Tókenismi Derek T. Allen skrifar 12. júní 2020 09:00 Umræða um rasisma hefur aukist töluvert í kjölfar morðsins á George Floyds af höndum lögreglumannsins Dereks Chauvins sem átti sér stað í Bandaríkjunum þann 25. maí 2020. Þótt að þetta atvik hafi átt sér stað hinum megin við Atlantshafið hefur umræðan barist á fjörur Fróns í formi samstöðufundarins þar sem nokkrir ræðumenn, þar á meðal ég, tjáðu sig um hvers vegna svört líf skipta máli og hvað allir Íslendingar eiga að gera til þess að berjast gegn rasisma. Rasismi er eitthvað sem hefur oft á tíðum verið tengt ákveðnum pólitískum flokkum og hugmyndum sem hægri megin eru. Þetta á ekki að koma á óvart eftir að Bandaríkjaforsetinn hefur læst hælisleitendur sem koma að norður yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna í búrum og dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp sem gæti sent hælisleitendur aftur til „öruggra ríkja“ eins og Grikklands og Ungverjalands, ríkja sem hafa orðið hættuleg hælisleitendunum. En rasismi er hugtak sem nær líka út fyrir hefðbundnar pólitískar línur. Það má vel finna rasista sem eru frjálslyndir og/eða vinstrisinnaðir, þótt þeirra rasismi sé oftast aðeins lúmskari. Hér eru bara nokkrar birtingarmyndir þess dulda rasisma. „Svarti vinurinn“ Tókenismi eru málamyndaaðgerðir framkvæmdar til þess að auka fjölbreytileika einhvers staðar (vinnustaður, skóli, o.s.frv.) án þess að hafa nein raunveruleg áhrif á rasisma, kvenhatur, o.s.frv. Tókenisma má ekki bara sjá einungis á löglegan hátt með breytingum í opinberum stofnum en hann sest einnig innan persónulegra sambanda. Vegna þess að ég er dökkur á hörund á Íslandi hef ég stundum verið „svarti vinurinn” sem leyfði öðrum að gorta sig um hvað hann er frjálslyndur og framsækinn. Þar sem ég er svartur maður sem kemur erlendis frá hefur vináttan mín hefur stundum litið á eins og „bikar” sem maður hlýtur heldur en eitthvað með sitt eigið virði. Slíkar vináttur eru svikular og það særir mjög þegar maður uppgötvar það. Alltaf aðgreindur Það er ekkert leyndarmál að ég er dökkur á hörund og þess vegna fer fólk oft að tala strax við mig á ensku alveg óháð pólitískum skoðum þeirra. Sem dæmi má nefna þingmann Vinstri grænna til margra ára, þingmann fylkingar sem segist hafna rasisma í stefnu þeirra. En annað sem ég hef tekið aðeins meira eftir í frjálslyndum hópum er hversu hratt er ég sigtaður út sem „útlendingurinn”. Eitt dæmi um þetta er það að spyrja einungis mig hvort mig langi að tala íslensku eða ensku áður en ég fæ tækifærið til að tala yfir höfuð. Sömuleiðis hefur það gerst oft að ég er sá eini í hópnum sem er spurður um landfræðilegan uppruna, oft í byrjun samtals. Þessar athafnir hafa þau áhrif að láta manni líða eins og maður sé ekki íslenskur. Í mínu tilviki er það ekki alveg rangt að útfæra það, en svo virðist sem ekki sé tekið tillit til þess að brúnt fólk getur vel verið eins íslenskt og allir aðrir. Að sjálfsögðu má sjá þessar birtingarmyndir rasisma frá alls konar fólki af öllum pólitískum skoðunum, en sem frjálslyndur maður sjálfur veit ég að frjálslyndir Íslendingar geta gert betur í þessum málum. Ein helstu gildi frjálslyndra er jafnræði. Ef þú segist standa fyrir jafnræði þarft þú svo að standa fyrir það í öllum aðstæðum, jafnvel ef þú ert sá sem beitir ójafnræðinu. Von mín er sú að við öll, hvort sem við erum vinstra eða hægra megin við miðju, hvort sem við erum frjálslynd eða íhaldssöm, getum lært hvernig á betur að takast á við kynþáttahatur og fordóma, sérstaklega hér á landi. Höfundur er þýðingafræðinemi við Háskóla Íslands. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Innflytjendamál Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Derek T. Allen Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Umræða um rasisma hefur aukist töluvert í kjölfar morðsins á George Floyds af höndum lögreglumannsins Dereks Chauvins sem átti sér stað í Bandaríkjunum þann 25. maí 2020. Þótt að þetta atvik hafi átt sér stað hinum megin við Atlantshafið hefur umræðan barist á fjörur Fróns í formi samstöðufundarins þar sem nokkrir ræðumenn, þar á meðal ég, tjáðu sig um hvers vegna svört líf skipta máli og hvað allir Íslendingar eiga að gera til þess að berjast gegn rasisma. Rasismi er eitthvað sem hefur oft á tíðum verið tengt ákveðnum pólitískum flokkum og hugmyndum sem hægri megin eru. Þetta á ekki að koma á óvart eftir að Bandaríkjaforsetinn hefur læst hælisleitendur sem koma að norður yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna í búrum og dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp sem gæti sent hælisleitendur aftur til „öruggra ríkja“ eins og Grikklands og Ungverjalands, ríkja sem hafa orðið hættuleg hælisleitendunum. En rasismi er hugtak sem nær líka út fyrir hefðbundnar pólitískar línur. Það má vel finna rasista sem eru frjálslyndir og/eða vinstrisinnaðir, þótt þeirra rasismi sé oftast aðeins lúmskari. Hér eru bara nokkrar birtingarmyndir þess dulda rasisma. „Svarti vinurinn“ Tókenismi eru málamyndaaðgerðir framkvæmdar til þess að auka fjölbreytileika einhvers staðar (vinnustaður, skóli, o.s.frv.) án þess að hafa nein raunveruleg áhrif á rasisma, kvenhatur, o.s.frv. Tókenisma má ekki bara sjá einungis á löglegan hátt með breytingum í opinberum stofnum en hann sest einnig innan persónulegra sambanda. Vegna þess að ég er dökkur á hörund á Íslandi hef ég stundum verið „svarti vinurinn” sem leyfði öðrum að gorta sig um hvað hann er frjálslyndur og framsækinn. Þar sem ég er svartur maður sem kemur erlendis frá hefur vináttan mín hefur stundum litið á eins og „bikar” sem maður hlýtur heldur en eitthvað með sitt eigið virði. Slíkar vináttur eru svikular og það særir mjög þegar maður uppgötvar það. Alltaf aðgreindur Það er ekkert leyndarmál að ég er dökkur á hörund og þess vegna fer fólk oft að tala strax við mig á ensku alveg óháð pólitískum skoðum þeirra. Sem dæmi má nefna þingmann Vinstri grænna til margra ára, þingmann fylkingar sem segist hafna rasisma í stefnu þeirra. En annað sem ég hef tekið aðeins meira eftir í frjálslyndum hópum er hversu hratt er ég sigtaður út sem „útlendingurinn”. Eitt dæmi um þetta er það að spyrja einungis mig hvort mig langi að tala íslensku eða ensku áður en ég fæ tækifærið til að tala yfir höfuð. Sömuleiðis hefur það gerst oft að ég er sá eini í hópnum sem er spurður um landfræðilegan uppruna, oft í byrjun samtals. Þessar athafnir hafa þau áhrif að láta manni líða eins og maður sé ekki íslenskur. Í mínu tilviki er það ekki alveg rangt að útfæra það, en svo virðist sem ekki sé tekið tillit til þess að brúnt fólk getur vel verið eins íslenskt og allir aðrir. Að sjálfsögðu má sjá þessar birtingarmyndir rasisma frá alls konar fólki af öllum pólitískum skoðunum, en sem frjálslyndur maður sjálfur veit ég að frjálslyndir Íslendingar geta gert betur í þessum málum. Ein helstu gildi frjálslyndra er jafnræði. Ef þú segist standa fyrir jafnræði þarft þú svo að standa fyrir það í öllum aðstæðum, jafnvel ef þú ert sá sem beitir ójafnræðinu. Von mín er sú að við öll, hvort sem við erum vinstra eða hægra megin við miðju, hvort sem við erum frjálslynd eða íhaldssöm, getum lært hvernig á betur að takast á við kynþáttahatur og fordóma, sérstaklega hér á landi. Höfundur er þýðingafræðinemi við Háskóla Íslands. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun