Þórir vill innflytjendur í landsliðið Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2020 13:00 Þórir Hergeirsson hefur verið þjálfari eða aðstoðarþjálfari norska landsliðsins í tvo áratugi. VÍSIR/GETTY Landsliðsþjálfarinn Þórir Hergeirsson segir liðsskipan norska kvennalandsliðsins í handbolta ekki gefa rétta mynd af þjóðinni sem liðið tilheyri. Hann vill fleiri handboltakonur úr fjölskyldum innflytjenda í sitt sigursæla lið. Þórir skrifaði í síðustu viku undir nýjan samning við norska handknattleikssambandið um að stýra kvennalandsliðinu fram yfir Ólympíuleikana í París 2024. Hann hefur verið aðalþjálfari liðsins frá árinu 2009 og aðstoðarþjálfari þar áður í átta ár. Undir stjórn Þóris hefur Noregur tvisvar orðið heimsmeistari, þrisvar Evrópumeistari og einu sinni Ólympíumeistari, auk þess að vinna fleiri verðlaun. Eftir að hafa unnið með landsliðið í tuttugu ár vill Þórir, sem vissulega er sjálfur innflytjandi, eins og fyrr segir fjölga landsliðskonum af erlendum uppruna. „Ég er stoltur af liðinu en ég sé að við endurspeglum ekki þjóðina. Okkur vantar stelpur úr innflytjendafjölskyldum á meistaraflokksstigi. Við erum með nokkra fulltrúa í yngri landsliðunum og vonum að einhverjar þeirra geti tekið skrefið. Það er mikilvægt að einhver sé fyrst og verði öðrum fyrirmynd,“ sagði Þórir við TV2. Thorir Hergeirsson forlenger kontrakten: Landslagssjef i fire nye år: https://t.co/nwaLPuvGcc— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) June 10, 2020 Að sögn Þóris er mikill fjöldi barna og ungmenna úr innflytjendafjölskyldum í handbolta í Noregi. „Það myndi ekkert gleðja mig meira en að við hefðum haft úr nokkrum þeirra að velja í A-landsliðið en svo hefur ekki verið. Við erum með margar í barnahandboltanum og snemma á unglingsaldri en svo detta þær út,“ sagði Þórir. Verðum að spyrja stelpurnar sjálfar Kåre Geir Lio hjá norska handknattleikssambandinu segir að sambandið sé með skýrar áætlanir um að fá fleiri iðkendur úr innflytjendafjölskyldum í handboltann og alla leið upp í A-landsliðið. „Við vinnum að því ötullega að sjá til þess að handbolti sé fyrir alla. Það er spennandi verkefni að fá nýja landsmenn. Við höfum tekið frá sex milljónir [um 84 milljónir íslenskra króna] til að nota yfir þrjú ár og sett starfsfólk í þetta verkefni. Við verðum að átta okkur á að handbolti er ekki svo stór í mörgum af þeim löndum sem fólk kemur frá. Það getur haft sitt að segja. Við reynum að ryðja úr vegi öllum hindrunum,“ sagði Lio. Þórir segir að mikilvægt sé að handboltayfirvöld séu tilbúin að hlusta: „Við verðum að spyrja þau hvernig fólk upplifi handboltann. Það væru mistök að spyrja 56 ára gamlan mann. Við verðum að spyrja stelpurnar, fjölskyldurnar þeirra og samfélagið. Hvað þarf til að þær séu í handbolta eða íþróttum á hæsta stigi?“ Norski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Stefnir í að Þórir verði áfram með norska landsliðið Þórir Hergeirsson verður að öllum líkindum þjálfari norska kvennalandsliðsins næstu fjögur ár. 3. júní 2020 07:30 Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Þórir Hergeirsson segir liðsskipan norska kvennalandsliðsins í handbolta ekki gefa rétta mynd af þjóðinni sem liðið tilheyri. Hann vill fleiri handboltakonur úr fjölskyldum innflytjenda í sitt sigursæla lið. Þórir skrifaði í síðustu viku undir nýjan samning við norska handknattleikssambandið um að stýra kvennalandsliðinu fram yfir Ólympíuleikana í París 2024. Hann hefur verið aðalþjálfari liðsins frá árinu 2009 og aðstoðarþjálfari þar áður í átta ár. Undir stjórn Þóris hefur Noregur tvisvar orðið heimsmeistari, þrisvar Evrópumeistari og einu sinni Ólympíumeistari, auk þess að vinna fleiri verðlaun. Eftir að hafa unnið með landsliðið í tuttugu ár vill Þórir, sem vissulega er sjálfur innflytjandi, eins og fyrr segir fjölga landsliðskonum af erlendum uppruna. „Ég er stoltur af liðinu en ég sé að við endurspeglum ekki þjóðina. Okkur vantar stelpur úr innflytjendafjölskyldum á meistaraflokksstigi. Við erum með nokkra fulltrúa í yngri landsliðunum og vonum að einhverjar þeirra geti tekið skrefið. Það er mikilvægt að einhver sé fyrst og verði öðrum fyrirmynd,“ sagði Þórir við TV2. Thorir Hergeirsson forlenger kontrakten: Landslagssjef i fire nye år: https://t.co/nwaLPuvGcc— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) June 10, 2020 Að sögn Þóris er mikill fjöldi barna og ungmenna úr innflytjendafjölskyldum í handbolta í Noregi. „Það myndi ekkert gleðja mig meira en að við hefðum haft úr nokkrum þeirra að velja í A-landsliðið en svo hefur ekki verið. Við erum með margar í barnahandboltanum og snemma á unglingsaldri en svo detta þær út,“ sagði Þórir. Verðum að spyrja stelpurnar sjálfar Kåre Geir Lio hjá norska handknattleikssambandinu segir að sambandið sé með skýrar áætlanir um að fá fleiri iðkendur úr innflytjendafjölskyldum í handboltann og alla leið upp í A-landsliðið. „Við vinnum að því ötullega að sjá til þess að handbolti sé fyrir alla. Það er spennandi verkefni að fá nýja landsmenn. Við höfum tekið frá sex milljónir [um 84 milljónir íslenskra króna] til að nota yfir þrjú ár og sett starfsfólk í þetta verkefni. Við verðum að átta okkur á að handbolti er ekki svo stór í mörgum af þeim löndum sem fólk kemur frá. Það getur haft sitt að segja. Við reynum að ryðja úr vegi öllum hindrunum,“ sagði Lio. Þórir segir að mikilvægt sé að handboltayfirvöld séu tilbúin að hlusta: „Við verðum að spyrja þau hvernig fólk upplifi handboltann. Það væru mistök að spyrja 56 ára gamlan mann. Við verðum að spyrja stelpurnar, fjölskyldurnar þeirra og samfélagið. Hvað þarf til að þær séu í handbolta eða íþróttum á hæsta stigi?“
Norski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Stefnir í að Þórir verði áfram með norska landsliðið Þórir Hergeirsson verður að öllum líkindum þjálfari norska kvennalandsliðsins næstu fjögur ár. 3. júní 2020 07:30 Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira
Stefnir í að Þórir verði áfram með norska landsliðið Þórir Hergeirsson verður að öllum líkindum þjálfari norska kvennalandsliðsins næstu fjögur ár. 3. júní 2020 07:30