Innlent

Öflug jarðskjálftahrina fyrir norðan

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Skjáskot af vef Veðurstofu Íslands

Jarðskjálftahrina hófst norður fyrir Norðurlandi eftir hádegi. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að allt hafi byrjað að hristast 18 kílómetra VNV af Gjögurtá.

Aðspurðir segir Einar að jarðskjálftahrinan sé öflug.

„Hrinan hófst um klukkan 13:40 og síðan þá hafa komið inn í sjálfvirka mælakerfið tæplega þrjátíu skjálftar. Hrinan er snörp. Skjálftarnir koma margir á svipuðum stað. Stærstu skjálftarnir hafa verið tæplega þrír að stærð,“ segir Einar.

Skjálftarnir eru á þekktri jarðskjálftasprungu og segir Einar að ekki sé hægt að segja til um framhaldið en að vel sé fylgst með þróun mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×