Rafrettur að brenna út? Tómas Guðbjartsson skrifar 12. júní 2020 17:14 Það voru sérlega ánægjulegar fréttir sem birtust á forsíðu Fréttablaðsins í gær en þar kom fram að rafrettunotkun 10. bekkinga hefur dregist saman um næstum helming, eða úr 10% árið 2018 í 6% nú. Á sama tíma hafa reykingar unglinga og fullorðinna dregist saman en aðeins 6% fulllorðinna Íslendinga reykja daglega - sem er sennilega heimsmet. Það er ljóst að aukin fræðsla um skaðsemi rafrettna er að skila sér, ekki síst í kjölfar faraldurs af bráðum lungnaskaða (ARDS) í Bandaríkunum á sl. ári. Einnig spannst þörf umræða í kringum íslensk tilfelli þar sem ungir einstaklingar fengu rof á lunga eftir rafrettunotkun. Sennilega hafa foreldrar því brýnt betur fyrir börnum sínum að láta veipið vera, eins og þeir hafa greinilega gert með sígarettur og áfengi. Þessi frábæru tíðindi slá á þá mítu að rafrettur og veip séu forsenda þess að lækka tíðni reykinga - kenning sem ekki heldur vatni enda hefur lækkun á tíðni reykinga haldist í hendur við minni notkun rafrettna. Veip er vissulega skárra en sígarettur og getur hjálpað sumum einstaklingum að hætta reykingum .Það er þó engan vegin eina leiðin til að ná reykleysi og má t.d. nefna nikótínplástur, neðúða og tyggjó. Rafrettur og veip eru heldur engin saklaus neysluvara, en því miður hefur markaðssetning aðallega beinst að börnum og unglingum, og fyrirtækin þannig reynt að tryggja sér bissness upprennandi nikótínfíkla ævilangt. Rafrettur hafa verið faraldur hér á landi, ekki síst hjá unglingum og menntaskólanemum, og mikilvægt að ná að snúa þeirri þróun við sem snarast. Rannsoknir og greining Nú er brýnt að setja strangari reglugerðir um bragðefni í rafrettuvökva, fækka sölustöðum og takmarka þannig enn frekar aðgengi barna og unglinga að rafrettum. Þannig getum við náð rafrettunotkun unglinga niður í reykingatölur - sem í dag eru vart mælanlegar. Einnig verður að tryggja að settar verði skýrar reglur um sölu nikótínpúða og munntóbaks. Á Íslandi höfum við náð frábærum árangri í tóbaksvörnum og ég er sannfærður um að sú aðferðafræði sem beitt hefur verið hérlendis muni vekja athygli erlendis, líkt og góður árangur okkar í Covid-19 faraldrinum. Fækkun reykingatengdra sjúkdóma mun spara íslensku heilbrigðiskerfi tugi milljarða á næstu áratugum en enn þyngra vega öll þau mannslíf sem bjargað verður með þessum markvissu aðgerðum. Höfundur er hjartaskurðlæknir og prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Rafrettur Nikótínpúðar Mest lesið Halldór 02.08.2025 Halldór Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það voru sérlega ánægjulegar fréttir sem birtust á forsíðu Fréttablaðsins í gær en þar kom fram að rafrettunotkun 10. bekkinga hefur dregist saman um næstum helming, eða úr 10% árið 2018 í 6% nú. Á sama tíma hafa reykingar unglinga og fullorðinna dregist saman en aðeins 6% fulllorðinna Íslendinga reykja daglega - sem er sennilega heimsmet. Það er ljóst að aukin fræðsla um skaðsemi rafrettna er að skila sér, ekki síst í kjölfar faraldurs af bráðum lungnaskaða (ARDS) í Bandaríkunum á sl. ári. Einnig spannst þörf umræða í kringum íslensk tilfelli þar sem ungir einstaklingar fengu rof á lunga eftir rafrettunotkun. Sennilega hafa foreldrar því brýnt betur fyrir börnum sínum að láta veipið vera, eins og þeir hafa greinilega gert með sígarettur og áfengi. Þessi frábæru tíðindi slá á þá mítu að rafrettur og veip séu forsenda þess að lækka tíðni reykinga - kenning sem ekki heldur vatni enda hefur lækkun á tíðni reykinga haldist í hendur við minni notkun rafrettna. Veip er vissulega skárra en sígarettur og getur hjálpað sumum einstaklingum að hætta reykingum .Það er þó engan vegin eina leiðin til að ná reykleysi og má t.d. nefna nikótínplástur, neðúða og tyggjó. Rafrettur og veip eru heldur engin saklaus neysluvara, en því miður hefur markaðssetning aðallega beinst að börnum og unglingum, og fyrirtækin þannig reynt að tryggja sér bissness upprennandi nikótínfíkla ævilangt. Rafrettur hafa verið faraldur hér á landi, ekki síst hjá unglingum og menntaskólanemum, og mikilvægt að ná að snúa þeirri þróun við sem snarast. Rannsoknir og greining Nú er brýnt að setja strangari reglugerðir um bragðefni í rafrettuvökva, fækka sölustöðum og takmarka þannig enn frekar aðgengi barna og unglinga að rafrettum. Þannig getum við náð rafrettunotkun unglinga niður í reykingatölur - sem í dag eru vart mælanlegar. Einnig verður að tryggja að settar verði skýrar reglur um sölu nikótínpúða og munntóbaks. Á Íslandi höfum við náð frábærum árangri í tóbaksvörnum og ég er sannfærður um að sú aðferðafræði sem beitt hefur verið hérlendis muni vekja athygli erlendis, líkt og góður árangur okkar í Covid-19 faraldrinum. Fækkun reykingatengdra sjúkdóma mun spara íslensku heilbrigðiskerfi tugi milljarða á næstu áratugum en enn þyngra vega öll þau mannslíf sem bjargað verður með þessum markvissu aðgerðum. Höfundur er hjartaskurðlæknir og prófessor.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun