Segir uppbyggingu hernaðarmannvirkja á Suðurnesjum „krossferð einstakra þingmanna Sjálfstæðisflokksins“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. maí 2020 18:08 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins virðast nýta sér erfiðar efnahagsaðstæður á Suðurnesjum til að slá sig til riddara. Vísir/Vilhelm Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, út í tillögu hans um uppbyggingu hernaðarmannvirkja á Suðurnesjum í sérstakri umræðu um varnartengdar framkvæmdir á Suðurnesjum. Guðlaugur lagði til í mars síðastliðnum í ráðherranefnd um ríkisfjármál uppbyggingu fyrir Atlantshafsbandalagið í Helguvík á Suðurnesjum en tillagan náði ekki fram að ganga. Utanríkisráðherra lagði til að íslensk stjórnvöld legðu til 250 milljónir króna á ári á tímabilinu 2021-2025 auk 125 milljónir króna í ár til endurbóta á hafnaraðstöðunni í Helguvík. Upphæðin nemur samtals 1.450 milljónum króna. Þá lagði hann einnig til að framkvæmdum við gistirými á öryggissvæðinu í Keflavík yrði flýtt sem falið hefði í sér 330 milljóna króna aukningu framlaga til verkefnisins á árunum 2021-2022. Nú þegar standa yfir eða eru í undirbúningi framkvæmdir á og við öryggissvæðið við Keflavíkurflugvöll sem nema alls 13-14 milljörðum íslenskra króna. Guðlaugur Þór benti á í svari sínu að þetta sé mesta fjárfesting í varnar- og öryggismálum landsins á þessari öld enda sé uppsöfnuð þörf fyrir viðhald og endurbætur. Ekki aukið bolmagn eða nýtt hlutverk falið í uppbyggingu „Þessi verkefni munu skapa yfir 300 ársstörf hér á landi. Þau fela meðal annars í sér endurnýjun á kerfum íslenska loftvarnakerfisins og uppfærslur á ratsjár- og fjarskiptastöðvum, viðhald flugbrautakerfis, viðgerðir og endurbætur á flugvélastæðum og flugskýlum og byggingu þvottastöðvar,“ sagði Guðlaugur Þór. Hann sagði framkvæmdirnar ekki fela í sér eðlisbreytingu á viðbúnaði sem til staðar er í landinu eða á starfsemi sem þátttakan í NATO og varnarsamningurinn við Bandaríkin felur í sér. „Umræddar framkvæmdir fælu ekki í sér aukið bolmagn eða nýtt hlutverk og þaðan af síður fasta viðveru erlends liðsafla. Þær eru allar í fullu samræmi við þjóðaröryggisstefnuna sem kveður á um að tryggja skuli að í landinu séu til staðar varnarmannvirki til að,“ bætti Guðlaugur við. Þá staðfesti Guðlaugur að ekki hefði borist formleg beiðni frá NATO eða samstarfslöndum Íslands um verkefnin og gagnrýndi Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, það harðlega. Hann sagði verkefnið líta út sem „krossferð einstakra þingmanna Sjálfstæðisflokksins í þessu kjördæmi, sem virðist vera að nota sér hörmulegar efnahagsaðstæður svæðisins í kjölfar Covids til að slá sig til riddara.“ „Þá minni ég á að í kjölfar heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna þá fullyrti ráðherra, þegar á hann var gengið, að það ætti ekki að blanda saman varnar- og hernaðaruppbyggingu við viðskipti. Það er bara eitruð blanda og ekki samboðin virðingu íslenskrar þjóðar,“ ítrekaði Logi. Hann sagðist hins vegar fulla þörf á að blása til sóknar í atvinnulífi Suðurnesjabæja og aukningar á fjölbreytni í atvinnulífinu. Umræða á forsendum Bandaríkjanna hugsunarvilla Fleiri þingmenn tóku undir áhyggjur Loga og sagði Smári McCarthy, þingmaður Pírata, gallann vera þann að umræða um þjóðaröryggismál, varnarmál eða hernaðaruppbyggingu á Íslandi alltaf fara fram á forsendum Bandaríkjanna. „Það er alltaf á forsendum þess hvað Bandaríkin þurfi til að geta þjónað okkar öryggi. Þetta er auðveld hugsunarvilla þar sem okkar þjóðaröryggi hefur verið samtvinnað Bandaríkjunum svo lengi.“ Ari Trausti Guðmundsson, þingamaður Vinstri grænna, kallaði eftir því að Ísland stuðlaði áfram að samvinnu og spennulækkun í Norðurskautsráðinu, í þingmannaráðstefnu norðurslóða í norrænu víddinni og halda ætti fast í þá stefnu. „Við eigum að halda fast við þá stefnu og sjá frekar fyrir okkur hæga stækkun Helguvíkur á samfélagsgrunni fyrir hefðbundnar siglingar en það sem hér er til umræðu. Við þurfum sem sagt að stunda spennulækkun, en ekki spennuhækkun.“ „Það er í þágu samfélagsins á norðurslóðum en ekki hermálayfirvalda í umræddum löndum,“ sagði Ari Trausti. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður sagði að til stæði að leggja til milljarða en ekki milljónir króna. Keflavíkurflugvöllur NATO Suðurnesjabær Alþingi Varnarmál Tengdar fréttir „Ekki hægt að tala um hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli“ Það eru engar forsendur fyrir hersetu á Íslandi og er ekki hægt að líta á fyrirhugaða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli sem aukin hernaðarumsvif. Þetta segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. 5. september 2019 19:30 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, út í tillögu hans um uppbyggingu hernaðarmannvirkja á Suðurnesjum í sérstakri umræðu um varnartengdar framkvæmdir á Suðurnesjum. Guðlaugur lagði til í mars síðastliðnum í ráðherranefnd um ríkisfjármál uppbyggingu fyrir Atlantshafsbandalagið í Helguvík á Suðurnesjum en tillagan náði ekki fram að ganga. Utanríkisráðherra lagði til að íslensk stjórnvöld legðu til 250 milljónir króna á ári á tímabilinu 2021-2025 auk 125 milljónir króna í ár til endurbóta á hafnaraðstöðunni í Helguvík. Upphæðin nemur samtals 1.450 milljónum króna. Þá lagði hann einnig til að framkvæmdum við gistirými á öryggissvæðinu í Keflavík yrði flýtt sem falið hefði í sér 330 milljóna króna aukningu framlaga til verkefnisins á árunum 2021-2022. Nú þegar standa yfir eða eru í undirbúningi framkvæmdir á og við öryggissvæðið við Keflavíkurflugvöll sem nema alls 13-14 milljörðum íslenskra króna. Guðlaugur Þór benti á í svari sínu að þetta sé mesta fjárfesting í varnar- og öryggismálum landsins á þessari öld enda sé uppsöfnuð þörf fyrir viðhald og endurbætur. Ekki aukið bolmagn eða nýtt hlutverk falið í uppbyggingu „Þessi verkefni munu skapa yfir 300 ársstörf hér á landi. Þau fela meðal annars í sér endurnýjun á kerfum íslenska loftvarnakerfisins og uppfærslur á ratsjár- og fjarskiptastöðvum, viðhald flugbrautakerfis, viðgerðir og endurbætur á flugvélastæðum og flugskýlum og byggingu þvottastöðvar,“ sagði Guðlaugur Þór. Hann sagði framkvæmdirnar ekki fela í sér eðlisbreytingu á viðbúnaði sem til staðar er í landinu eða á starfsemi sem þátttakan í NATO og varnarsamningurinn við Bandaríkin felur í sér. „Umræddar framkvæmdir fælu ekki í sér aukið bolmagn eða nýtt hlutverk og þaðan af síður fasta viðveru erlends liðsafla. Þær eru allar í fullu samræmi við þjóðaröryggisstefnuna sem kveður á um að tryggja skuli að í landinu séu til staðar varnarmannvirki til að,“ bætti Guðlaugur við. Þá staðfesti Guðlaugur að ekki hefði borist formleg beiðni frá NATO eða samstarfslöndum Íslands um verkefnin og gagnrýndi Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, það harðlega. Hann sagði verkefnið líta út sem „krossferð einstakra þingmanna Sjálfstæðisflokksins í þessu kjördæmi, sem virðist vera að nota sér hörmulegar efnahagsaðstæður svæðisins í kjölfar Covids til að slá sig til riddara.“ „Þá minni ég á að í kjölfar heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna þá fullyrti ráðherra, þegar á hann var gengið, að það ætti ekki að blanda saman varnar- og hernaðaruppbyggingu við viðskipti. Það er bara eitruð blanda og ekki samboðin virðingu íslenskrar þjóðar,“ ítrekaði Logi. Hann sagðist hins vegar fulla þörf á að blása til sóknar í atvinnulífi Suðurnesjabæja og aukningar á fjölbreytni í atvinnulífinu. Umræða á forsendum Bandaríkjanna hugsunarvilla Fleiri þingmenn tóku undir áhyggjur Loga og sagði Smári McCarthy, þingmaður Pírata, gallann vera þann að umræða um þjóðaröryggismál, varnarmál eða hernaðaruppbyggingu á Íslandi alltaf fara fram á forsendum Bandaríkjanna. „Það er alltaf á forsendum þess hvað Bandaríkin þurfi til að geta þjónað okkar öryggi. Þetta er auðveld hugsunarvilla þar sem okkar þjóðaröryggi hefur verið samtvinnað Bandaríkjunum svo lengi.“ Ari Trausti Guðmundsson, þingamaður Vinstri grænna, kallaði eftir því að Ísland stuðlaði áfram að samvinnu og spennulækkun í Norðurskautsráðinu, í þingmannaráðstefnu norðurslóða í norrænu víddinni og halda ætti fast í þá stefnu. „Við eigum að halda fast við þá stefnu og sjá frekar fyrir okkur hæga stækkun Helguvíkur á samfélagsgrunni fyrir hefðbundnar siglingar en það sem hér er til umræðu. Við þurfum sem sagt að stunda spennulækkun, en ekki spennuhækkun.“ „Það er í þágu samfélagsins á norðurslóðum en ekki hermálayfirvalda í umræddum löndum,“ sagði Ari Trausti. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður sagði að til stæði að leggja til milljarða en ekki milljónir króna.
Keflavíkurflugvöllur NATO Suðurnesjabær Alþingi Varnarmál Tengdar fréttir „Ekki hægt að tala um hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli“ Það eru engar forsendur fyrir hersetu á Íslandi og er ekki hægt að líta á fyrirhugaða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli sem aukin hernaðarumsvif. Þetta segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. 5. september 2019 19:30 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
„Ekki hægt að tala um hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli“ Það eru engar forsendur fyrir hersetu á Íslandi og er ekki hægt að líta á fyrirhugaða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli sem aukin hernaðarumsvif. Þetta segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. 5. september 2019 19:30