Tókenismi Derek T. Allen skrifar 12. júní 2020 09:00 Umræða um rasisma hefur aukist töluvert í kjölfar morðsins á George Floyds af höndum lögreglumannsins Dereks Chauvins sem átti sér stað í Bandaríkjunum þann 25. maí 2020. Þótt að þetta atvik hafi átt sér stað hinum megin við Atlantshafið hefur umræðan barist á fjörur Fróns í formi samstöðufundarins þar sem nokkrir ræðumenn, þar á meðal ég, tjáðu sig um hvers vegna svört líf skipta máli og hvað allir Íslendingar eiga að gera til þess að berjast gegn rasisma. Rasismi er eitthvað sem hefur oft á tíðum verið tengt ákveðnum pólitískum flokkum og hugmyndum sem hægri megin eru. Þetta á ekki að koma á óvart eftir að Bandaríkjaforsetinn hefur læst hælisleitendur sem koma að norður yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna í búrum og dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp sem gæti sent hælisleitendur aftur til „öruggra ríkja“ eins og Grikklands og Ungverjalands, ríkja sem hafa orðið hættuleg hælisleitendunum. En rasismi er hugtak sem nær líka út fyrir hefðbundnar pólitískar línur. Það má vel finna rasista sem eru frjálslyndir og/eða vinstrisinnaðir, þótt þeirra rasismi sé oftast aðeins lúmskari. Hér eru bara nokkrar birtingarmyndir þess dulda rasisma. „Svarti vinurinn“ Tókenismi eru málamyndaaðgerðir framkvæmdar til þess að auka fjölbreytileika einhvers staðar (vinnustaður, skóli, o.s.frv.) án þess að hafa nein raunveruleg áhrif á rasisma, kvenhatur, o.s.frv. Tókenisma má ekki bara sjá einungis á löglegan hátt með breytingum í opinberum stofnum en hann sest einnig innan persónulegra sambanda. Vegna þess að ég er dökkur á hörund á Íslandi hef ég stundum verið „svarti vinurinn” sem leyfði öðrum að gorta sig um hvað hann er frjálslyndur og framsækinn. Þar sem ég er svartur maður sem kemur erlendis frá hefur vináttan mín hefur stundum litið á eins og „bikar” sem maður hlýtur heldur en eitthvað með sitt eigið virði. Slíkar vináttur eru svikular og það særir mjög þegar maður uppgötvar það. Alltaf aðgreindur Það er ekkert leyndarmál að ég er dökkur á hörund og þess vegna fer fólk oft að tala strax við mig á ensku alveg óháð pólitískum skoðum þeirra. Sem dæmi má nefna þingmann Vinstri grænna til margra ára, þingmann fylkingar sem segist hafna rasisma í stefnu þeirra. En annað sem ég hef tekið aðeins meira eftir í frjálslyndum hópum er hversu hratt er ég sigtaður út sem „útlendingurinn”. Eitt dæmi um þetta er það að spyrja einungis mig hvort mig langi að tala íslensku eða ensku áður en ég fæ tækifærið til að tala yfir höfuð. Sömuleiðis hefur það gerst oft að ég er sá eini í hópnum sem er spurður um landfræðilegan uppruna, oft í byrjun samtals. Þessar athafnir hafa þau áhrif að láta manni líða eins og maður sé ekki íslenskur. Í mínu tilviki er það ekki alveg rangt að útfæra það, en svo virðist sem ekki sé tekið tillit til þess að brúnt fólk getur vel verið eins íslenskt og allir aðrir. Að sjálfsögðu má sjá þessar birtingarmyndir rasisma frá alls konar fólki af öllum pólitískum skoðunum, en sem frjálslyndur maður sjálfur veit ég að frjálslyndir Íslendingar geta gert betur í þessum málum. Ein helstu gildi frjálslyndra er jafnræði. Ef þú segist standa fyrir jafnræði þarft þú svo að standa fyrir það í öllum aðstæðum, jafnvel ef þú ert sá sem beitir ójafnræðinu. Von mín er sú að við öll, hvort sem við erum vinstra eða hægra megin við miðju, hvort sem við erum frjálslynd eða íhaldssöm, getum lært hvernig á betur að takast á við kynþáttahatur og fordóma, sérstaklega hér á landi. Höfundur er þýðingafræðinemi við Háskóla Íslands. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Innflytjendamál Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Derek T. Allen Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Sjá meira
Umræða um rasisma hefur aukist töluvert í kjölfar morðsins á George Floyds af höndum lögreglumannsins Dereks Chauvins sem átti sér stað í Bandaríkjunum þann 25. maí 2020. Þótt að þetta atvik hafi átt sér stað hinum megin við Atlantshafið hefur umræðan barist á fjörur Fróns í formi samstöðufundarins þar sem nokkrir ræðumenn, þar á meðal ég, tjáðu sig um hvers vegna svört líf skipta máli og hvað allir Íslendingar eiga að gera til þess að berjast gegn rasisma. Rasismi er eitthvað sem hefur oft á tíðum verið tengt ákveðnum pólitískum flokkum og hugmyndum sem hægri megin eru. Þetta á ekki að koma á óvart eftir að Bandaríkjaforsetinn hefur læst hælisleitendur sem koma að norður yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna í búrum og dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp sem gæti sent hælisleitendur aftur til „öruggra ríkja“ eins og Grikklands og Ungverjalands, ríkja sem hafa orðið hættuleg hælisleitendunum. En rasismi er hugtak sem nær líka út fyrir hefðbundnar pólitískar línur. Það má vel finna rasista sem eru frjálslyndir og/eða vinstrisinnaðir, þótt þeirra rasismi sé oftast aðeins lúmskari. Hér eru bara nokkrar birtingarmyndir þess dulda rasisma. „Svarti vinurinn“ Tókenismi eru málamyndaaðgerðir framkvæmdar til þess að auka fjölbreytileika einhvers staðar (vinnustaður, skóli, o.s.frv.) án þess að hafa nein raunveruleg áhrif á rasisma, kvenhatur, o.s.frv. Tókenisma má ekki bara sjá einungis á löglegan hátt með breytingum í opinberum stofnum en hann sest einnig innan persónulegra sambanda. Vegna þess að ég er dökkur á hörund á Íslandi hef ég stundum verið „svarti vinurinn” sem leyfði öðrum að gorta sig um hvað hann er frjálslyndur og framsækinn. Þar sem ég er svartur maður sem kemur erlendis frá hefur vináttan mín hefur stundum litið á eins og „bikar” sem maður hlýtur heldur en eitthvað með sitt eigið virði. Slíkar vináttur eru svikular og það særir mjög þegar maður uppgötvar það. Alltaf aðgreindur Það er ekkert leyndarmál að ég er dökkur á hörund og þess vegna fer fólk oft að tala strax við mig á ensku alveg óháð pólitískum skoðum þeirra. Sem dæmi má nefna þingmann Vinstri grænna til margra ára, þingmann fylkingar sem segist hafna rasisma í stefnu þeirra. En annað sem ég hef tekið aðeins meira eftir í frjálslyndum hópum er hversu hratt er ég sigtaður út sem „útlendingurinn”. Eitt dæmi um þetta er það að spyrja einungis mig hvort mig langi að tala íslensku eða ensku áður en ég fæ tækifærið til að tala yfir höfuð. Sömuleiðis hefur það gerst oft að ég er sá eini í hópnum sem er spurður um landfræðilegan uppruna, oft í byrjun samtals. Þessar athafnir hafa þau áhrif að láta manni líða eins og maður sé ekki íslenskur. Í mínu tilviki er það ekki alveg rangt að útfæra það, en svo virðist sem ekki sé tekið tillit til þess að brúnt fólk getur vel verið eins íslenskt og allir aðrir. Að sjálfsögðu má sjá þessar birtingarmyndir rasisma frá alls konar fólki af öllum pólitískum skoðunum, en sem frjálslyndur maður sjálfur veit ég að frjálslyndir Íslendingar geta gert betur í þessum málum. Ein helstu gildi frjálslyndra er jafnræði. Ef þú segist standa fyrir jafnræði þarft þú svo að standa fyrir það í öllum aðstæðum, jafnvel ef þú ert sá sem beitir ójafnræðinu. Von mín er sú að við öll, hvort sem við erum vinstra eða hægra megin við miðju, hvort sem við erum frjálslynd eða íhaldssöm, getum lært hvernig á betur að takast á við kynþáttahatur og fordóma, sérstaklega hér á landi. Höfundur er þýðingafræðinemi við Háskóla Íslands. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar