Ekki fleiri heimilisofbeldismál á borð lögreglu í einum mánuði frá 2015 Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. júní 2020 07:00 Lögregla hefur kallað eftir því að ákvæði um umsáturseinelti verði sett í hegningarlög. Vísir/Vilhelm Frá árinu 2015 hafa heimilisofbeldismál hér á landi aldrei verið fleiri í einum mánuði en nú í maí. Málin voru nítján prósent fleiri eftir sex mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Málið kom til umræðu á alþingi í gær með fyrirspurn Sigurðar Páls Jónssonar, þingmanns Miðflokksins um þróun síðustu ára. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra segir erfitt á þessari stundu hvort brotum hafi í í raun fjölgað eða hvort tilkynningum fari fjölgandi frá því að samkomutakmarkanir voru settar á vegna kórónuveirufaraldursins. „Mikilvægt er að fylgjast vel með þessari þróun til að meta hvort það hafi orðið raunbreytingar á fjölda brota en til þess þarf að skoða reynslu almennings að brotum samhliða gögnum lögreglu og er slíkt gert til dæmis með þolendakönnun sem lögregla framkvæmir árlega í upphafi hvers árs,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra í svari sínu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, svaraði óundirbúnum fyrirspurnum um heimilisofbeldi á Alþingi í gær.Vísir/Vilhelm 207 tilkynningar um heimilsofbeldi í apríl og maí Tilkynningar um heimilisofbeldi voru 106 í maí og 101 í apríl. Málum fjölgaði í sjö af níu embættum lögreglunnar fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra og er mesta aukningin hjá þremur stærstu embættunum. Dómsmálaráðherra segir að heilmargt gott hafi áunnist í málaflokknum síðustu ár og að enn sé verið að vinna að frekari umbótum. „Kallað hefur verið frá því frá lögreglunni að ákvæði um umsáturseinelti í hegningarlögin og hugsa ég að ég komu með frumvarp í haust með þeirri breytingu og eru þessar breytingar til þess fallnar til þess að auka vernd þolanda fyrir ágangi brotamanna sem byrjar oft með heimilisofbeldi,“ sagði Áslaug. Heimilisofbeldi var rætt á Alþingi í gær.Vísir/Vilhelm Heimilisofbeldi verður ekki liðið Í maí skipuðu dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra aðgerðarteymi gegn heimilisofbeldi vegna þeirra aukningar sem hefur orðið. „Ofbeldi geng börnum á tímum Covid-19 og aðgerðirnar munu miða sérstaklega að viðkvæmum hópum. Það með talið börnum, konum af erlendum uppruna, öldruðum og fötluðum sem reynst hefur í meiri hættu að verða fyrir ofbeldi,“ sagði Áslaug. Lögreglan Alþingi Félagsmál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Frá árinu 2015 hafa heimilisofbeldismál hér á landi aldrei verið fleiri í einum mánuði en nú í maí. Málin voru nítján prósent fleiri eftir sex mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Málið kom til umræðu á alþingi í gær með fyrirspurn Sigurðar Páls Jónssonar, þingmanns Miðflokksins um þróun síðustu ára. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra segir erfitt á þessari stundu hvort brotum hafi í í raun fjölgað eða hvort tilkynningum fari fjölgandi frá því að samkomutakmarkanir voru settar á vegna kórónuveirufaraldursins. „Mikilvægt er að fylgjast vel með þessari þróun til að meta hvort það hafi orðið raunbreytingar á fjölda brota en til þess þarf að skoða reynslu almennings að brotum samhliða gögnum lögreglu og er slíkt gert til dæmis með þolendakönnun sem lögregla framkvæmir árlega í upphafi hvers árs,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra í svari sínu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, svaraði óundirbúnum fyrirspurnum um heimilisofbeldi á Alþingi í gær.Vísir/Vilhelm 207 tilkynningar um heimilsofbeldi í apríl og maí Tilkynningar um heimilisofbeldi voru 106 í maí og 101 í apríl. Málum fjölgaði í sjö af níu embættum lögreglunnar fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra og er mesta aukningin hjá þremur stærstu embættunum. Dómsmálaráðherra segir að heilmargt gott hafi áunnist í málaflokknum síðustu ár og að enn sé verið að vinna að frekari umbótum. „Kallað hefur verið frá því frá lögreglunni að ákvæði um umsáturseinelti í hegningarlögin og hugsa ég að ég komu með frumvarp í haust með þeirri breytingu og eru þessar breytingar til þess fallnar til þess að auka vernd þolanda fyrir ágangi brotamanna sem byrjar oft með heimilisofbeldi,“ sagði Áslaug. Heimilisofbeldi var rætt á Alþingi í gær.Vísir/Vilhelm Heimilisofbeldi verður ekki liðið Í maí skipuðu dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra aðgerðarteymi gegn heimilisofbeldi vegna þeirra aukningar sem hefur orðið. „Ofbeldi geng börnum á tímum Covid-19 og aðgerðirnar munu miða sérstaklega að viðkvæmum hópum. Það með talið börnum, konum af erlendum uppruna, öldruðum og fötluðum sem reynst hefur í meiri hættu að verða fyrir ofbeldi,“ sagði Áslaug.
Lögreglan Alþingi Félagsmál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira