Kallar þúsundir hermanna heim frá Þýskalandi Andri Eysteinsson skrifar 6. júní 2020 16:26 Donald Trump, hér á fundi með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, ætlar að minnka verulega þann fjölda hermanna sem staðsettir eru í Þýskalandi. Getty/Ralf Hirschberger Forseti Bandaríkjanna hefur fyrirskipað hernaðaryfirvöldum í Pentagon að kalla heim þúsundir bandarískra hermanna sem staðsettir hafa verið í herstöðvum í Þýskalandi. Viðvera bandarískra hermanna í Þýskalandi á sér langa sögu og þykir táknræn fyrir stuðning Washington við evrópska bandamenn sína. Politico greinir frá því að forsetinn vilji að ekki verði fleiri en 25.000 bandarískir hermenn staðsettir í Þýskalandi og þyrfti því að kalla um 9.700 hermenn heim til Bandaríkjanna, nærri 30% bandaríska heraflans. Þetta hefur miðillinn eftir ónefndum starfsmönnum og fyrrverandi starfsmönnum innan ríkisstjórnarinnar. Í byrjun apríl voru samkvæmt skýrslu Pentagon 34.674 bandarískir hermenn staðsettir í Þýskalandi, þar af voru 20.774 úr landgönguliði og 12.980 úr bandaríska flughernum. Þá starfa um 19.000 til viðbótar á bandarískum herstöðvum og þykir víst að skera verður niður fjölda starfsmanna eftir að hermenn verða kallaðir heim. Með fækkun hermanna í Evrópu er snúið við þeirri þróun sem hefur orðið síðustu ár með fjölgun bandarískra hermanna sem talin er hafa verið sett til höfuðs Rússum. Aðalritari norður-atlantshafsbandalagsins, Jens Stoltenberg, hefur neitað fyrir það að Bandaríkjaforseti hafi ekki áhuga á starfi Bandaríkjanna innan NATO en forsetinn hefur gagnrýnt bandalagið og sérstaklega ríki þess sem ekki greiða jafnmikið til bandalagsins og Bandaríkjamenn gera. Stoltenberg hefur bent á það að með fækkun Bandarískra hermanna í Evrópu hljóti yfirvöld í Rússlandi að kætast. Politico greinir frá því að yfirmönnum hjá NATO hafi ekki verið gert viðvart um áform bandarísku stjórnarinnar. Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna hefur fyrirskipað hernaðaryfirvöldum í Pentagon að kalla heim þúsundir bandarískra hermanna sem staðsettir hafa verið í herstöðvum í Þýskalandi. Viðvera bandarískra hermanna í Þýskalandi á sér langa sögu og þykir táknræn fyrir stuðning Washington við evrópska bandamenn sína. Politico greinir frá því að forsetinn vilji að ekki verði fleiri en 25.000 bandarískir hermenn staðsettir í Þýskalandi og þyrfti því að kalla um 9.700 hermenn heim til Bandaríkjanna, nærri 30% bandaríska heraflans. Þetta hefur miðillinn eftir ónefndum starfsmönnum og fyrrverandi starfsmönnum innan ríkisstjórnarinnar. Í byrjun apríl voru samkvæmt skýrslu Pentagon 34.674 bandarískir hermenn staðsettir í Þýskalandi, þar af voru 20.774 úr landgönguliði og 12.980 úr bandaríska flughernum. Þá starfa um 19.000 til viðbótar á bandarískum herstöðvum og þykir víst að skera verður niður fjölda starfsmanna eftir að hermenn verða kallaðir heim. Með fækkun hermanna í Evrópu er snúið við þeirri þróun sem hefur orðið síðustu ár með fjölgun bandarískra hermanna sem talin er hafa verið sett til höfuðs Rússum. Aðalritari norður-atlantshafsbandalagsins, Jens Stoltenberg, hefur neitað fyrir það að Bandaríkjaforseti hafi ekki áhuga á starfi Bandaríkjanna innan NATO en forsetinn hefur gagnrýnt bandalagið og sérstaklega ríki þess sem ekki greiða jafnmikið til bandalagsins og Bandaríkjamenn gera. Stoltenberg hefur bent á það að með fækkun Bandarískra hermanna í Evrópu hljóti yfirvöld í Rússlandi að kætast. Politico greinir frá því að yfirmönnum hjá NATO hafi ekki verið gert viðvart um áform bandarísku stjórnarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira