Var lengi vel með mikla minnimáttarkennd vegna útlitsins Stefán Árni Pálsson skrifar 28. maí 2020 10:29 Þorgerður vill aldrei aftur að upplifa álíka hræðslu og þegar dóttir hennar veiktist alvarlega. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segist hafa verið með lélega sjálfmynd á unglingsárum eins og svo margir. Þá séu veikindi dóttur hennar það erfiðasta sem hún hafi glímt við á ævinni og vilji ekki þurfa að endurtaka. Sindri Sindrason settist niður með alþingiskonunni einn morguninn á heimili hennar í Hafnarfirðinum og fóru þau yfir ýmis mál, þar á meðal morgunrútínuna. Klukkan var átta þegar Sindra bar að garði. „Mér finnst gott að vakna snemma og hef ekki þurft að sofa mikið í gegnum tíðina,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Þorgerður býr með eiginmanni sínum Kristjáni Arasyni og segir hún að hann færi stundum eiginkonunni kaffi í rúmið. Þorgerður og Kristján eiga þrjú börn. Gunnar Ara, sem er í íþróttafræði í HR, Gísla Þorgeir handboltamann, og Katrínu Erlu sem er í FB. Þorgerður fór í lögfræði eftir MS og vegna þess að lögfræðin er praktísk. „Ég ætlaði í dýralækninn og ef ég væri að fara aftur í nám þá færi ég alltaf í dýralækninn. Ég var á náttúrufræðisviði í MS og ætlaði alltaf að fara þá leið.“ Hún var lengi vel í Sjálfstæðisflokknum og sat á þingi fyrir flokkinn í mörg ár en segist ekki sakna flokksins. Erum enn þá vinkonur „En ég viðurkenni það alveg að það eru ákveðnar manneskjur sem ég sakna og við erum ennþá vinkonur.“ Hún útilokar ekki að mynda einhvern tímann ríkisstjórn með flokknum og útilokar hún almennt enga flokka. Sindri spurði þingmanninn hvernig móðir hún væri. „Ég held ég geti stundum verið svolítið hörð en ég vona líka að ég sýni blíðuna inni á milli.“ Sjálf ólst Þorgerður upp með lítið sjálfstraust og var eins og margar unglingsstúlkur á þeim tíma óánægð með eigið útlit og hæð. Þá sá hún mjög illa og hefur Kristján eiginmaður hennar grínast með að hún hafi ekki verið með linsurnar þegar þau hittust fyrst. Mesta gleðin fylgir börnunum „Ég varð gleraugnaglámur og var með mikla minnimáttarkennd. Ég sá mjög illa og fór í aðgerð fyrir einhverjum tólf eða fjórtán árum. Sjálfsmyndin var ekkert rosalega sterk framan af.“ Hún hafi verið með þykk gleraugu sem stundum eru kennd við kókflöskubotna. Það sem gleður hana mest er að sjá ánægju hjá börnunum. Hins vegar sé ekkert erfiðara en að glíma við veikindi barna sinna og þá hræðslu sem fylgir þeim. Katrín dóttir þeirra hjóna greindist með heilaæxli árið 2008. „Að eiga barn og þú veist ekkert hvað gerist er erfiðasta reynslan af þeim öllum sem ég hef í farteskinu. Þegar hún veiktist á sínum tíma, er eitthvað sem ég vil ekki gera aftur,“ segir Þorgerður Katrín. „Maður er þakklátur og þetta var kraftaverk og íslenska heilbrigðiskerfið er frábært.“ Hún vill að við verðum á varðbergi og þora að taka skref fram á við. Skapa þurfi jöfn tækifæri fyrir alla, Íslendinga sem útlendinga hér á landi. Klippa: Ísland í dag - Þegar hún veiktist á sínum tíma er eitthvað sem ég vil ekki gera aftur Ísland í dag Alþingi Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segist hafa verið með lélega sjálfmynd á unglingsárum eins og svo margir. Þá séu veikindi dóttur hennar það erfiðasta sem hún hafi glímt við á ævinni og vilji ekki þurfa að endurtaka. Sindri Sindrason settist niður með alþingiskonunni einn morguninn á heimili hennar í Hafnarfirðinum og fóru þau yfir ýmis mál, þar á meðal morgunrútínuna. Klukkan var átta þegar Sindra bar að garði. „Mér finnst gott að vakna snemma og hef ekki þurft að sofa mikið í gegnum tíðina,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Þorgerður býr með eiginmanni sínum Kristjáni Arasyni og segir hún að hann færi stundum eiginkonunni kaffi í rúmið. Þorgerður og Kristján eiga þrjú börn. Gunnar Ara, sem er í íþróttafræði í HR, Gísla Þorgeir handboltamann, og Katrínu Erlu sem er í FB. Þorgerður fór í lögfræði eftir MS og vegna þess að lögfræðin er praktísk. „Ég ætlaði í dýralækninn og ef ég væri að fara aftur í nám þá færi ég alltaf í dýralækninn. Ég var á náttúrufræðisviði í MS og ætlaði alltaf að fara þá leið.“ Hún var lengi vel í Sjálfstæðisflokknum og sat á þingi fyrir flokkinn í mörg ár en segist ekki sakna flokksins. Erum enn þá vinkonur „En ég viðurkenni það alveg að það eru ákveðnar manneskjur sem ég sakna og við erum ennþá vinkonur.“ Hún útilokar ekki að mynda einhvern tímann ríkisstjórn með flokknum og útilokar hún almennt enga flokka. Sindri spurði þingmanninn hvernig móðir hún væri. „Ég held ég geti stundum verið svolítið hörð en ég vona líka að ég sýni blíðuna inni á milli.“ Sjálf ólst Þorgerður upp með lítið sjálfstraust og var eins og margar unglingsstúlkur á þeim tíma óánægð með eigið útlit og hæð. Þá sá hún mjög illa og hefur Kristján eiginmaður hennar grínast með að hún hafi ekki verið með linsurnar þegar þau hittust fyrst. Mesta gleðin fylgir börnunum „Ég varð gleraugnaglámur og var með mikla minnimáttarkennd. Ég sá mjög illa og fór í aðgerð fyrir einhverjum tólf eða fjórtán árum. Sjálfsmyndin var ekkert rosalega sterk framan af.“ Hún hafi verið með þykk gleraugu sem stundum eru kennd við kókflöskubotna. Það sem gleður hana mest er að sjá ánægju hjá börnunum. Hins vegar sé ekkert erfiðara en að glíma við veikindi barna sinna og þá hræðslu sem fylgir þeim. Katrín dóttir þeirra hjóna greindist með heilaæxli árið 2008. „Að eiga barn og þú veist ekkert hvað gerist er erfiðasta reynslan af þeim öllum sem ég hef í farteskinu. Þegar hún veiktist á sínum tíma, er eitthvað sem ég vil ekki gera aftur,“ segir Þorgerður Katrín. „Maður er þakklátur og þetta var kraftaverk og íslenska heilbrigðiskerfið er frábært.“ Hún vill að við verðum á varðbergi og þora að taka skref fram á við. Skapa þurfi jöfn tækifæri fyrir alla, Íslendinga sem útlendinga hér á landi. Klippa: Ísland í dag - Þegar hún veiktist á sínum tíma er eitthvað sem ég vil ekki gera aftur
Ísland í dag Alþingi Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Sjá meira