Liverpool goðsögn óttast að Klopp fari frá Liverpool og taki við Bayern Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2020 15:30 Virgil van Dijk og Jürgen Klopp hafa væntanlega ástæðu til að fagna á næstunni. Getty/Andrew Powell Jürgen Klopp er sex stigum frá því að gera Liverpool að enskum meisturum í fyrsta sinn í þrjátíu ár og verða um leið fyrsti knattspyrnustjóri Liverpool til að vinna ensku úrvalsdeildina. Jürgen Klopp tók við liðinu árið 2015 og hefur byggt upp frábært lið á Anfield, lið sem er ekki aðeins að vinna ensku úrvalsdeildina í ár, heldur rústa henni. Vangaveltur Liverpool goðsagnarinnar Steve McManaman eru því kannski ekki skemmtilegur lestur fyrir stuðningsmenn Liverpool liðsins sem vilja nú fagna því að enska úrvalsdeildina sé aftur að fara af stað og að þeir geti loksins farið að fagna enska meistaratitlinum. Steve McManaman tips Jurgen Klopp to leave Liverpool for Bayern Munich https://t.co/05o0iRbyiJ pic.twitter.com/zVkGurLex2— Mirror Football (@MirrorFootball) June 11, 2020 Steve McManaman var spurður út í Jürgen Klopp og framtíð hans hjá Liverpool. „Ég held að hann elski Liverpool og ensku úrvalsdeildina. En ég sé hann líka fyrir mér fara aftur til Þýskalands og taka við liði Bayern München,“ sagði Steve McManaman við Daily Star. „Hvernig félagið er rekið og hvernig er komið fram við þýsku stjórana þarna. Ég held að við getum ekki útilokað það. Fyrir nokkrum árum leit eins og Bayern væri á á síðasta snúningi en núna eru þeir með marga spennandi unga og hungraða leikmenn í bland við þá eldri,“ sagði McManaman. Real Madrid hefur verið orðað við Jürgen Klopp eins og marga af hans stjörnuleikmönnum. Steve McManaman efast hins vegar um að Klopp hefði áhuga á því að fara til Spánar. „Ég er ekki viss um að Klopp hafi ástríðuna fyrir því að taka við Real Madrid eða Barcelona og ég sé ekki af hverju hann ætti að fara til Spánar,“ sagði Steve McManaman. Steve McManaman er alinn upp hjá Liverpool og lék með liðinu frá 1990 til 1999 en hann fór þaðan til Real Madrid og endaði svo ferilinn hjá Manchester City. Enski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sjá meira
Jürgen Klopp er sex stigum frá því að gera Liverpool að enskum meisturum í fyrsta sinn í þrjátíu ár og verða um leið fyrsti knattspyrnustjóri Liverpool til að vinna ensku úrvalsdeildina. Jürgen Klopp tók við liðinu árið 2015 og hefur byggt upp frábært lið á Anfield, lið sem er ekki aðeins að vinna ensku úrvalsdeildina í ár, heldur rústa henni. Vangaveltur Liverpool goðsagnarinnar Steve McManaman eru því kannski ekki skemmtilegur lestur fyrir stuðningsmenn Liverpool liðsins sem vilja nú fagna því að enska úrvalsdeildina sé aftur að fara af stað og að þeir geti loksins farið að fagna enska meistaratitlinum. Steve McManaman tips Jurgen Klopp to leave Liverpool for Bayern Munich https://t.co/05o0iRbyiJ pic.twitter.com/zVkGurLex2— Mirror Football (@MirrorFootball) June 11, 2020 Steve McManaman var spurður út í Jürgen Klopp og framtíð hans hjá Liverpool. „Ég held að hann elski Liverpool og ensku úrvalsdeildina. En ég sé hann líka fyrir mér fara aftur til Þýskalands og taka við liði Bayern München,“ sagði Steve McManaman við Daily Star. „Hvernig félagið er rekið og hvernig er komið fram við þýsku stjórana þarna. Ég held að við getum ekki útilokað það. Fyrir nokkrum árum leit eins og Bayern væri á á síðasta snúningi en núna eru þeir með marga spennandi unga og hungraða leikmenn í bland við þá eldri,“ sagði McManaman. Real Madrid hefur verið orðað við Jürgen Klopp eins og marga af hans stjörnuleikmönnum. Steve McManaman efast hins vegar um að Klopp hefði áhuga á því að fara til Spánar. „Ég er ekki viss um að Klopp hafi ástríðuna fyrir því að taka við Real Madrid eða Barcelona og ég sé ekki af hverju hann ætti að fara til Spánar,“ sagði Steve McManaman. Steve McManaman er alinn upp hjá Liverpool og lék með liðinu frá 1990 til 1999 en hann fór þaðan til Real Madrid og endaði svo ferilinn hjá Manchester City.
Enski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti