Að leggja bílnum á lífeyrisaldri Björn Berg Gunnarsson skrifar 19. júní 2020 08:00 Það getur verið æði kostnaðarsamt að eiga og reka bíl. Auk þess getur komið sá tími að við treystum okkur ekki eða kjósum síður að keyra sjálf og viljum skoða aðra fararmáta. En hvað kostar þetta allt saman? Er ekki allt of dýrt að skipta bílnum út fyrir leigubílaferðir eða gæti það verið raunhæfur kostur? Leigubílar Á grafinu hér að neðan er að finna dæmi um kostnað við tiltekinn fjölda leigubílaferða í viku hverri. Auk þess er hægt að leigja leigubíl í klukkustund. Hér er miðað við að eknir séu 5 kílómetrar í hvora átt, sem samsvarar t.d. akstri frá Seltjarnarnesi í Kringluna. Til samanburðar hefur Félag íslenskra bifreiðaeigenda um árabil tekið saman dæmi um rekstrarkostnað eigin bifreiðar. Samkvæmt áætlun þeirra fyrir árið 2020 kostar tæpar 1,4 milljónir króna að eiga og reka 3,6 milljóna króna bíl og aka hann 15.000 kílómetra á ári. Inni í þeirri tölu er verðlækkun bílsins, eldsneyti, tryggingar, dekk, skoðun og fleira. Ef við berum þann kostnað saman við notkun leigubíls sést að kannski er leigubíllinn raunhæfari kostur en halda mætti við fyrstu sýn og gæti jafnvel verið ódýrari en rekstur eigin bíls. Í þeim tilvikum sem lífeyrisþegum bjóðast afsláttarkjör á þjónustu leigubílastöðva eykst sparnaðurinn enn frekar. Aðrir kostir En hvað með að nýta fleiri en einn valkost? Sé gott aðgengi að strætóstoppistöð og veðrið skaplegt má svo sannarlega nýta sér þá þjónustu sem oftast. Árskort fyrir 67 ára og eldri kostar einungis 23.200 krónur og getur notkun strætisvagna dregið stórlega úr samgöngukostnaði heimilisins. Þar að auki hafa svokallaðir Zipbílar hafið innreið sína á íslenskan markað, en nálgast má slíka bíla á bílastæðum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið og greiða klukkutímagjald fyrir notkun þeirra, auk mánaðargjalds. Sé slíkur bíll leigður 5 daga vikunnar í 90 mínútur í senn er heildarkostnaðurinn um hálf milljón króna á ári, sem líklegt er að sé talsvert undir rekstrarkostnaði hins hefðbundna fjölskyldubíls. Með blandaðri notkun fararskjóta sem henta tilefni, veðri, efnum og hentisemi má svo sannarlega láta á það reyna hvort hægt sé að spara einhverja fjármuni og jafnvel láta aðra um aksturinn og láta fara vel um sig. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílar Eldri borgarar Leigubílar Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það getur verið æði kostnaðarsamt að eiga og reka bíl. Auk þess getur komið sá tími að við treystum okkur ekki eða kjósum síður að keyra sjálf og viljum skoða aðra fararmáta. En hvað kostar þetta allt saman? Er ekki allt of dýrt að skipta bílnum út fyrir leigubílaferðir eða gæti það verið raunhæfur kostur? Leigubílar Á grafinu hér að neðan er að finna dæmi um kostnað við tiltekinn fjölda leigubílaferða í viku hverri. Auk þess er hægt að leigja leigubíl í klukkustund. Hér er miðað við að eknir séu 5 kílómetrar í hvora átt, sem samsvarar t.d. akstri frá Seltjarnarnesi í Kringluna. Til samanburðar hefur Félag íslenskra bifreiðaeigenda um árabil tekið saman dæmi um rekstrarkostnað eigin bifreiðar. Samkvæmt áætlun þeirra fyrir árið 2020 kostar tæpar 1,4 milljónir króna að eiga og reka 3,6 milljóna króna bíl og aka hann 15.000 kílómetra á ári. Inni í þeirri tölu er verðlækkun bílsins, eldsneyti, tryggingar, dekk, skoðun og fleira. Ef við berum þann kostnað saman við notkun leigubíls sést að kannski er leigubíllinn raunhæfari kostur en halda mætti við fyrstu sýn og gæti jafnvel verið ódýrari en rekstur eigin bíls. Í þeim tilvikum sem lífeyrisþegum bjóðast afsláttarkjör á þjónustu leigubílastöðva eykst sparnaðurinn enn frekar. Aðrir kostir En hvað með að nýta fleiri en einn valkost? Sé gott aðgengi að strætóstoppistöð og veðrið skaplegt má svo sannarlega nýta sér þá þjónustu sem oftast. Árskort fyrir 67 ára og eldri kostar einungis 23.200 krónur og getur notkun strætisvagna dregið stórlega úr samgöngukostnaði heimilisins. Þar að auki hafa svokallaðir Zipbílar hafið innreið sína á íslenskan markað, en nálgast má slíka bíla á bílastæðum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið og greiða klukkutímagjald fyrir notkun þeirra, auk mánaðargjalds. Sé slíkur bíll leigður 5 daga vikunnar í 90 mínútur í senn er heildarkostnaðurinn um hálf milljón króna á ári, sem líklegt er að sé talsvert undir rekstrarkostnaði hins hefðbundna fjölskyldubíls. Með blandaðri notkun fararskjóta sem henta tilefni, veðri, efnum og hentisemi má svo sannarlega láta á það reyna hvort hægt sé að spara einhverja fjármuni og jafnvel láta aðra um aksturinn og láta fara vel um sig. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun