Vill að sóttvarnalæknir stýri skimunarverkefninu á Keflavíkurflugvelli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. maí 2020 14:02 Kári Stefánsson í Turninum í Kópavogi þar sem mörg þúsund manns hafa farið í skimun fyrir kórónaveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að bæta þurfi samskipti við heilbrigðisráðuneytið. Hann telur eðlilegt að sóttvarnalæknir hafi yfirumsjón með verkefninu skimunum á Keflavíkurflugvelli. Hann eigi í engri baráttu við sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Aðalumræðuefni fundar í Stjórnarráðinu í morgun var að sögn Kára hvernig best væri að standa að skimun á Keflavíkurflugvelli. Auk forsætisráðherra sat sóttvarnalæknir fundinn. Kári Stefánsson gengur út af fundi með forsætisráðherra og sóttvarnalækni í Stjórnarráðinu í morgun.Vísir/Vilhelm Til fundarins í morgun hafði verið boðað áður en Kári lét gamminn geysa í Kastljósviðtali í gær. Þar mátti merkja að hann væri ósáttur við framkomu heilbrigðisráðherra sem hefði annars vegar ekki minnst á hlutverk Íslenskrar erfðagreiningar í kórónuveirufaraldrinum í þakkarræðu sinni á síðasta upplýsingafundinum. Hins vegar hefði ekkert verið rætt við Íslenska erfðagreiningu um aðkomu að skimun ferðamanna á Keflavíkurflugvelli. Hann hefði fyrst heyrt að ráðherra gerði ráð fyrir aðkomu fyrirtækisins þegar hún minntist á það í framhjáhlaupi í Kastljósviðtali á þriðjudag. Engin smáatriði til umræðu „Við vorum þarna við þrjú, Katrín, Þórólfur og ég. Við vorum að ræða hvernig best væri að standa að því að skima úti á flugvelli. Við fórum ekki í nein smáatriði heldur ræddum þetta svona almennt,“ segir Kári og lætur vel yfir samræðunum. Ríksistjórnarfundur og blaðamannafundur vegna samkomubannsFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Líklegt sé að Íslensk erfðagreining komi að verkefninu, í það minnsta sem ráðgjafar. Í viðtalinu í Kastljósi í gær útilokaði Kári aðkomu fyrirtækisins að skimunum og sagði heilbrigðisráðherra hegða sér á tíðum eins og tíu ára hrokafull stelpa. „Það er búið að flytja þetta verkefni undir forsætisráðuneytið. Þess utan finnum við út einhverja leið til að bæta samskiptin við heilbrigðisráðuneytið,“ segir Kári. Bæta samskiptin „Ég held að bæði ráðuneytið og við séum á þeim stað að við viljum sjá til þess að við getum unnið þannig á þann hátt að það verði samfélaginu hollt. Og ég hugsa að það takist,“ segir Kári. Í skýrslu verkefnastjórar um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands kemur framað sýkla- og veirufræðideild Landspítalans sé ekki í stakk búin til að taka sýni úr nema 500 farþegum sem koma til landsins á degi hverjum. Til þess að auka afkastagetu þarf að bæta tækjabúnað, mönnun og aðstöðu deildarinnar. Skimanir á Keflavíkurflugvelli eiga að hefjast 15. júní. Margt er ófrágengið áður en til þess getur komið.Vísir/Vilhelm Miðað við fyrirliggjandi áætlanir er í fyrsta lagi hægt að auka afkastagetu í 1000 sýni á dag eftir miðjan júlí. Kostnaðurinn við hvert sýni, séu tekin 500 sýni á dag, er tæplega 23 þúsund. Verkefnastjórnin fékk 10 daga til að vega og meta boðaða opnun Íslands fyrir ferðamönnum sem á að eiga sér stað fyrir 15. júní. Ekkert var minnst beint á Íslenska erfðagreiningu í skýrslunni en orðað sem svo að aðstoðar væri þurfi frá utanaðkomandi aðilum enda geta veirufræðideildarinnar takmörkuð. Engin barátta við veirufræðideildina Kári segir af og frá að einhver stöðubarátta sé á milli veirufræðideildarinnar og Íslenskrar erfðagreiningar. „Það er engin stöðubarátta komin þar upp. Veirufræðideildin uppi á Landspítala er illa í stakk búin, hefur verið svellt fjárhagslega og ekki fengið fjármagn til að kaupa tæki og ráða mannskap,“ segir Kári. Veirufræðideildin á Landspítalanum í Fossvogi.Þorkell Þorkelsson Þar starfi afskaplega gott fólk sem hann beri virðingu fyrir og Íslensk erfðagreining vilji vinna náið með. „Veirufræðideildin er ekki á þeim stað að hún sé spennandi andstæðingur að berjast við. Kannski verður hún það seinna og þá förum við kannski í stríð við hana. En ekki eins og stendur,“ segir Kári á léttum nótum. Fullyrðing um lokun á símanúmer Þórólfs algjört grín Kári furðar sig á því að einhverjir telji að honum hafi verið alvara þegar hann sagðist í Kastljósi hafa lokað á símanúmer sóttvarnalæknis. Hrósaði hann Þórólfi í hástert í þættinum í gær og sagði sjarma hans í raun svo mikinn að hann ætti erfitt með að neita beiðni frá honum. Því hefði hann lokað á símanúmer Þórólfs. Fjölmörgum fréttum hefur verið slegið upp um málið og hefur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra meðal annars sagt á Alþingi að það eina sem standi í vegi fyrir aðkomu Íslenskrar erfðagreiningu að skimunum sé stilling í síma Kára. Kári lýsir Þórólfi sem skemmtilegum, sjarmerandi og hlýjum. Manni sem erfitt sé að segja nei við.Vísir/Vilhelm Nú, eftir fund Kára með forsætisráðherra og sóttvarnalækni, virðist Íslensk erfðagreining ætla að koma að skimunum. „Ef það er einhver þarna úti sem tók það bókstaflega, eigum við ekki bara að leyfa þeim að gera það? Ég hélt að það væri gjörsamlega ljóst að spyrillinn og ég fórum að gantast,“ segir Kári. Orð Einars Þorsteinssonar, spyrils í Kastljósi, þess efnis að Kári væri ruglaður hefðu svo sannarlega ekki farið fyrir brjóstið á Kára. Þvert á móti. Þeir hafi verið komnir á svefngalsastig í tali sínu. Einar hefur beðist afsökunar á orðavali sínu á Facebook. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Keflavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kári segir líklegt að Íslensk erfðagreining hjálpi til við skimun á landamærum Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kvað það líklegt að til samstarfs Íslenkrar erfðagreiningar og yfirvöldum komi við kórónuveiruskimun á Keflavíkurflugvelli. 28. maí 2020 11:59 Vonar að Svandís biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, vonar að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar. 28. maí 2020 11:35 Kári Stefánsson mættur í Stjórnarráðið Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er mættur til fundar í stjórnarráðið þar sem forsætisráðuneytið er meðal annars með skrifstofur sínar. Kári mætti í leigubíl rétt upp úr klukkan ellefu. 28. maí 2020 11:30 Segir heilbrigðisráðherra eiga til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið muni ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. 27. maí 2020 21:54 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að bæta þurfi samskipti við heilbrigðisráðuneytið. Hann telur eðlilegt að sóttvarnalæknir hafi yfirumsjón með verkefninu skimunum á Keflavíkurflugvelli. Hann eigi í engri baráttu við sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Aðalumræðuefni fundar í Stjórnarráðinu í morgun var að sögn Kára hvernig best væri að standa að skimun á Keflavíkurflugvelli. Auk forsætisráðherra sat sóttvarnalæknir fundinn. Kári Stefánsson gengur út af fundi með forsætisráðherra og sóttvarnalækni í Stjórnarráðinu í morgun.Vísir/Vilhelm Til fundarins í morgun hafði verið boðað áður en Kári lét gamminn geysa í Kastljósviðtali í gær. Þar mátti merkja að hann væri ósáttur við framkomu heilbrigðisráðherra sem hefði annars vegar ekki minnst á hlutverk Íslenskrar erfðagreiningar í kórónuveirufaraldrinum í þakkarræðu sinni á síðasta upplýsingafundinum. Hins vegar hefði ekkert verið rætt við Íslenska erfðagreiningu um aðkomu að skimun ferðamanna á Keflavíkurflugvelli. Hann hefði fyrst heyrt að ráðherra gerði ráð fyrir aðkomu fyrirtækisins þegar hún minntist á það í framhjáhlaupi í Kastljósviðtali á þriðjudag. Engin smáatriði til umræðu „Við vorum þarna við þrjú, Katrín, Þórólfur og ég. Við vorum að ræða hvernig best væri að standa að því að skima úti á flugvelli. Við fórum ekki í nein smáatriði heldur ræddum þetta svona almennt,“ segir Kári og lætur vel yfir samræðunum. Ríksistjórnarfundur og blaðamannafundur vegna samkomubannsFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Líklegt sé að Íslensk erfðagreining komi að verkefninu, í það minnsta sem ráðgjafar. Í viðtalinu í Kastljósi í gær útilokaði Kári aðkomu fyrirtækisins að skimunum og sagði heilbrigðisráðherra hegða sér á tíðum eins og tíu ára hrokafull stelpa. „Það er búið að flytja þetta verkefni undir forsætisráðuneytið. Þess utan finnum við út einhverja leið til að bæta samskiptin við heilbrigðisráðuneytið,“ segir Kári. Bæta samskiptin „Ég held að bæði ráðuneytið og við séum á þeim stað að við viljum sjá til þess að við getum unnið þannig á þann hátt að það verði samfélaginu hollt. Og ég hugsa að það takist,“ segir Kári. Í skýrslu verkefnastjórar um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands kemur framað sýkla- og veirufræðideild Landspítalans sé ekki í stakk búin til að taka sýni úr nema 500 farþegum sem koma til landsins á degi hverjum. Til þess að auka afkastagetu þarf að bæta tækjabúnað, mönnun og aðstöðu deildarinnar. Skimanir á Keflavíkurflugvelli eiga að hefjast 15. júní. Margt er ófrágengið áður en til þess getur komið.Vísir/Vilhelm Miðað við fyrirliggjandi áætlanir er í fyrsta lagi hægt að auka afkastagetu í 1000 sýni á dag eftir miðjan júlí. Kostnaðurinn við hvert sýni, séu tekin 500 sýni á dag, er tæplega 23 þúsund. Verkefnastjórnin fékk 10 daga til að vega og meta boðaða opnun Íslands fyrir ferðamönnum sem á að eiga sér stað fyrir 15. júní. Ekkert var minnst beint á Íslenska erfðagreiningu í skýrslunni en orðað sem svo að aðstoðar væri þurfi frá utanaðkomandi aðilum enda geta veirufræðideildarinnar takmörkuð. Engin barátta við veirufræðideildina Kári segir af og frá að einhver stöðubarátta sé á milli veirufræðideildarinnar og Íslenskrar erfðagreiningar. „Það er engin stöðubarátta komin þar upp. Veirufræðideildin uppi á Landspítala er illa í stakk búin, hefur verið svellt fjárhagslega og ekki fengið fjármagn til að kaupa tæki og ráða mannskap,“ segir Kári. Veirufræðideildin á Landspítalanum í Fossvogi.Þorkell Þorkelsson Þar starfi afskaplega gott fólk sem hann beri virðingu fyrir og Íslensk erfðagreining vilji vinna náið með. „Veirufræðideildin er ekki á þeim stað að hún sé spennandi andstæðingur að berjast við. Kannski verður hún það seinna og þá förum við kannski í stríð við hana. En ekki eins og stendur,“ segir Kári á léttum nótum. Fullyrðing um lokun á símanúmer Þórólfs algjört grín Kári furðar sig á því að einhverjir telji að honum hafi verið alvara þegar hann sagðist í Kastljósi hafa lokað á símanúmer sóttvarnalæknis. Hrósaði hann Þórólfi í hástert í þættinum í gær og sagði sjarma hans í raun svo mikinn að hann ætti erfitt með að neita beiðni frá honum. Því hefði hann lokað á símanúmer Þórólfs. Fjölmörgum fréttum hefur verið slegið upp um málið og hefur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra meðal annars sagt á Alþingi að það eina sem standi í vegi fyrir aðkomu Íslenskrar erfðagreiningu að skimunum sé stilling í síma Kára. Kári lýsir Þórólfi sem skemmtilegum, sjarmerandi og hlýjum. Manni sem erfitt sé að segja nei við.Vísir/Vilhelm Nú, eftir fund Kára með forsætisráðherra og sóttvarnalækni, virðist Íslensk erfðagreining ætla að koma að skimunum. „Ef það er einhver þarna úti sem tók það bókstaflega, eigum við ekki bara að leyfa þeim að gera það? Ég hélt að það væri gjörsamlega ljóst að spyrillinn og ég fórum að gantast,“ segir Kári. Orð Einars Þorsteinssonar, spyrils í Kastljósi, þess efnis að Kári væri ruglaður hefðu svo sannarlega ekki farið fyrir brjóstið á Kára. Þvert á móti. Þeir hafi verið komnir á svefngalsastig í tali sínu. Einar hefur beðist afsökunar á orðavali sínu á Facebook.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Keflavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kári segir líklegt að Íslensk erfðagreining hjálpi til við skimun á landamærum Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kvað það líklegt að til samstarfs Íslenkrar erfðagreiningar og yfirvöldum komi við kórónuveiruskimun á Keflavíkurflugvelli. 28. maí 2020 11:59 Vonar að Svandís biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, vonar að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar. 28. maí 2020 11:35 Kári Stefánsson mættur í Stjórnarráðið Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er mættur til fundar í stjórnarráðið þar sem forsætisráðuneytið er meðal annars með skrifstofur sínar. Kári mætti í leigubíl rétt upp úr klukkan ellefu. 28. maí 2020 11:30 Segir heilbrigðisráðherra eiga til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið muni ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. 27. maí 2020 21:54 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Kári segir líklegt að Íslensk erfðagreining hjálpi til við skimun á landamærum Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kvað það líklegt að til samstarfs Íslenkrar erfðagreiningar og yfirvöldum komi við kórónuveiruskimun á Keflavíkurflugvelli. 28. maí 2020 11:59
Vonar að Svandís biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, vonar að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar. 28. maí 2020 11:35
Kári Stefánsson mættur í Stjórnarráðið Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er mættur til fundar í stjórnarráðið þar sem forsætisráðuneytið er meðal annars með skrifstofur sínar. Kári mætti í leigubíl rétt upp úr klukkan ellefu. 28. maí 2020 11:30
Segir heilbrigðisráðherra eiga til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið muni ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. 27. maí 2020 21:54