Foreldrar langveikra barna hafi ekki haft annarra kosta völ en að fara í verndarsóttkví Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. júní 2020 16:10 Vísir/Vilhelm Guðrún Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri og fjölskyldufræðingur Einstakra barna, segir að foreldrar barna með fötlun sem og foreldrar langveikra barna hafi farið afar illa út úr kórónuveirufaraldrinum, bæði andlega og efnahagslega. „Okkar hópur stóð frammi fyrir því að þurfa að fara í verndarsóttkví. Í mjög mörgum tilfellum þurftu báðir foreldrar að fara heim. Það er tvíþætt, annars vegar getur annað foreldrið borið heim sjúkdóminn og hins vegar þarf barnið, sem er með veikindi eða fötlun, tvo til umönnunar.“ „Þetta fólk hefur ekkert val í þessum aðstæðum. Þetta snýst um baráttu upp á líf og dauða. Ef svona sjúkdómur kemst í tæri við mörg af þessum börnum hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Það er því miður staðreynd.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, undirritaði þessar breytingar á reglugerð um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna á dögunum en samkvæmt breytingum verður heimilt að greiða þeim eingreiðslu sem nemur 25% af umönnunargreiðslum fyrir einn mánuð vegna faraldursins. Guðrún Helga segir að allt sem komi til móts við hópinn sé af hinu góða en eingreiðslan sé því miður ekki nema dropi í hafið. Hópurinn hafi ítrekað kallað eftir launagreiðslum í verndarsóttkví en stjórnvöld ekki orðið við þörfum þeirra. „Okkur hefði þótt langbest ef stjórnvöld hefðu gripið inn í og tryggt þessum fjölskyldum launagreiðslur í þessa tvo mánuði á meðan á faraldrinum stóð. Hvernig sem það hefði verið útfært við vinnuveitendur og kerfið. […] Við vitum að einstaklingunum sem fóru í sóttkví voru tryggð laun áfram hjá vinnuveitanda en þeir sem fóru í varnarsóttkví tilheyrðu ekki þeim hópi.“ Guðrún Helga segir að margir foreldrar sem voru á vinnumarkaði hafi skyndilega misst framfærslu sem sé nauðsynleg öllum, en sérstaklega þeim sem hafa fötluð eða langveik börn á framfæri. Foreldrarnir hafi annað hvort verið látnir taka út sumarfríið sitt eða fara í launalaust frí. Sami hópur muni lenda á vegg þegar stofnanir tengdar börnum þeirra fari í sumarfrí. „Þetta er ekkert um gríðarlega stór hópur þannig að það væri ekki stórvægilegt mál fyrir stjórnvöld að grípa inn í og laga þetta launatap fjölskyldnanna. Þótt þetta sé ekki fjölmennur hópur þá er þetta hópur sem er með þunga umönnunarþörf. Þeir sem fóru í verndarsóttkví misstu líka heimahjúkrun, liðveislu og alla aðra þjónustu á heimilinu. Foreldrarnir hafa því þurft að leggja gríðarlega vinnu í að sinna allri umönnun og allri hjúkrun ásamt því að vera foreldrar í Covid-ástandi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Félagsmál Tengdar fréttir Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30 Móðir langveiks barns segir það skjóta skökku við að vera ekki tryggð laun Móðir langveiks barns segir það skjóta skökku við að foreldrar langveikra barna sem eru í verndarsóttkví samkvæmt beinum tilmælum Embættis Landlæknis fái ekki tryggð laun. 30. mars 2020 19:15 Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Fólk í viðkvæmum hópum með alvarlega sjúkdóma er beðið um að fara í verndarsóttkví. 24. mars 2020 19:50 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Guðrún Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri og fjölskyldufræðingur Einstakra barna, segir að foreldrar barna með fötlun sem og foreldrar langveikra barna hafi farið afar illa út úr kórónuveirufaraldrinum, bæði andlega og efnahagslega. „Okkar hópur stóð frammi fyrir því að þurfa að fara í verndarsóttkví. Í mjög mörgum tilfellum þurftu báðir foreldrar að fara heim. Það er tvíþætt, annars vegar getur annað foreldrið borið heim sjúkdóminn og hins vegar þarf barnið, sem er með veikindi eða fötlun, tvo til umönnunar.“ „Þetta fólk hefur ekkert val í þessum aðstæðum. Þetta snýst um baráttu upp á líf og dauða. Ef svona sjúkdómur kemst í tæri við mörg af þessum börnum hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Það er því miður staðreynd.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, undirritaði þessar breytingar á reglugerð um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna á dögunum en samkvæmt breytingum verður heimilt að greiða þeim eingreiðslu sem nemur 25% af umönnunargreiðslum fyrir einn mánuð vegna faraldursins. Guðrún Helga segir að allt sem komi til móts við hópinn sé af hinu góða en eingreiðslan sé því miður ekki nema dropi í hafið. Hópurinn hafi ítrekað kallað eftir launagreiðslum í verndarsóttkví en stjórnvöld ekki orðið við þörfum þeirra. „Okkur hefði þótt langbest ef stjórnvöld hefðu gripið inn í og tryggt þessum fjölskyldum launagreiðslur í þessa tvo mánuði á meðan á faraldrinum stóð. Hvernig sem það hefði verið útfært við vinnuveitendur og kerfið. […] Við vitum að einstaklingunum sem fóru í sóttkví voru tryggð laun áfram hjá vinnuveitanda en þeir sem fóru í varnarsóttkví tilheyrðu ekki þeim hópi.“ Guðrún Helga segir að margir foreldrar sem voru á vinnumarkaði hafi skyndilega misst framfærslu sem sé nauðsynleg öllum, en sérstaklega þeim sem hafa fötluð eða langveik börn á framfæri. Foreldrarnir hafi annað hvort verið látnir taka út sumarfríið sitt eða fara í launalaust frí. Sami hópur muni lenda á vegg þegar stofnanir tengdar börnum þeirra fari í sumarfrí. „Þetta er ekkert um gríðarlega stór hópur þannig að það væri ekki stórvægilegt mál fyrir stjórnvöld að grípa inn í og laga þetta launatap fjölskyldnanna. Þótt þetta sé ekki fjölmennur hópur þá er þetta hópur sem er með þunga umönnunarþörf. Þeir sem fóru í verndarsóttkví misstu líka heimahjúkrun, liðveislu og alla aðra þjónustu á heimilinu. Foreldrarnir hafa því þurft að leggja gríðarlega vinnu í að sinna allri umönnun og allri hjúkrun ásamt því að vera foreldrar í Covid-ástandi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Félagsmál Tengdar fréttir Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30 Móðir langveiks barns segir það skjóta skökku við að vera ekki tryggð laun Móðir langveiks barns segir það skjóta skökku við að foreldrar langveikra barna sem eru í verndarsóttkví samkvæmt beinum tilmælum Embættis Landlæknis fái ekki tryggð laun. 30. mars 2020 19:15 Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Fólk í viðkvæmum hópum með alvarlega sjúkdóma er beðið um að fara í verndarsóttkví. 24. mars 2020 19:50 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Fólkið sem má ekki hitta neinn Talið er að hátt í sjötíu þúsund Íslendingar, ungir og aldnir, tilheyri áhættuhópum og eru taldir líklegri til að veikjast alvarlega af völdum veirunnar en aðrir. Þetta fólk hefur meira og minna verið í svokallaðri verndarsóttkví frá byrjun mars og það sér ekki fyrir endann á henni. 27. apríl 2020 08:30
Móðir langveiks barns segir það skjóta skökku við að vera ekki tryggð laun Móðir langveiks barns segir það skjóta skökku við að foreldrar langveikra barna sem eru í verndarsóttkví samkvæmt beinum tilmælum Embættis Landlæknis fái ekki tryggð laun. 30. mars 2020 19:15
Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Fólk í viðkvæmum hópum með alvarlega sjúkdóma er beðið um að fara í verndarsóttkví. 24. mars 2020 19:50
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“