Úrslitaleikurinn tekinn frá Tyrkjum Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2020 09:00 Atlético Madrid sló Liverpool með dramatískum hætti út úr Meistaradeildinni rétt áður en hlé var gert vegna kórónuveirufaraldursins. VÍSIR/GETTY Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu í fótbolta verður ekki spilaður í Istanbúl í Tyrklandi eins og til stóð. Leikurinn átti að fara fram í dag en kórónuveirufaraldurinn kom í veg fyrir það. Það er bandaríski miðillinn The New York Times sem segir að leikurinn verði færður frá Istanbúl, og hefur það eftir heimildamanni. Knattspyrnusamband Evrópu, sem heldur utan um Meistaradeildina, skoðar nú ýmsa möguleika til að klára keppnina. Hlé var gert á henni þegar 16-liða úrslit höfðu verið kláruð að hluta. Deildakeppni er nú hafin að nýju í ýmsum löndum eftir hlé vegna faraldursins, til að mynda í Þýskalandi, og fer brátt að hefjast í Englandi, á Spáni og Ítalíu. Ekki hefur hins vegar verið gefið út hvernig keppni í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni verður lokið. Samkvæmt NYT gætu mál skýrst eftir fund framkvæmdastjórnar þann 17. júní, en ekki er ljóst hvort að úrslitaleikur Evrópudeildarinnar verður færður frá Gdansk í Póllandi. UEFA mun ræða við tyrknesk stjórnvöld í næstu viku til að ljúka formlega við samkomulag um að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar verði færður. Svo gæti farið að borgin fái úrslitaleik síðar. Samkvæmt spænskum miðlum gæti úrslitaleikurinn í ár farið fram í Lissabon í Portúgal, en fleiri staðir koma til greina samkvæmt heimildamanni NYT. UEFA fær himinháar tekjur vegna sjónvarpsréttinda að Meistaradeildinni og það myndi kosta sambandið hundruð milljóna Bandaríkjadala ef að ekki tækist að ljúka keppninni. Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Fótbolti Tyrkland Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu í fótbolta verður ekki spilaður í Istanbúl í Tyrklandi eins og til stóð. Leikurinn átti að fara fram í dag en kórónuveirufaraldurinn kom í veg fyrir það. Það er bandaríski miðillinn The New York Times sem segir að leikurinn verði færður frá Istanbúl, og hefur það eftir heimildamanni. Knattspyrnusamband Evrópu, sem heldur utan um Meistaradeildina, skoðar nú ýmsa möguleika til að klára keppnina. Hlé var gert á henni þegar 16-liða úrslit höfðu verið kláruð að hluta. Deildakeppni er nú hafin að nýju í ýmsum löndum eftir hlé vegna faraldursins, til að mynda í Þýskalandi, og fer brátt að hefjast í Englandi, á Spáni og Ítalíu. Ekki hefur hins vegar verið gefið út hvernig keppni í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni verður lokið. Samkvæmt NYT gætu mál skýrst eftir fund framkvæmdastjórnar þann 17. júní, en ekki er ljóst hvort að úrslitaleikur Evrópudeildarinnar verður færður frá Gdansk í Póllandi. UEFA mun ræða við tyrknesk stjórnvöld í næstu viku til að ljúka formlega við samkomulag um að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar verði færður. Svo gæti farið að borgin fái úrslitaleik síðar. Samkvæmt spænskum miðlum gæti úrslitaleikurinn í ár farið fram í Lissabon í Portúgal, en fleiri staðir koma til greina samkvæmt heimildamanni NYT. UEFA fær himinháar tekjur vegna sjónvarpsréttinda að Meistaradeildinni og það myndi kosta sambandið hundruð milljóna Bandaríkjadala ef að ekki tækist að ljúka keppninni.
Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Fótbolti Tyrkland Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira