Innlent

Utan­kjör­fundar­at­kvæða­greiðsla hefst á morgun

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sýslumannsskrifstofan á höfuðborgarsvæðinu.
Sýslumannsskrifstofan á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Utankjörfunaratkvæðagreiðsla vegna forsetakjörs sem fer fram 27. júní næstkomandi hefst við embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu mánudaginn 25. maí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýslumannsembættinu. 

Atkvæðagreiðslan mun í fyrstu eingöngu fara fram á 1. hæð í Smáralind frá 25. maí til og með 14. júní næstkomandi. Kjörstaðir verða opnir frá klukkan 10-19 dag hvern fyrir utan sunnudgainn 31. maí og mánudaginn 1. júní en þá verða kjörstaðir lokaðir. 

Frá og með 15. júní til og með 26. júní fer atkvæðagreiðslan fram á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á 1. hæð í Smáralind, 2. hæð í Smáralind og undir stúkunni á Laugardalsvelli. Þar verður opið alla daga milli 10 og 22 nema miðvikudaginn 17. júní en þá verður lokað. 

Á kjördag sjálfan, laugardaginn 27. júní verður eingöngu opið á 1. hæð í Smáralind milli klukkan 10 og 17 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×