Enski boltinn

Stórlið munu bítast um norskan sóknarmann í sumar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Joshua King
Joshua King Vísir/Getty

Norski sóknarmaðurinn Joshua King verður eftirsóttur af nokkrum af stærri liðum ensku úrvalsdeildarinnar í sumar er marka má heimildir Sky Sports.

Kauptilboði Man Utd upp á 20 milljónir punda á lokadegi félagaskiptagluggans í janúar síðastliðnum var hafnað af Bournemouth. King hefur leikið fyrir Bournemouth frá árinu 2015.

Talið er að Bournemouth muni verða tilbúið að selja þennan 28 ára gamla framherja í sumar en hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Chelsea er sömuleiðis sagt hafa áhuga á kappanum.

King ólst upp í Osló en var keyptur til Man Utd frá Valerenga þegar hann var aðeins 16 ára gamall. Hann spilaði aðeins tvo leiki fyrir aðallið Man Utd áður en hann var seldur til Blackburn, þaðan sem hann kom til Bournemouth.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×