Styttan af þrælasalanum komin á þurrt land Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júní 2020 09:03 Styttan, stuttu áður en henni var steypt í höfnina. Ben Birchall/AP Stytta af þrælasalanum Edward Colston, sem mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður og hentu í höfn borgarinnar síðastliðinn sunnudag, hefur verið hífð upp úr vatninu. Hún verður ekki sett upp aftur á sama stað og hún stóð áður. Mótmælendur undir merkjum Black Lives Matter-hreyfingarinnar, sem berst gegn kerfisbundinni kynþáttamismunun, og þá aðallega í Bandaríkjunum, rifu styttuna niður og fleygðu í höfnina. Á myndböndum af atvikinu má heyra gríðarleg fagnaðarlæti þegar styttan var tekin niður og henni fleygt í vatnið. Borgarráð Bristol-borgar sagði það hafa verið nauðsynlegt að fjarlægja styttuna, svo áfram yrði hægt að vinna við höfnina. Styttan var fjarlægð í skjóli nætur, af ótta við það að draga að sér áhorfendur með þeim afleiðingum að einhver meiddist. Þá kemur fram í frétt BBC af málinu að styttan verði nú flutt á „öruggan stað.“ Þar verði hún þrifin áður en henni verður komið fyrir á safni. Styttan var sem áður segir af Edward Colston. Hann var þrælasali sem uppi var á 18. öld. Arfleið hans er áberandi í Bristol, en er þó langt frá því að vera óumdeild. Colston var meðlimur í Royal African Company sem flutti um 80 þúsund þræla frá Afríku til Bandaríkjanna. Colston auðgaðist mjög á þrælasölunni og eftir andlát hans arfleiddi hann ýmis góðgerðarsamtök að auðæfum hans. Frá andláti hans hefur nafn hans verið áberandi í Bristol og má finna það víða í götunöfnum, minnisvörðum og byggingum. Borgarstjóri Bristol, Marvin Rees, sagði, áður en styttan var hífð úr höfninni, að hann saknaði styttunnar ekki neitt. Stofnanir og skólar sem hafa kennt sig við Colston, hafa nú tekið til skoðunar að breyta nafni sínu. Bretland Black Lives Matter Styttur og útilistaverk England Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Stytta af þrælasalanum Edward Colston, sem mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður og hentu í höfn borgarinnar síðastliðinn sunnudag, hefur verið hífð upp úr vatninu. Hún verður ekki sett upp aftur á sama stað og hún stóð áður. Mótmælendur undir merkjum Black Lives Matter-hreyfingarinnar, sem berst gegn kerfisbundinni kynþáttamismunun, og þá aðallega í Bandaríkjunum, rifu styttuna niður og fleygðu í höfnina. Á myndböndum af atvikinu má heyra gríðarleg fagnaðarlæti þegar styttan var tekin niður og henni fleygt í vatnið. Borgarráð Bristol-borgar sagði það hafa verið nauðsynlegt að fjarlægja styttuna, svo áfram yrði hægt að vinna við höfnina. Styttan var fjarlægð í skjóli nætur, af ótta við það að draga að sér áhorfendur með þeim afleiðingum að einhver meiddist. Þá kemur fram í frétt BBC af málinu að styttan verði nú flutt á „öruggan stað.“ Þar verði hún þrifin áður en henni verður komið fyrir á safni. Styttan var sem áður segir af Edward Colston. Hann var þrælasali sem uppi var á 18. öld. Arfleið hans er áberandi í Bristol, en er þó langt frá því að vera óumdeild. Colston var meðlimur í Royal African Company sem flutti um 80 þúsund þræla frá Afríku til Bandaríkjanna. Colston auðgaðist mjög á þrælasölunni og eftir andlát hans arfleiddi hann ýmis góðgerðarsamtök að auðæfum hans. Frá andláti hans hefur nafn hans verið áberandi í Bristol og má finna það víða í götunöfnum, minnisvörðum og byggingum. Borgarstjóri Bristol, Marvin Rees, sagði, áður en styttan var hífð úr höfninni, að hann saknaði styttunnar ekki neitt. Stofnanir og skólar sem hafa kennt sig við Colston, hafa nú tekið til skoðunar að breyta nafni sínu.
Bretland Black Lives Matter Styttur og útilistaverk England Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira