Hegerberg landaði risasamningi við Nike í meiðslunum Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2020 20:00 Ada Hegerberg hefur unnið Meistaradeild Evrópu fjögur ár í röð með Lyon og setti markamet í keppninni í fyrra. VÍSIR/GETTY Norska knattspyrnustjarnan Ada Hegerberg er komin í hóp andlita íþróttavöruframleiðandans Nike og hefur skrifað undir samning til tíu ára við fyrirtækið. Samkvæmt VG í Noregi nemur virði samningsins um það bil 142 milljónum íslenskra króna. Hegerberg, sem var fyrst kvenna til að vinna Gullknöttinn, fetar í fótspor íþróttastjarna á borð við Cristiano Ronaldo, Serenu Williams og Lebron James. „Þetta er risastórt skref á mínum ferli. Nike og ég höfum sömu markmið varðandi það hvernig breiða skal út íþróttir kvenna á komandi árum,“ sagði Hegerberg. Hegerberg, sem er 24 ára gömul, hefur meðal annars orðið Evrópumeistari fjögur ár í röð með Lyon og unnið tvöfalt með liðinu í Frakklandi fimm ár í röð. Svo gæti farið að hún verði liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur frá og með næstu leiktíð. Hegerberg sleit krossband í hné í janúar og vanalega tekur um níu mánuði að jafna sig af slíkum meiðslum. Samkvæmt Nettavisen er markadrottningin þó byrjuð að æfa aðeins með bolta núna. Það er því ekki loku fyrir það skotið að hún geti spilað með Lyon þegar keppni lýkur í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð, en ekki hefur verið ákveðið hvenær keppni þar hefst að nýju eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Fótbolti Franski boltinn Tengdar fréttir Ein besta knattspyrnukona heims sleit krossband Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg spilar ekki meira á þessu tímabil eftir að hafa meiðst illa á hné. 29. janúar 2020 12:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Norska knattspyrnustjarnan Ada Hegerberg er komin í hóp andlita íþróttavöruframleiðandans Nike og hefur skrifað undir samning til tíu ára við fyrirtækið. Samkvæmt VG í Noregi nemur virði samningsins um það bil 142 milljónum íslenskra króna. Hegerberg, sem var fyrst kvenna til að vinna Gullknöttinn, fetar í fótspor íþróttastjarna á borð við Cristiano Ronaldo, Serenu Williams og Lebron James. „Þetta er risastórt skref á mínum ferli. Nike og ég höfum sömu markmið varðandi það hvernig breiða skal út íþróttir kvenna á komandi árum,“ sagði Hegerberg. Hegerberg, sem er 24 ára gömul, hefur meðal annars orðið Evrópumeistari fjögur ár í röð með Lyon og unnið tvöfalt með liðinu í Frakklandi fimm ár í röð. Svo gæti farið að hún verði liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur frá og með næstu leiktíð. Hegerberg sleit krossband í hné í janúar og vanalega tekur um níu mánuði að jafna sig af slíkum meiðslum. Samkvæmt Nettavisen er markadrottningin þó byrjuð að æfa aðeins með bolta núna. Það er því ekki loku fyrir það skotið að hún geti spilað með Lyon þegar keppni lýkur í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð, en ekki hefur verið ákveðið hvenær keppni þar hefst að nýju eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins.
Fótbolti Franski boltinn Tengdar fréttir Ein besta knattspyrnukona heims sleit krossband Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg spilar ekki meira á þessu tímabil eftir að hafa meiðst illa á hné. 29. janúar 2020 12:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Ein besta knattspyrnukona heims sleit krossband Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg spilar ekki meira á þessu tímabil eftir að hafa meiðst illa á hné. 29. janúar 2020 12:30