„Stökktu aftur í búrið og þá gef ég þér banana“ Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2020 07:30 Aly Keita er markmaður og fyrirliði Östersund. VÍSIR/GETTY Dómari í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta fær ekki að dæma á næstunni eftir að hafa orðið uppvís að því að segja þeldökkum markverði að fara í markið sitt „því þá fengi hann banana“. Markvörðurinn sem um ræðir er fyrirliði Östersund, Aly Keita, sem greindi í hlaðvarpsþætti frá samskiptum sínum við dómarann Martin Strömbergsson í leik gegn Sundsvall í fyrra. „Í fyrra sagði dómari við mig: „Hættu að tala. Farðu aftur í markið þitt svo að ég geti kastað banönum til þín.“ Hann sagði fyrirgefðu og að hann hefði ekki meint þetta. En ég sagði honum að þetta væri hrikalega rasískt og að þetta væri ekki eitthvað sem ég gæti liðið. Mér fannst algjörlega sjúkt af honum að segja eitthvað þessu líkt. Það tók mig smástund að átta mig á því hvað hann hefði sagt, en svo varð ég mjög reiður.“ Strömbergsson kveðst fullur eftirsjár og segist hafa verið að reyna að grínast. „Ég fann það strax þegar ég sagði „stökktu aftur í búrið og þá gef ég þér banana“… Þetta er gamalt orðagrín frá Gävleborg, sem ég hef notað við markverði. Þetta snerist ekkert um það að hann væri dökkur á hörund,“ sagði dómarinn við Expressen. „Ég var alveg miður mín. Ég bað hann afsökunar og faðmaði hann. Ég dæmdi leik hjá Keita í næstu umferð og það fyrsta sem ég gerði var að biðjast afsökunar. Þetta er mér mikilvægt. Ég viðurkenni að þetta voru svakaleg mistök, en þetta er orðatiltæki og snýst bara um það. Ég er búinn að hringja í allt liðið og tala við þá. Ég er mjög leiður. Þetta voru mistök,“ sagði Strömbergsson. Samkvæmt Stefan Johannesson, yfirmanni dómaramála í Svíþjóð, mun Strömbergsson ekki dæma leiki á næstunni, eða að minnsta kosti þar til að málið hefur verið að fullu rannsakað. „Þetta voru alveg ótrúlega heimskuleg ummæli,“ sagði Johannesson, og sagði synd að Keita hefði ekki tilkynnt um ummælin strax. Sænski boltinn Kynþáttafordómar Svíþjóð Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Sport Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
Dómari í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta fær ekki að dæma á næstunni eftir að hafa orðið uppvís að því að segja þeldökkum markverði að fara í markið sitt „því þá fengi hann banana“. Markvörðurinn sem um ræðir er fyrirliði Östersund, Aly Keita, sem greindi í hlaðvarpsþætti frá samskiptum sínum við dómarann Martin Strömbergsson í leik gegn Sundsvall í fyrra. „Í fyrra sagði dómari við mig: „Hættu að tala. Farðu aftur í markið þitt svo að ég geti kastað banönum til þín.“ Hann sagði fyrirgefðu og að hann hefði ekki meint þetta. En ég sagði honum að þetta væri hrikalega rasískt og að þetta væri ekki eitthvað sem ég gæti liðið. Mér fannst algjörlega sjúkt af honum að segja eitthvað þessu líkt. Það tók mig smástund að átta mig á því hvað hann hefði sagt, en svo varð ég mjög reiður.“ Strömbergsson kveðst fullur eftirsjár og segist hafa verið að reyna að grínast. „Ég fann það strax þegar ég sagði „stökktu aftur í búrið og þá gef ég þér banana“… Þetta er gamalt orðagrín frá Gävleborg, sem ég hef notað við markverði. Þetta snerist ekkert um það að hann væri dökkur á hörund,“ sagði dómarinn við Expressen. „Ég var alveg miður mín. Ég bað hann afsökunar og faðmaði hann. Ég dæmdi leik hjá Keita í næstu umferð og það fyrsta sem ég gerði var að biðjast afsökunar. Þetta er mér mikilvægt. Ég viðurkenni að þetta voru svakaleg mistök, en þetta er orðatiltæki og snýst bara um það. Ég er búinn að hringja í allt liðið og tala við þá. Ég er mjög leiður. Þetta voru mistök,“ sagði Strömbergsson. Samkvæmt Stefan Johannesson, yfirmanni dómaramála í Svíþjóð, mun Strömbergsson ekki dæma leiki á næstunni, eða að minnsta kosti þar til að málið hefur verið að fullu rannsakað. „Þetta voru alveg ótrúlega heimskuleg ummæli,“ sagði Johannesson, og sagði synd að Keita hefði ekki tilkynnt um ummælin strax.
Sænski boltinn Kynþáttafordómar Svíþjóð Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Sport Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira