Ferðabann til Bandaríkjanna komið í gildi Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2020 07:38 Ferðabannið hefur raskað verulega áætlunarflugi frá Evrópu. Vísir/EPA Íbúum 26 Evrópulanda innan Schengen-svæðisins, þar á meðal Íslands, er nú bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu þrjátíu dagana eftir að ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vegna kórónuveiruheimsfaraldursins tók gildi í nótt. Bannið nær einnig til allra þeirra sem hafa ferðast um eitthvert landanna 26 undanfarna fjórtán daga. Undanþegin banninu eru ríki sem standa utan Schengen-samstarfsins, þar á meðal Bretland og Írland, og bandarískir ríkisborgarar og þeir sem hafa þar varanlegt landvistarleyfi sem eru á leið heim til sín. Auk þess eru makar bandarískra borgara og þeirra sem þar eru búsettir, foreldrar þeirra og börn yngri en 21 árs undanþegin banninu. Flugvélum sem koma frá Evrópu verður stefnt til þrettán flugvalla í Bandaríkjunum. Farþegar verða skimaðir fyrir kórónuveiru og verða þeir sem koma frá ríkjunum 26 beðnir um að fara í heimasóttkví. Á heimasíðu Icelandair kemur fram að flugfélagið ætli að halda áfram að fljúga til Bandaríkjanna þrátt fyrir bannið. Félagið skoði ítarlega áhrif ferðabannsins á áætlunarflugið til Bandaríkjanna. Á vefsíðunni er að finna upplýsingar fyrir farþega sem eiga miða til Bandaríkjanna. Á vef Isavia kemur fram að fyrirhuguðum flugferðum Icelandair til Orlando og Minneapolis síðdegis hafi verið aflýst. Ferðir til Washington-borgar, Chicago, New York, Boston og Seattle eru enn sagðar á áætlun. Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt ferðabanni Bandaríkjastjórnar. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vegna þess í Washington-borg í næstu viku. Ferðabannið nær til eftirfarandi landa: Austurríkis, Belgíu, Tékklands, Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Grikklands, Ungverjalands, Íslands, Ítalíu, Lettlands, Liechtenstein, Litháens, Lúxemborgar, Möltu, Hollands, Noregs, Póllands, Portúgals, Slóvakíu, Slóveníu, Spánar, Svíþjóðar og Sviss. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira
Íbúum 26 Evrópulanda innan Schengen-svæðisins, þar á meðal Íslands, er nú bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu þrjátíu dagana eftir að ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vegna kórónuveiruheimsfaraldursins tók gildi í nótt. Bannið nær einnig til allra þeirra sem hafa ferðast um eitthvert landanna 26 undanfarna fjórtán daga. Undanþegin banninu eru ríki sem standa utan Schengen-samstarfsins, þar á meðal Bretland og Írland, og bandarískir ríkisborgarar og þeir sem hafa þar varanlegt landvistarleyfi sem eru á leið heim til sín. Auk þess eru makar bandarískra borgara og þeirra sem þar eru búsettir, foreldrar þeirra og börn yngri en 21 árs undanþegin banninu. Flugvélum sem koma frá Evrópu verður stefnt til þrettán flugvalla í Bandaríkjunum. Farþegar verða skimaðir fyrir kórónuveiru og verða þeir sem koma frá ríkjunum 26 beðnir um að fara í heimasóttkví. Á heimasíðu Icelandair kemur fram að flugfélagið ætli að halda áfram að fljúga til Bandaríkjanna þrátt fyrir bannið. Félagið skoði ítarlega áhrif ferðabannsins á áætlunarflugið til Bandaríkjanna. Á vefsíðunni er að finna upplýsingar fyrir farþega sem eiga miða til Bandaríkjanna. Á vef Isavia kemur fram að fyrirhuguðum flugferðum Icelandair til Orlando og Minneapolis síðdegis hafi verið aflýst. Ferðir til Washington-borgar, Chicago, New York, Boston og Seattle eru enn sagðar á áætlun. Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt ferðabanni Bandaríkjastjórnar. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vegna þess í Washington-borg í næstu viku. Ferðabannið nær til eftirfarandi landa: Austurríkis, Belgíu, Tékklands, Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Grikklands, Ungverjalands, Íslands, Ítalíu, Lettlands, Liechtenstein, Litháens, Lúxemborgar, Möltu, Hollands, Noregs, Póllands, Portúgals, Slóvakíu, Slóveníu, Spánar, Svíþjóðar og Sviss. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira