Rafrettur að brenna út? Tómas Guðbjartsson skrifar 12. júní 2020 17:14 Það voru sérlega ánægjulegar fréttir sem birtust á forsíðu Fréttablaðsins í gær en þar kom fram að rafrettunotkun 10. bekkinga hefur dregist saman um næstum helming, eða úr 10% árið 2018 í 6% nú. Á sama tíma hafa reykingar unglinga og fullorðinna dregist saman en aðeins 6% fulllorðinna Íslendinga reykja daglega - sem er sennilega heimsmet. Það er ljóst að aukin fræðsla um skaðsemi rafrettna er að skila sér, ekki síst í kjölfar faraldurs af bráðum lungnaskaða (ARDS) í Bandaríkunum á sl. ári. Einnig spannst þörf umræða í kringum íslensk tilfelli þar sem ungir einstaklingar fengu rof á lunga eftir rafrettunotkun. Sennilega hafa foreldrar því brýnt betur fyrir börnum sínum að láta veipið vera, eins og þeir hafa greinilega gert með sígarettur og áfengi. Þessi frábæru tíðindi slá á þá mítu að rafrettur og veip séu forsenda þess að lækka tíðni reykinga - kenning sem ekki heldur vatni enda hefur lækkun á tíðni reykinga haldist í hendur við minni notkun rafrettna. Veip er vissulega skárra en sígarettur og getur hjálpað sumum einstaklingum að hætta reykingum .Það er þó engan vegin eina leiðin til að ná reykleysi og má t.d. nefna nikótínplástur, neðúða og tyggjó. Rafrettur og veip eru heldur engin saklaus neysluvara, en því miður hefur markaðssetning aðallega beinst að börnum og unglingum, og fyrirtækin þannig reynt að tryggja sér bissness upprennandi nikótínfíkla ævilangt. Rafrettur hafa verið faraldur hér á landi, ekki síst hjá unglingum og menntaskólanemum, og mikilvægt að ná að snúa þeirri þróun við sem snarast. Rannsoknir og greining Nú er brýnt að setja strangari reglugerðir um bragðefni í rafrettuvökva, fækka sölustöðum og takmarka þannig enn frekar aðgengi barna og unglinga að rafrettum. Þannig getum við náð rafrettunotkun unglinga niður í reykingatölur - sem í dag eru vart mælanlegar. Einnig verður að tryggja að settar verði skýrar reglur um sölu nikótínpúða og munntóbaks. Á Íslandi höfum við náð frábærum árangri í tóbaksvörnum og ég er sannfærður um að sú aðferðafræði sem beitt hefur verið hérlendis muni vekja athygli erlendis, líkt og góður árangur okkar í Covid-19 faraldrinum. Fækkun reykingatengdra sjúkdóma mun spara íslensku heilbrigðiskerfi tugi milljarða á næstu áratugum en enn þyngra vega öll þau mannslíf sem bjargað verður með þessum markvissu aðgerðum. Höfundur er hjartaskurðlæknir og prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Rafrettur Nikótínpúðar Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það voru sérlega ánægjulegar fréttir sem birtust á forsíðu Fréttablaðsins í gær en þar kom fram að rafrettunotkun 10. bekkinga hefur dregist saman um næstum helming, eða úr 10% árið 2018 í 6% nú. Á sama tíma hafa reykingar unglinga og fullorðinna dregist saman en aðeins 6% fulllorðinna Íslendinga reykja daglega - sem er sennilega heimsmet. Það er ljóst að aukin fræðsla um skaðsemi rafrettna er að skila sér, ekki síst í kjölfar faraldurs af bráðum lungnaskaða (ARDS) í Bandaríkunum á sl. ári. Einnig spannst þörf umræða í kringum íslensk tilfelli þar sem ungir einstaklingar fengu rof á lunga eftir rafrettunotkun. Sennilega hafa foreldrar því brýnt betur fyrir börnum sínum að láta veipið vera, eins og þeir hafa greinilega gert með sígarettur og áfengi. Þessi frábæru tíðindi slá á þá mítu að rafrettur og veip séu forsenda þess að lækka tíðni reykinga - kenning sem ekki heldur vatni enda hefur lækkun á tíðni reykinga haldist í hendur við minni notkun rafrettna. Veip er vissulega skárra en sígarettur og getur hjálpað sumum einstaklingum að hætta reykingum .Það er þó engan vegin eina leiðin til að ná reykleysi og má t.d. nefna nikótínplástur, neðúða og tyggjó. Rafrettur og veip eru heldur engin saklaus neysluvara, en því miður hefur markaðssetning aðallega beinst að börnum og unglingum, og fyrirtækin þannig reynt að tryggja sér bissness upprennandi nikótínfíkla ævilangt. Rafrettur hafa verið faraldur hér á landi, ekki síst hjá unglingum og menntaskólanemum, og mikilvægt að ná að snúa þeirri þróun við sem snarast. Rannsoknir og greining Nú er brýnt að setja strangari reglugerðir um bragðefni í rafrettuvökva, fækka sölustöðum og takmarka þannig enn frekar aðgengi barna og unglinga að rafrettum. Þannig getum við náð rafrettunotkun unglinga niður í reykingatölur - sem í dag eru vart mælanlegar. Einnig verður að tryggja að settar verði skýrar reglur um sölu nikótínpúða og munntóbaks. Á Íslandi höfum við náð frábærum árangri í tóbaksvörnum og ég er sannfærður um að sú aðferðafræði sem beitt hefur verið hérlendis muni vekja athygli erlendis, líkt og góður árangur okkar í Covid-19 faraldrinum. Fækkun reykingatengdra sjúkdóma mun spara íslensku heilbrigðiskerfi tugi milljarða á næstu áratugum en enn þyngra vega öll þau mannslíf sem bjargað verður með þessum markvissu aðgerðum. Höfundur er hjartaskurðlæknir og prófessor.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar