„Setur hættulegt fordæmi“ að hætta frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs vegna Samherjamálsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. júní 2020 12:31 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Það setur hættulegt fordæmi ef meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar nær vilja sínum fram um að hætta frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra vegna Samherjamálsins. Þetta segir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem telur málið ekki fullrannsakað. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, lagði til í desember að ráðist yrði í frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja. Tillaga hennar naut stuðnings tveggja annarra þingmanna stjórnarandstöðu sem dugði til að hefja frumkvæðisathugun. Meirihluti nefndarinnar ákvað þó að fela Líneik Önnu Sævarsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins og varaformanni nefndarinnar, að fara með framsögu málsins í nefndinni. Í bókun Líneikur Önnu frá fundi nefndarinnar í síðustu viku segir, að eftir umfjöllun nefndarinnar telji hún frekari könnun tilgangslausa og ekki sé tilefni til frekari umfjöllunar um frumkvæðisathugunina. Þórhildur Sunna telur málið hins vegar ekki fullrannsakað. „Meirihlutinn sem sagt rannsakar sjálfan sig og kemst að því að það sé ekkert athugavert við sína stjórnarhætti. En það er ekki mjög trúverðug niðurstaða, það verður að segjast eins og er,“ segir Þórhildur Sunna. Í bókun Líneikur segir einnig að eftir umfjöllun nefndarinnar liggi fyrir, að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi engra hagsmuna að gæta af Samherja eða tengdum félögum. Samkvæmt lögum meti ráðherra hæfi sitt sjálfur og ekkert hafi komið fram um að framkvæmd eða verklag á því mati hafi farið í bága við lög og reglur. Kristján Þór Júlíusson kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á opnum fundi í janúar í tengslum við frumkvæðisathugun nefndarinnar.Vísir/Vilhelm „Þau halda því líka fram að hann hafi engra hagsmuna að gæta, persónulega né fjárhagslega, gagnvart Samherja en það stangast þá á við það að ráðherra hefur sjálfur sagt sig frá stjórnsýslumálum er tengjast Samherja vegna hagsmunatengsla. Þannig að þetta stenst ekki skoðun, þessi skoðun meirihlutans. Og þar að auki þá er þessi málsmeðferð, hún setur hættulegt fordæmi gagnvart skýlausum rétti minni hlutans til að hafa eftirlit með verklagi og störfum ráðherra en þeir sitja einmitt í skjóli meirihlutans,“ segir Þórhildur Sunna. Óljóst hvernig ber að ljúka frumkvæðisathugunum Ef rétt er sem meirihlutinn heldur fram, að framkvæmd og verklag ráðherra stangist ekki á við lög og reglur, segist Þórhildur Sunna aðspurð ekki vera viss um hvort ástæða sé til að gera breytingar á lögum um hæfi ráðherra. „Ég veit ekki hvort ég myndi leggja til lagabreytingu. Það liggur auðvitað fyrir beiðni til forseta þingsins um að úrskurða um hvernig nefndir geta lokið frumkvæðisathugunum almennt. Þetta vekur auðvitað upp spurningar, hver er réttur minnihlutans til þess að athuga verklag ráðherra og hversu langt getur meirihlutinn gengið í að loka slíkum athugunum án þess að minnihlutinn hafi fengið þau gögn sem hann óskaði eftir og þá gesti sem að minnihlutinn vildi fá til sín til að upplýsa málið,“ segir Þórhildur Sunna. Alþingi Samherjaskjölin Stjórnsýsla Sjávarútvegur Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Það setur hættulegt fordæmi ef meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar nær vilja sínum fram um að hætta frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra vegna Samherjamálsins. Þetta segir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem telur málið ekki fullrannsakað. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, lagði til í desember að ráðist yrði í frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja. Tillaga hennar naut stuðnings tveggja annarra þingmanna stjórnarandstöðu sem dugði til að hefja frumkvæðisathugun. Meirihluti nefndarinnar ákvað þó að fela Líneik Önnu Sævarsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins og varaformanni nefndarinnar, að fara með framsögu málsins í nefndinni. Í bókun Líneikur Önnu frá fundi nefndarinnar í síðustu viku segir, að eftir umfjöllun nefndarinnar telji hún frekari könnun tilgangslausa og ekki sé tilefni til frekari umfjöllunar um frumkvæðisathugunina. Þórhildur Sunna telur málið hins vegar ekki fullrannsakað. „Meirihlutinn sem sagt rannsakar sjálfan sig og kemst að því að það sé ekkert athugavert við sína stjórnarhætti. En það er ekki mjög trúverðug niðurstaða, það verður að segjast eins og er,“ segir Þórhildur Sunna. Í bókun Líneikur segir einnig að eftir umfjöllun nefndarinnar liggi fyrir, að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi engra hagsmuna að gæta af Samherja eða tengdum félögum. Samkvæmt lögum meti ráðherra hæfi sitt sjálfur og ekkert hafi komið fram um að framkvæmd eða verklag á því mati hafi farið í bága við lög og reglur. Kristján Þór Júlíusson kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á opnum fundi í janúar í tengslum við frumkvæðisathugun nefndarinnar.Vísir/Vilhelm „Þau halda því líka fram að hann hafi engra hagsmuna að gæta, persónulega né fjárhagslega, gagnvart Samherja en það stangast þá á við það að ráðherra hefur sjálfur sagt sig frá stjórnsýslumálum er tengjast Samherja vegna hagsmunatengsla. Þannig að þetta stenst ekki skoðun, þessi skoðun meirihlutans. Og þar að auki þá er þessi málsmeðferð, hún setur hættulegt fordæmi gagnvart skýlausum rétti minni hlutans til að hafa eftirlit með verklagi og störfum ráðherra en þeir sitja einmitt í skjóli meirihlutans,“ segir Þórhildur Sunna. Óljóst hvernig ber að ljúka frumkvæðisathugunum Ef rétt er sem meirihlutinn heldur fram, að framkvæmd og verklag ráðherra stangist ekki á við lög og reglur, segist Þórhildur Sunna aðspurð ekki vera viss um hvort ástæða sé til að gera breytingar á lögum um hæfi ráðherra. „Ég veit ekki hvort ég myndi leggja til lagabreytingu. Það liggur auðvitað fyrir beiðni til forseta þingsins um að úrskurða um hvernig nefndir geta lokið frumkvæðisathugunum almennt. Þetta vekur auðvitað upp spurningar, hver er réttur minnihlutans til þess að athuga verklag ráðherra og hversu langt getur meirihlutinn gengið í að loka slíkum athugunum án þess að minnihlutinn hafi fengið þau gögn sem hann óskaði eftir og þá gesti sem að minnihlutinn vildi fá til sín til að upplýsa málið,“ segir Þórhildur Sunna.
Alþingi Samherjaskjölin Stjórnsýsla Sjávarútvegur Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira