklegast afleiðing spennubreytinga sem hafa átt sér stað á svæðinu frá því í lok janúar. Þessi skjálfti er nyrst á því svæði þar sem skjálftahrina var og tengdist landrisunu við Þorbjörn. Þó að landrisinu hafi í raun lokið um miðjan febrúar og dregið úr skjálftavirkni, þá hefur engu að síður verið næg spenna á svæðinu til staðar til að framkalla þennan skjálfta í dag.Skjálftinn í dag er stærsti skjálftinn sem mælst hefur á Reykjanesskaga síðan í október 2013. Þá varð skjálfti sem var M5.2 að stærð í nágreinni við Reykjanestá. Að kvöldi 16. september 1973 varð skjálfti M5.3 um 9km norðaustur af Grindavík og í kjölfarið fylgdu allnokkrir skjálftar yfir M4 að stærð. Innlegg Kl. 10.30 Snarpur jarðskjálfti varð kl. 10.26 á Reykjanesinu. Óyfirfarnar niðurstöður benda til þess að stærðin hafi verið um M5.2 að stæðr og hafi átt upptök skammt frá Grindavík. Nánari upplýsingar verða birtar síðar. Vefur Veðurstofunnar er óvenju hægur vegna álags og biðjumst við velvirðingar á því. Vel á annað hundrað tilkynningar hafa borist Veðurstofunni frá fólki sem fann fyrir skjálftanum. Nýjustu fréttir verða einnig birtar á Facebook síður Veðurstofunnar. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
Jarðskjálfti að stærð 5,2 varð klukkan 10:26 nærri Grindavík. Skjálftans varð víða vart á suðvesturhorninu og fannst meðal annars greinilega á höfuðborgarsvæðinu. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við Vísi um klukkan 10:45 að stærð skjálftans væri um 5. Það gæti lítillega breyst sem varð raunin eftir nákvæmari úrvinnslu gagna. Skjálftinn varð um fjóra kílómetra norður af Grindavík eða á þeim slóðum þar sem landris varð fyrr á árinu sem varð til þess að almannavarnir lýstu yfir óvissustigi á Reykjanesi. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum er skjálftinn sem varð á jarðskjálftasprungu líklegast afleiðing spennubreytinga sem hafa átt sér stað á svæðinu frá því í lok janúar. „Þessi skjálfti er nyrst á því svæði þar sem skjálftahrina var og tengdist landrisunu við Þorbjörn. Þó að landrisinu hafi í raun lokið um miðjan febrúar og dregið úr skjálftavirkni, þá hefur engu að síður verið næg spenna á svæðinu til staðar til að framkalla þennan skjálfta í dag.“ Skjálftinn í dag er stærsti skjálftinn sem mælst hefur á Reykjanesskaga síðan í október 2013. Þá varð skjálfti sem var 5,2 að stærð í nágreinni við Reykjanestá. Að kvöldi 16. september 1973 varð skjálfti upp á 5,3 um níu kílómetra norðaustur af Grindavík og í kjölfarið fylgdu allnokkrir skjálftar yfir fjórir að stærð. Allt í bylgjum Fréttastofu bárust ábendingar frá fólki víða á suðvesturhorninu. Dæmi eru um að fólk á Akranesi og jafnvel Búðardal hafi fundið fyrir skjálftanum. Íbúar í Njarðvík fundu mjög vel fyrir skjálftanum. Karl Ottesen er einn þeirra. „Ég sat í sófanum inni í stofu og það var allt í bylgjum,“ segir Karl. Hann hafi heyrt í dóttur sinni sem býr á svæðinu og hún hafi aldrei áður fundið jafn öflugan skjálfta þarna á svæðinu. Greinilegt er af ummælum fólks á samfélagsmiðlum að fólk víða á suðvesturhorninu fann verulega fyrir skjálftanum. Sá stærsti það sem af er ári Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík segir skjálftann sem reið yfir nálægt bænum fyrir stundu hafa verið þann öflugasta sem hefur fundist á svæðinu frá því jarðskjálftavirkni tók að aukast á svæðinu. Fannar segir í samtali við fréttastofu að hann hafi verið ásamt öðru fólki á sviðsstjórafundi þegar skjálftinn reið yfir. Höggið hafi verið mikið en ekkert hafi þó hrunið úr hillum. Hann segir fólk hafa verið sammála um að þetta hafi verið öflugasti jarðskjálftinn hingað til. Að neðan má sjá uppfærða tilkynningu frá náttúruvársérfræðingum Veðurstofu Íslands. Innlegg klukkan 11:52 Stærð skjálftans hefur verið endurmetin og var hann M5.2 að stærð. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum er skjálftinn sem varð á jarðskjálftasprungu líklegast afleiðing spennubreytinga sem hafa átt sér stað á svæðinu frá því í lok janúar. Þessi skjálfti er nyrst á því svæði þar sem skjálftahrina var og tengdist landrisunu við Þorbjörn. Þó að landrisinu hafi í raun lokið um miðjan febrúar og dregið úr skjálftavirkni, þá hefur engu að síður verið næg spenna á svæðinu til staðar til að framkalla þennan skjálfta í dag.Skjálftinn í dag er stærsti skjálftinn sem mælst hefur á Reykjanesskaga síðan í október 2013. Þá varð skjálfti sem var M5.2 að stærð í nágreinni við Reykjanestá. Að kvöldi 16. september 1973 varð skjálfti M5.3 um 9km norðaustur af Grindavík og í kjölfarið fylgdu allnokkrir skjálftar yfir M4 að stærð. Innlegg Kl. 10.30 Snarpur jarðskjálfti varð kl. 10.26 á Reykjanesinu. Óyfirfarnar niðurstöður benda til þess að stærðin hafi verið um M5.2 að stæðr og hafi átt upptök skammt frá Grindavík. Nánari upplýsingar verða birtar síðar. Vefur Veðurstofunnar er óvenju hægur vegna álags og biðjumst við velvirðingar á því. Vel á annað hundrað tilkynningar hafa borist Veðurstofunni frá fólki sem fann fyrir skjálftanum. Nýjustu fréttir verða einnig birtar á Facebook síður Veðurstofunnar.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira