Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir skrifar 11. júní 2020 12:30 Einhverfum börnum hefur verið synjað um skólavist í Arnarskóla, synja einhverfum börnum um það úrræði er talið af sérfræðiteymum þessara barna muni henta þeim best. Í bréfi til foreldra frá Reykjavíkurborg var skýring á þessu sú að ytra mat á skólanum vantaði. Þegar borið var upp á borgina að þarna væri verið að brjóta jafnræðisregluna þá kemur ný skýring á þessari synjun. Sú skýring kom fram í grein sem Diljá Ámundadóttir Zoega skrifaði hér á visi.is. Ekki okkur að kenna Það að segja að þetta sé vegna þess að fé vanti frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga er eftirá skýring og sú númer tvö í röðinni, sú fyrri var það að ekki væri komið ytra mat á skólanum. Þegar skýringin um ytra mat var sögð brjóta jafnræðisregluna þá er þessu skellt á jöfnunarsjóð. Stærsta sveitarfélag landsins er að mismuna fötluðum börnum vegna skorts á fjármunum. Borgarstjóra finnst hugmyndin um bátastrætó of góð til þess að prófa hana ekki. En einhverf börn fá ekki þá þjónustu sem er best fyrir þau vegna þess að jöfnunarsjóður sveitarfélaga er ekki að standa sig í því að dæla peningum í borgarsjóð. Það er aum höfuðborg sem mismunar fötluðum börnum, aumar eftirá skýringar sem ekki standast lög. Því hér er verið að mismuna ekki bara vegna fjármuna heldur er verið að brjóta jafnræðisregluna. Foreldrar hafa kært Því hafa foreldrarnir kært þessa ákvörðun. Ég er algerlega sammála því sem kom fram í grein Diljár þar sem hún segir „Við eigum ekki að þurfa að búa í samfélagi þar sem foreldrar fatlaðra og langveikra barna þurfa ítrekað að koma fram í fjölmiðlum til að lýsa neikvæðum upplifum sínum við kerfið.“ Það er samt raunveruleikinn á því kerfi sem Viðreisn er að viðhalda, kerfið er ekkert annað en ákvarðanir þeirra sem stjórna og í þessu tilfelli er Viðreisn í meirihlutanum. Diljá situr í Skóla- og frístundaráði og það ættu því að vera hæg heimatökin að breyta kerfinu. Það hefur þó ekki gerst og hefur Reykjavíkurborg fengið á sig enn eina kæruna, núna vegna þess að þau hafa búið til kerfi sem er ekki fyrir fólkið. Öll kerfi eru mannanna verk í þessu tilfelli verk meirihlutans í Reykjavík og það er þeirra að breyta kerfinu. Það hefur ekki verið gert þrátt fyrir óskir um slíkt og ábyrgðinni varpað á jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Kæri meirihluti kerfið er ykkar, þið eruð að valda því að foreldrar fatlaðs barns hafa kært ykkar kerfi, þau hafa orðið að segja frá sinni baráttu opinberlega í þeirri veiku von að þið hlustið, ekki til þess að finna einhverja aðra til þess að varpa sökinni á. Hlustið og breytið kerfinu þannig að það sé ekki að mismuna fötluðum börnum. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Einhverfum börnum hefur verið synjað um skólavist í Arnarskóla, synja einhverfum börnum um það úrræði er talið af sérfræðiteymum þessara barna muni henta þeim best. Í bréfi til foreldra frá Reykjavíkurborg var skýring á þessu sú að ytra mat á skólanum vantaði. Þegar borið var upp á borgina að þarna væri verið að brjóta jafnræðisregluna þá kemur ný skýring á þessari synjun. Sú skýring kom fram í grein sem Diljá Ámundadóttir Zoega skrifaði hér á visi.is. Ekki okkur að kenna Það að segja að þetta sé vegna þess að fé vanti frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga er eftirá skýring og sú númer tvö í röðinni, sú fyrri var það að ekki væri komið ytra mat á skólanum. Þegar skýringin um ytra mat var sögð brjóta jafnræðisregluna þá er þessu skellt á jöfnunarsjóð. Stærsta sveitarfélag landsins er að mismuna fötluðum börnum vegna skorts á fjármunum. Borgarstjóra finnst hugmyndin um bátastrætó of góð til þess að prófa hana ekki. En einhverf börn fá ekki þá þjónustu sem er best fyrir þau vegna þess að jöfnunarsjóður sveitarfélaga er ekki að standa sig í því að dæla peningum í borgarsjóð. Það er aum höfuðborg sem mismunar fötluðum börnum, aumar eftirá skýringar sem ekki standast lög. Því hér er verið að mismuna ekki bara vegna fjármuna heldur er verið að brjóta jafnræðisregluna. Foreldrar hafa kært Því hafa foreldrarnir kært þessa ákvörðun. Ég er algerlega sammála því sem kom fram í grein Diljár þar sem hún segir „Við eigum ekki að þurfa að búa í samfélagi þar sem foreldrar fatlaðra og langveikra barna þurfa ítrekað að koma fram í fjölmiðlum til að lýsa neikvæðum upplifum sínum við kerfið.“ Það er samt raunveruleikinn á því kerfi sem Viðreisn er að viðhalda, kerfið er ekkert annað en ákvarðanir þeirra sem stjórna og í þessu tilfelli er Viðreisn í meirihlutanum. Diljá situr í Skóla- og frístundaráði og það ættu því að vera hæg heimatökin að breyta kerfinu. Það hefur þó ekki gerst og hefur Reykjavíkurborg fengið á sig enn eina kæruna, núna vegna þess að þau hafa búið til kerfi sem er ekki fyrir fólkið. Öll kerfi eru mannanna verk í þessu tilfelli verk meirihlutans í Reykjavík og það er þeirra að breyta kerfinu. Það hefur ekki verið gert þrátt fyrir óskir um slíkt og ábyrgðinni varpað á jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Kæri meirihluti kerfið er ykkar, þið eruð að valda því að foreldrar fatlaðs barns hafa kært ykkar kerfi, þau hafa orðið að segja frá sinni baráttu opinberlega í þeirri veiku von að þið hlustið, ekki til þess að finna einhverja aðra til þess að varpa sökinni á. Hlustið og breytið kerfinu þannig að það sé ekki að mismuna fötluðum börnum. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun