Fótbolti

Rekja 41 and­lát af völdum kórónu­veirunnar til leiks Liver­pool og At­­letico

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fyrir leikinn á Anfield í marsmánuði.
Fyrir leikinn á Anfield í marsmánuði. vísir/getty

Í skýrslu frá NHS, heilbrigðisstofnun Bretlands, kemur fram að leikur Liverpool og Atletico Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar hafi leitt til á fjórða tug dauðsfalla vegna kórónuveirunnar.

Liverpool mætti Atletico Madrid þann 11. mars fyrir framan 52 þúsund áhorfendur á Anfield en þrjú þúsund stuðningsmenn Atletico voru mættir á völlinn. Eftir mikla dramatík hafði Atletico betur og sló út Evrópumeistaranna.

Leikurinn var síðasti leikurinn sem var spilaður á Englandi áður en öllu var skellt í lás. Mikið var gagnrýnt að leikurinn hafi verið spilaður enda var kórónuveiran byrjuð að breiða úr sér á þessum tímapunkti.

Sunday Times greinir frá því að Edge Health, hópur innan veggja NHS, hafi gert rannsókn á því að leikurinn á Anfield hafi leitt til dauða 41 manns 25 til 35 dögum síðar af völdum kórónuveirunnar.

Háskólinn í London og í Oxford hefur einnig rannsakað málið og segir að áætlað hafi verið að um 640 þúsund tilvik á Spáni hafi verið á þessum tíma og um 100 þúsund á Bretlandi á þeim tíma sem leikurinn fór fram.

Jose Luis Martinez-Almedia, borgarstjórinn í Madríd, sagði í síðasta mánuði að það hafi verið mikil mistök að framkvæma leikinn en Cheltenham-hestamótið sem fór fram aðra vikuna í mars leiddi til dauða 37 manns af völdum kórónuveirunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×