Sum lið í ensku úrvalsdeildinni gætu þurft að spila þrjá leiki á sjö dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2020 10:30 Raheem Sterling hjá Manchester City í samstuði við Virgil Van Dijk hjá Liverpool en það þarf væntanlega að fresta næsta leik liðanna inn á sumarið vegna þátttöku Manchester City í enska bikarnum. Getty/Alex Livesey Stjórnendur ensku úrvalsdeildarinnar vinna nú hörðum höndum að því að setja upp allt leikjaskipulagið fyrir sumardeildina en keppni á að hefjast aftur í ensku úrvalsdeildinni 17. júní næstkomandi. Engir leikir hafa farið fram í ensku úrvalsdeildinni síðan 9. mars en öllum leikjum var frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Um tíma var óttast um að það yrði að flauta mótið af en fljótlega varð hins vegar ljóst að forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar og félögin tuttugu ætluðu að finna leiðir til þess að klára mótið. Nú er að koma betri mynd á þessa endurkomu ensku úrvalsdeildarinnar en í fyrsta sinn í sögu hennar verða leiknir leikir í júní og júlí eða þegar liðin eru vanalega í sumarfríi. Guardian fer yfir planið í frétt hjá sér en helstu útlínur tímabilsins eru komnar á hreint. Some clubs will face run of three matches in seven days when Premier League returns. Story by @DaveHytner https://t.co/3rLKtXWA1K— Guardian sport (@guardian_sport) June 2, 2020 Sex umferðir munu fara fram á löngum helgum, það er frá föstudegi til mánudags, en þrjár umferðir verða spilaðar í miðri viku. Leikirnir í miðri viku fara fram á þriðjudegi, miðvikudegi og fimmtudegi en samkvæmt frétt Guardian þá verður spilað í miðri viku, 23. til 25. júní, 7. til 9. júlí og 14. til 16. júlí. Enska úrvalsdeildin hefst miðvikudaginn 17. júní en þá verða spilaðir þeir leikir sem liðin áttu inni það er Manchester City - Arsenal og Aston Villa - Sheffield United. Viðmunaðarreglan er að liðin spili ekki á tveggja sólarhringafresti en það má búast við að liðin spili þrisvar sinnum á einni viku. Sem dæmi um það þá gæti lið þurft að spila á mánudegi, fimmtudegi og sunnudegi og þar erum við að tala um þrjá leiki á aðeins sex dögum. Enska úrvalsdeildin á að klárast fyrir Verslunarmannahelgi eða helgina 25. til 26. júlí næstkomandi en bikarúrslitaleikurinn hefur verið settur á um þá helgi. Átta liða úrslit enska bikarsins hafa verið sett á helgina 27. til 28. júní og undanúrslitin eiga að fara fram 18. til 19. júlí. Einu vikurnar þar sem ekki eru leikir á núna eru vikurnar eftir þessa bikarleiki en þangað fara deildarleikirnir sem verða frestað vegna bikarleikjanna. Leikirnir sem þurfa væntanlega að fara vegna bikarleikjanna í átta liða úrslitunum eru Bournemouth-Newcastle, Arsenal-Norwich, Brighton-Manchester United, Everton-Leicester, Manchester City-Liverpool, Sheffield United-Tottenham og West Ham-Chelsea. Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira
Stjórnendur ensku úrvalsdeildarinnar vinna nú hörðum höndum að því að setja upp allt leikjaskipulagið fyrir sumardeildina en keppni á að hefjast aftur í ensku úrvalsdeildinni 17. júní næstkomandi. Engir leikir hafa farið fram í ensku úrvalsdeildinni síðan 9. mars en öllum leikjum var frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Um tíma var óttast um að það yrði að flauta mótið af en fljótlega varð hins vegar ljóst að forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar og félögin tuttugu ætluðu að finna leiðir til þess að klára mótið. Nú er að koma betri mynd á þessa endurkomu ensku úrvalsdeildarinnar en í fyrsta sinn í sögu hennar verða leiknir leikir í júní og júlí eða þegar liðin eru vanalega í sumarfríi. Guardian fer yfir planið í frétt hjá sér en helstu útlínur tímabilsins eru komnar á hreint. Some clubs will face run of three matches in seven days when Premier League returns. Story by @DaveHytner https://t.co/3rLKtXWA1K— Guardian sport (@guardian_sport) June 2, 2020 Sex umferðir munu fara fram á löngum helgum, það er frá föstudegi til mánudags, en þrjár umferðir verða spilaðar í miðri viku. Leikirnir í miðri viku fara fram á þriðjudegi, miðvikudegi og fimmtudegi en samkvæmt frétt Guardian þá verður spilað í miðri viku, 23. til 25. júní, 7. til 9. júlí og 14. til 16. júlí. Enska úrvalsdeildin hefst miðvikudaginn 17. júní en þá verða spilaðir þeir leikir sem liðin áttu inni það er Manchester City - Arsenal og Aston Villa - Sheffield United. Viðmunaðarreglan er að liðin spili ekki á tveggja sólarhringafresti en það má búast við að liðin spili þrisvar sinnum á einni viku. Sem dæmi um það þá gæti lið þurft að spila á mánudegi, fimmtudegi og sunnudegi og þar erum við að tala um þrjá leiki á aðeins sex dögum. Enska úrvalsdeildin á að klárast fyrir Verslunarmannahelgi eða helgina 25. til 26. júlí næstkomandi en bikarúrslitaleikurinn hefur verið settur á um þá helgi. Átta liða úrslit enska bikarsins hafa verið sett á helgina 27. til 28. júní og undanúrslitin eiga að fara fram 18. til 19. júlí. Einu vikurnar þar sem ekki eru leikir á núna eru vikurnar eftir þessa bikarleiki en þangað fara deildarleikirnir sem verða frestað vegna bikarleikjanna. Leikirnir sem þurfa væntanlega að fara vegna bikarleikjanna í átta liða úrslitunum eru Bournemouth-Newcastle, Arsenal-Norwich, Brighton-Manchester United, Everton-Leicester, Manchester City-Liverpool, Sheffield United-Tottenham og West Ham-Chelsea.
Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira