Enski boltinn

Engin nöfn aftan á búningum leikmanna þegar enska úrvalsdeildin snýr aftur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Pogba mun ekki bera nafn sitt á treyjunni snúi hann aftur í byrjunarlið Manchester United þegar þær mæta Tottenham Hotspur þann 19. júní.
Pogba mun ekki bera nafn sitt á treyjunni snúi hann aftur í byrjunarlið Manchester United þegar þær mæta Tottenham Hotspur þann 19. júní. EPA-EFE/PETER POWELL

Í dag var greint frá því að búningar ensku úrvalsdeildarinnar verða ekki merktar með nöfnum í fyrstu tólf leikjunum eftir að deildin snýr aftur. Hafa öll lið deildarinnar samþykkt að vera með slagorðið „Black Lives Matter“ eða „Svört líf skipta máli“ í staðinn á treyjunum og sýna þar með stuðning í verki við réttindabaráttu svartra um heim allan.

Troy Deeney, fyririði Watford, og Wes Morgan, leikmaður Leicester City, spiluðu stóran þátt í þessari ákvörðun en liðin voru einróma í þessari ákvörðun. Þá munu starfslið allra liða deildarinnar bera merki með sömu áletrun sem og merki sem þakkar heilbrigðisstarfsfólki Bretlands fyrir framgöngu sína í kórónufaraldrinum.

Þá verður engum leikmanni refsað fyrir að „taka hné“ fyrir eða á meðan leik stendur.

Enska úrvalsdeildin snýr aftur þann 17. júní og verður leikið þétt þangað til henni lýkur tæpum sex vikum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×