Ekkert mjög langur tími frá því gosórói sést og þar til kvikan kemur upp á yfirborðið Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 12. mars 2020 12:24 Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur. vísir/vilhelm Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, segir að stóri jarðskjálftinn sem mældist á norðaustur af Grindavík í morgun, hafi verið á um sex til átta kílómetra dýpi sem sé töluvert. Fyrstu niðurstöður bendi að minnsta kosti til þess en það sjáist betur þegar Veðurstofan verði búin að yfirfara útreikninga sína. Ekki sé um gosóróa að ræða þegar skjálfti verður á þessu dýpir heldur einhverjum 150 til 250 metrum áður en kvikan kemur upp á yfirborðið. Ef skjálftar sem koma í kjölfarið fari því að færast nær yfirborðinu sé eitthvað komið af stað. Skjálftinn sem mældist 5,2 að stærð sé með því stærra sem jarðvísindamenn búast við að sjá þessu svæði þar sem stærstu skjálftar séu á bilinu fimm til sex. „Það eru búin að vera mikil læti þarna síðastliðinn mánuð en hvort það sé eitthvað á leiðinni upp við getum ekkert sagt um það eins og stendur það þarf að skoða þessa skjálfta betur,“ segir Ármann í samtali við fréttastofu. Óvissustigi almannavarna var lýst yfir þann 26. janúar síðastliðinn vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn sem má segja að sé í bakgarði Grindavíkur. Fyrst lítil eldgos sem stækka svo þegar líða tekur á Spurður út í hvað þessi skjálfti í dag geti þýtt í samhengi við þá atburði sem hafa verið í gangi við Þorbjörn segir Ármann: „Þetta er eftir því sem við metum komið á tíma þannig að við getum fengið eldgos þarna á næstu árum eða næstu 100 árum eða eitthvað svoleiðis. Ef til þess kemur að þessi skjálfti sé nóg til að opna leiðina fyrir kvikuna upp þá komum við væntanlega til með að sjá einhvern óróa einhverjum 150, 250 metrum áður en kvika kemur upp á yfirborð. Þá vitum við að hún er koma sem er náttúrulega mjög stuttur tími þannig að þá keyrum við bara mótorreikninga á meðan til að sjá hvar líklegast er að kvikan komi upp og hvert þá hraunið fer ef hún kemur upp á þessu líklegasta svæði. Þá reynum við að greina svona heitustu svæðin sem eru allra líklegust að verði fyrir hraunrennsli og þeim skilaboðum er þá komið til almannavarna.“ Ármann segir alltaf einhverja hættu en hvort kvika komi upp og ef þetta verði svona klassísk hrina sem tengist flekamótunum þá byrjar þetta hægt. „Við fáum fyrst bara lítil eldgos og svo stækka þau bara þegar líða tekur á en það kemur svo bara í ljós í framhaldinu hvort einhver hreyfing er þarna niðri,“ segir Ármann. Mælinetið hefur verið þétt á svæðinu og segir Ármann það klárt að upplýsingar séu betri, sérstaklega þegar kvikan fer að leggja af stað til yfirborðs. „Þá fáum við kannski þennan fyrirvara sem getur verið klukkutímar eða mínútur hvar kvikan kemur upp.“ Ef skjálftar færa sig nær yfirborðinu þá er eitthvað komið af stað Aðspurður hvenær gosórói fari síðan að mælast þá segir Ármann slíkan óróa mælast þegar kvikan byrjar að losa sig við gasið. „Þessi kvika myndi fara losa hressilega við gösin á 150 til 250 metra dýpi þannig að þetta er ekkert mjög langur tími frá því að gosórói sést og þar til hún er komin upp á yfirborð því hún er bara komin mjög nálægt þegar hún byrjar að losa sig við gösin.“ Skjálftinn sé töluvert djúpur en svo er það hrinan sem fylgir í framhaldinu. „Og það sem þau væntanlega gera á Veðurstofunni í framhaldinu er að greina þá skjálfta sem koma í kjölfarið og ef við förum að sjá þá skjálfta vera að færa sig stöðugt nær yfirborðinu þá er klárlega eitthvað komið af stað og þá er bara spurning hvort það nær upp á yfirborð eða ekki,“ segir Ármann. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, segir að stóri jarðskjálftinn sem mældist á norðaustur af Grindavík í morgun, hafi verið á um sex til átta kílómetra dýpi sem sé töluvert. Fyrstu niðurstöður bendi að minnsta kosti til þess en það sjáist betur þegar Veðurstofan verði búin að yfirfara útreikninga sína. Ekki sé um gosóróa að ræða þegar skjálfti verður á þessu dýpir heldur einhverjum 150 til 250 metrum áður en kvikan kemur upp á yfirborðið. Ef skjálftar sem koma í kjölfarið fari því að færast nær yfirborðinu sé eitthvað komið af stað. Skjálftinn sem mældist 5,2 að stærð sé með því stærra sem jarðvísindamenn búast við að sjá þessu svæði þar sem stærstu skjálftar séu á bilinu fimm til sex. „Það eru búin að vera mikil læti þarna síðastliðinn mánuð en hvort það sé eitthvað á leiðinni upp við getum ekkert sagt um það eins og stendur það þarf að skoða þessa skjálfta betur,“ segir Ármann í samtali við fréttastofu. Óvissustigi almannavarna var lýst yfir þann 26. janúar síðastliðinn vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn sem má segja að sé í bakgarði Grindavíkur. Fyrst lítil eldgos sem stækka svo þegar líða tekur á Spurður út í hvað þessi skjálfti í dag geti þýtt í samhengi við þá atburði sem hafa verið í gangi við Þorbjörn segir Ármann: „Þetta er eftir því sem við metum komið á tíma þannig að við getum fengið eldgos þarna á næstu árum eða næstu 100 árum eða eitthvað svoleiðis. Ef til þess kemur að þessi skjálfti sé nóg til að opna leiðina fyrir kvikuna upp þá komum við væntanlega til með að sjá einhvern óróa einhverjum 150, 250 metrum áður en kvika kemur upp á yfirborð. Þá vitum við að hún er koma sem er náttúrulega mjög stuttur tími þannig að þá keyrum við bara mótorreikninga á meðan til að sjá hvar líklegast er að kvikan komi upp og hvert þá hraunið fer ef hún kemur upp á þessu líklegasta svæði. Þá reynum við að greina svona heitustu svæðin sem eru allra líklegust að verði fyrir hraunrennsli og þeim skilaboðum er þá komið til almannavarna.“ Ármann segir alltaf einhverja hættu en hvort kvika komi upp og ef þetta verði svona klassísk hrina sem tengist flekamótunum þá byrjar þetta hægt. „Við fáum fyrst bara lítil eldgos og svo stækka þau bara þegar líða tekur á en það kemur svo bara í ljós í framhaldinu hvort einhver hreyfing er þarna niðri,“ segir Ármann. Mælinetið hefur verið þétt á svæðinu og segir Ármann það klárt að upplýsingar séu betri, sérstaklega þegar kvikan fer að leggja af stað til yfirborðs. „Þá fáum við kannski þennan fyrirvara sem getur verið klukkutímar eða mínútur hvar kvikan kemur upp.“ Ef skjálftar færa sig nær yfirborðinu þá er eitthvað komið af stað Aðspurður hvenær gosórói fari síðan að mælast þá segir Ármann slíkan óróa mælast þegar kvikan byrjar að losa sig við gasið. „Þessi kvika myndi fara losa hressilega við gösin á 150 til 250 metra dýpi þannig að þetta er ekkert mjög langur tími frá því að gosórói sést og þar til hún er komin upp á yfirborð því hún er bara komin mjög nálægt þegar hún byrjar að losa sig við gösin.“ Skjálftinn sé töluvert djúpur en svo er það hrinan sem fylgir í framhaldinu. „Og það sem þau væntanlega gera á Veðurstofunni í framhaldinu er að greina þá skjálfta sem koma í kjölfarið og ef við förum að sjá þá skjálfta vera að færa sig stöðugt nær yfirborðinu þá er klárlega eitthvað komið af stað og þá er bara spurning hvort það nær upp á yfirborð eða ekki,“ segir Ármann.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira