Pantaði flug til Íslands hálftíma eftir að kallið kom frá Icelandair Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. maí 2020 16:43 John Lloyd segist vera mikill Íslandsvinur. Hér er hann við einn af uppáhaldsstöðunum sínum á Ísland, skammt frá Þjóðvegi 1 við Hveragerði. John lloyd John Lloyd beið ekki boðanna þegar honum barst tölvupóstur frá Icelandair í gær. Aðeins hálftíma eftir að flugfélagið tilkynnti honum að Ísland tæki aftur við ferðamönnum frá og með 15. júní næstkomandi var Lloyd búinn að panta sér miða til landsins, til að njóta einnar uppáhalds tónlistarhátíðarinnar sinnar. Lloyd þess er breskur og mikill Íslandsvinur að eigin sögn. Frá því að hann kom fyrst hingað til lands árið 2012, eftir að hafa fallið fyrir heimildarmynd Sigur Rósar „Heima,“ hefur hann sótt landið reglulega heim. Til að mynda bjó hann á Íslandi um fjögurra mánaða skeið árið 2018. „Ég er með heila bloggsíðu sem er tileinkuð ást minni á Íslandi,“ segir Lloyd í samskiptum við fréttastofu en síðuna hans má nálgast hér. „Ég hef líka farið nokkrum sinnum á Airwaves [tónlistarhátíðina], sem er algjörlega frábær, næstum jafn góð og Glastonbury!“ Ást hans á Íslandi fékk hann t.a.m. til að stofna ráðgjafafyrirtæki í upphafi árs, sem veitir ferðaþjónustu- og menningarfyrirtækjum málfarslega ráðgjöf. „Ég tók eftir því að sum þurftu að bæta enskar útgáfur vefsíðna sinna og prentaðs efnis,“ segir Lloyd og bætir við að starfsemin hafi í fyrstu verið í miklum blóma. Erfitt að horfa upp á íslenska vini kljást við veiruna Hins vegar hafi allt færst til verri vegar þegar kórónuveiran lét á sér kræla, með meðfylgjandi áhrifum á ferðaþjónustufyrirtæki sem voru meðal stærstu viðskiptavina hans. „Það hefur verið erfitt að fylgjast með áhrifum COVID á ferðaþjónustuna, því margir vinir mínir og viðskiptavinir hafa orðið fyrir barðinu á lokunum landamæra,“ segir Lloyd. Það var því að hluta samfélagsleg ábyrgð sem réði því að Lloyd lét slag standa þegar hann fékk tölvupóst frá Icelandair síðdegis í gær. „Ísland opnar á ný“ stóð stórum stöfum efst í póstinum og hann þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um. Pósturinn kom í pósthólfið hans klukkan 16:28 - klukkan 16:54 var hann búinn að panta sér flug til landsins. Ætlunin er að koma í haust, til að fylgjast með fyrrnefndri Iceland Airwaves-hátíð, sem Llyod segist hafa fulla trú á að fari fram. Um leið óttast hann ekki að opnun landsins fari svo úr böndunum að ákveðið verði að loka landamærunum aftur. „Airwaves er svo góð blanda af frábæru íslensku tónlistarsenunni, menningunni og samfélaginu sem ég elska svo mikið. Svo að það að skuldbinda sig til að koma aftur, eins fljótt og auðið er, eru jákvæð tíðindi eftir allt sem á undan er gengið,“ segir Lloyd. Hann hafi keypt miða á hátíðina um leið og mögulegt var og nú sé hann búinn að kaupa flugmiða á hátíðina. „Eins og ég segi; þá hef ég trú á þessu,“ segir Lloyd. Airwaves Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Icelandair Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
John Lloyd beið ekki boðanna þegar honum barst tölvupóstur frá Icelandair í gær. Aðeins hálftíma eftir að flugfélagið tilkynnti honum að Ísland tæki aftur við ferðamönnum frá og með 15. júní næstkomandi var Lloyd búinn að panta sér miða til landsins, til að njóta einnar uppáhalds tónlistarhátíðarinnar sinnar. Lloyd þess er breskur og mikill Íslandsvinur að eigin sögn. Frá því að hann kom fyrst hingað til lands árið 2012, eftir að hafa fallið fyrir heimildarmynd Sigur Rósar „Heima,“ hefur hann sótt landið reglulega heim. Til að mynda bjó hann á Íslandi um fjögurra mánaða skeið árið 2018. „Ég er með heila bloggsíðu sem er tileinkuð ást minni á Íslandi,“ segir Lloyd í samskiptum við fréttastofu en síðuna hans má nálgast hér. „Ég hef líka farið nokkrum sinnum á Airwaves [tónlistarhátíðina], sem er algjörlega frábær, næstum jafn góð og Glastonbury!“ Ást hans á Íslandi fékk hann t.a.m. til að stofna ráðgjafafyrirtæki í upphafi árs, sem veitir ferðaþjónustu- og menningarfyrirtækjum málfarslega ráðgjöf. „Ég tók eftir því að sum þurftu að bæta enskar útgáfur vefsíðna sinna og prentaðs efnis,“ segir Lloyd og bætir við að starfsemin hafi í fyrstu verið í miklum blóma. Erfitt að horfa upp á íslenska vini kljást við veiruna Hins vegar hafi allt færst til verri vegar þegar kórónuveiran lét á sér kræla, með meðfylgjandi áhrifum á ferðaþjónustufyrirtæki sem voru meðal stærstu viðskiptavina hans. „Það hefur verið erfitt að fylgjast með áhrifum COVID á ferðaþjónustuna, því margir vinir mínir og viðskiptavinir hafa orðið fyrir barðinu á lokunum landamæra,“ segir Lloyd. Það var því að hluta samfélagsleg ábyrgð sem réði því að Lloyd lét slag standa þegar hann fékk tölvupóst frá Icelandair síðdegis í gær. „Ísland opnar á ný“ stóð stórum stöfum efst í póstinum og hann þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um. Pósturinn kom í pósthólfið hans klukkan 16:28 - klukkan 16:54 var hann búinn að panta sér flug til landsins. Ætlunin er að koma í haust, til að fylgjast með fyrrnefndri Iceland Airwaves-hátíð, sem Llyod segist hafa fulla trú á að fari fram. Um leið óttast hann ekki að opnun landsins fari svo úr böndunum að ákveðið verði að loka landamærunum aftur. „Airwaves er svo góð blanda af frábæru íslensku tónlistarsenunni, menningunni og samfélaginu sem ég elska svo mikið. Svo að það að skuldbinda sig til að koma aftur, eins fljótt og auðið er, eru jákvæð tíðindi eftir allt sem á undan er gengið,“ segir Lloyd. Hann hafi keypt miða á hátíðina um leið og mögulegt var og nú sé hann búinn að kaupa flugmiða á hátíðina. „Eins og ég segi; þá hef ég trú á þessu,“ segir Lloyd.
Airwaves Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Icelandair Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira