Dæmdur morðingi gæti náð kjöri sem forseti Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2020 14:41 Bouterse komst fyrst til valda í valdaráni árið 1980 og stýrði Súrínam í reynd til 1987. Hann studdi aftur valdarán gegn sitjandi forseta árið 1990 en var sjálfur kjörinn forseti árið 2010 og náði endurkjöri 2015. Vísir/EPA Sitjandi forseti Suður-Ameríkulandsins Súrínam gæti náð endurkjöri í kosningum sem fara fram í dag þrátt fyrir að hann hafi verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morð í fyrra. Áfrýjun í máli hans verður tekin fyrir í næsta mánuði. Dési Bouterse, forseti Súrínam, var fundinn sekur um morð á fimmtán pólitískum andstæðingum sínum í fyrra. Morðin voru framin í desember árið 1982 eftir að Bouterse leiddi valdarán hersins og steypti kjörinni ríkisstjórn landsins af stóli. Hann viðurkenndi pólitíska ábyrgð á morðunum árið 2007 en hefur alla tíð hafnað persónulegri ábyrgð. Engin handtökuskipun var gefin út eftir að dómurinn féll í nóvember í fyrra. Bouterse áfrýjaði og verður málið tekið fyrir í júní. Ólíklegt er talið að hann verði fangelsaður áður en hann hefur tæmt alla mögulega á áfrýjun. Þrátt fyrir dóminn sækist Bouterse, sem er 73 ára gamall, eftir endurkjöri í kosningunum sem fara fram í dag. Hann segist bjartsýnn á að vinna þriðja kjörtímabil sitt sem forseti í röð þrátt fyrir að skoðanakannanir benda til þess að nokkuð hafi fjarað undan stuðningi við stjórnarflokk hans vegna efnahagsþrenginga, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Búist er við því að úrslit liggi fyrir að hluta til í kvöld eða nótt. Bráðabirgðatölur ættu svo að vera tilbúnar á morgun. Forsetinn er ekki kjörinn beinni kosningu heldur velur nýtt þing hann. Bouterse hefur haldið því fram að fórnarlömb desembermorðanna svokölluðu fyrir tæpum fjörutíu árum hafi verið skotin til bana þegar þau flúðu virki þar sem þeim var haldið föngnum. Á meðal þeirra voru leiðtogar verkalýðsfélaga og blaðamenn. Forsetinn hefur ekki aðeins verið dæmdur fyrir morð heldur var hann fundinn sekur um stórfellt kókaínsmygl í Hollandi árið 1999. Hann var dæmdur í ellefu ára fangelsi að sér fjarstöddum. Bouterse hefur alltaf neitað sök. Súrínam Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Sitjandi forseti Suður-Ameríkulandsins Súrínam gæti náð endurkjöri í kosningum sem fara fram í dag þrátt fyrir að hann hafi verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morð í fyrra. Áfrýjun í máli hans verður tekin fyrir í næsta mánuði. Dési Bouterse, forseti Súrínam, var fundinn sekur um morð á fimmtán pólitískum andstæðingum sínum í fyrra. Morðin voru framin í desember árið 1982 eftir að Bouterse leiddi valdarán hersins og steypti kjörinni ríkisstjórn landsins af stóli. Hann viðurkenndi pólitíska ábyrgð á morðunum árið 2007 en hefur alla tíð hafnað persónulegri ábyrgð. Engin handtökuskipun var gefin út eftir að dómurinn féll í nóvember í fyrra. Bouterse áfrýjaði og verður málið tekið fyrir í júní. Ólíklegt er talið að hann verði fangelsaður áður en hann hefur tæmt alla mögulega á áfrýjun. Þrátt fyrir dóminn sækist Bouterse, sem er 73 ára gamall, eftir endurkjöri í kosningunum sem fara fram í dag. Hann segist bjartsýnn á að vinna þriðja kjörtímabil sitt sem forseti í röð þrátt fyrir að skoðanakannanir benda til þess að nokkuð hafi fjarað undan stuðningi við stjórnarflokk hans vegna efnahagsþrenginga, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Búist er við því að úrslit liggi fyrir að hluta til í kvöld eða nótt. Bráðabirgðatölur ættu svo að vera tilbúnar á morgun. Forsetinn er ekki kjörinn beinni kosningu heldur velur nýtt þing hann. Bouterse hefur haldið því fram að fórnarlömb desembermorðanna svokölluðu fyrir tæpum fjörutíu árum hafi verið skotin til bana þegar þau flúðu virki þar sem þeim var haldið föngnum. Á meðal þeirra voru leiðtogar verkalýðsfélaga og blaðamenn. Forsetinn hefur ekki aðeins verið dæmdur fyrir morð heldur var hann fundinn sekur um stórfellt kókaínsmygl í Hollandi árið 1999. Hann var dæmdur í ellefu ára fangelsi að sér fjarstöddum. Bouterse hefur alltaf neitað sök.
Súrínam Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira