Aron Einar og Heimir ræddu ótrúlegt jafntefli Íslands og Portúgal á EM fyrir fjórum árum | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2020 11:00 Íslenska landsliðið komst verulega undir skinnið á Cristiano Ronaldo á þessum degi fyrir fjórum árum. Vísir/Getty Fyrir fjórum árum gerðu Ísland og Portúgal 1-1 jafntefli í fyrsta leik íslenska karlalandsliðsins á stórmóti í fótbolta. Ísland fór alla leið í 8-liða úrslit þar sem liðið tapaði 5-2 gegn Frakklandi á meðan Portúgal stóð uppi sem Evrópumeistari. Knattspyrnusamband Evrópu hefur birt skemmtilegt myndband í tilefni þessa merka leiks en þar eru svipmyndir úr leiknum ásamt ásamt viðtölum við Aron Einar Gunnarsson, Heimi Hallgrímsson og Nani - markaskorara Portúgals í leiknum. Sjá má myndbandið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Það var mikil spenna enda vorum við að undirbúa okkur – á þeim tíma – fyrir stærsta leik í sögu Íslands,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, um tilfinningu leikmanna fyrir leikinn sem fram fór í Saint-Etienne. Aron Einar fagnar eftir ótrúlegan sigur á Englandi á EM í Frakklandi.vísir/vilhelm „Það var lítill fugl sem hvíslaði að manni að mögulega væri Portúgal of stór biti fyrir okkur svo ég held að mikið að fólki hafi óttast að við myndum tapa stórt,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þáverandi þjálfara liðsins, um sína tilfinningu í aðdraganda leiksins. „Við byrjuðum leikinn nokkuð vel og fengum ágætis færi ásamt því að við héldum þeim í skefjum. Við vorum mjög vel undirbúnir fyrir þennan leik enda vissum við hversu mikil ógn stafaði af þessu portúgalska liði,“ sagði Aron Einar jafnframt. Einnig var rætt við Nani – fyrrum leikmann Manchester United – en hann var sáttur með byrjun sína á mótinu. Þó leikurinn hafi ekki farið eins og Portúgalir höfðu ætlast til þá fór mótið í sögubækurnar hjá Portúgal þar sem liðið stóð uppi sem sigurvegari eftir 1-0 sigur á Frakklandi í úrslitaleik. „Þetta stig gaf okkur mikið sjálfstraust og við gátum byggt á því. Þetta var líklega mikilvægasti leikurinn okkar á öllu mótinu þar sem við höfðum aldrei áður verið á stórmóti og vissum ekki hversu sterkir við værum á því sviði,“ sagði Heimir að lokum. Klippa: Upprifjun: Ísland - Portúgal á EM 2016 Fótbolti Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira
Fyrir fjórum árum gerðu Ísland og Portúgal 1-1 jafntefli í fyrsta leik íslenska karlalandsliðsins á stórmóti í fótbolta. Ísland fór alla leið í 8-liða úrslit þar sem liðið tapaði 5-2 gegn Frakklandi á meðan Portúgal stóð uppi sem Evrópumeistari. Knattspyrnusamband Evrópu hefur birt skemmtilegt myndband í tilefni þessa merka leiks en þar eru svipmyndir úr leiknum ásamt ásamt viðtölum við Aron Einar Gunnarsson, Heimi Hallgrímsson og Nani - markaskorara Portúgals í leiknum. Sjá má myndbandið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Það var mikil spenna enda vorum við að undirbúa okkur – á þeim tíma – fyrir stærsta leik í sögu Íslands,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, um tilfinningu leikmanna fyrir leikinn sem fram fór í Saint-Etienne. Aron Einar fagnar eftir ótrúlegan sigur á Englandi á EM í Frakklandi.vísir/vilhelm „Það var lítill fugl sem hvíslaði að manni að mögulega væri Portúgal of stór biti fyrir okkur svo ég held að mikið að fólki hafi óttast að við myndum tapa stórt,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þáverandi þjálfara liðsins, um sína tilfinningu í aðdraganda leiksins. „Við byrjuðum leikinn nokkuð vel og fengum ágætis færi ásamt því að við héldum þeim í skefjum. Við vorum mjög vel undirbúnir fyrir þennan leik enda vissum við hversu mikil ógn stafaði af þessu portúgalska liði,“ sagði Aron Einar jafnframt. Einnig var rætt við Nani – fyrrum leikmann Manchester United – en hann var sáttur með byrjun sína á mótinu. Þó leikurinn hafi ekki farið eins og Portúgalir höfðu ætlast til þá fór mótið í sögubækurnar hjá Portúgal þar sem liðið stóð uppi sem sigurvegari eftir 1-0 sigur á Frakklandi í úrslitaleik. „Þetta stig gaf okkur mikið sjálfstraust og við gátum byggt á því. Þetta var líklega mikilvægasti leikurinn okkar á öllu mótinu þar sem við höfðum aldrei áður verið á stórmóti og vissum ekki hversu sterkir við værum á því sviði,“ sagði Heimir að lokum. Klippa: Upprifjun: Ísland - Portúgal á EM 2016
Fótbolti Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira