Enski boltinn

María Englandsmeistari á afmælisdaginn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
María fékk Englandsmeistaratitil í afmælisgjöf.
María fékk Englandsmeistaratitil í afmælisgjöf. getty/Darren Walsh/

Chelsea hefur verið krýnt Englandsmeistari kvenna. Norska landsliðskonan María Þórisdóttir leikur með Chelsea. Dagurinn er amalegur fyrir Maríu en hún fagnar 27 ára afmæli sínu í dag.

Í síðustu viku var ákveðið að blása tímabilið af vegna kórónuveirufaraldursins. Farið var eftir stigum að meðaltali í leik þegar útkoma tímabilsins var ákveðin.

Chelsea var einu stigi á eftir toppliði Manchester City þegar keppni í ensku kvennadeildinni var hætt en var með fleiri stig að meðaltali í leik.

Botnlið Liverpool fellur og Aston Villa, topplið B-deildarinnar, tekur sæti þeirra. Chelsea og Manchester City taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.

Þetta er í annað sinn sem María verður Englandsmeistari með Chelsea. Hún vann einnig enska meistaratitilinn með liðinu 2018. Chelsea hefur alls þrisvar sinnum orðið Englandsmeistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×