Skjálftahrinan gæti staðið yfir í nokkra daga Andri Eysteinsson skrifar 20. júní 2020 22:31 Staðan eins og hún var klukkan 22:25. Stjörnumerktir jarðskjálfar eru stærri en 3,0. Veðurstofan „Svona öflugar hrinur eiga það til að standa yfir í dálítið langan tíma, alveg þess vegna í nokkra daga,“ segir sérfræðingur Veðurstofunnar um skjálftavirkni sem gætt hefur á Norðurlandi síðasta sólarhringinn. Skjálftahrinan hófst í gærkvöldi og mældust skjálfta þá að stærðinni 3 en í dag virðist svo vera að skjálftarnir hafi orðið harðari en tveir skjálftar yfir 5,0 að stærð hafa mælst í dag. Miðja skjálftavirkninnar virðist vera norðvestur af Gjögurtá á Tröllaskaga, en sjálfvirkt kerfi Veðurstofunnar hefur numið yfir 900 skjálftar frá byrjun hrinunnar. Afleiðingar stærsta skjálftans, þess sem mældist 5,6 að stærð klukkan 19:26 voru þær að jörð skalf og gluggar nötruðu víða um norðurland, mikið grjóthrun varð úr fjallshlíðum, þar á meðal úr Gjögurtá. Engar tilkynningar höfðu borist til Almannavarnardeildar um tjón eða slys á fólki klukkan 21 í kvöld. Þá fannst skjálftinn víða um land en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni bárust tilkynningar frá Norðurlandi, frá Akranesi og einnig frá flugturninum á Reykjavíkurflugvelli. Þegar litið er á gögn sem birt eru á vef veðurstofunnar virðast skjálftarnir sem mælst hafa í kvöld ívið harðari en þeir sem mældust fyrr í hrinunni. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri Náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunni segir í samtali við Vísi að erfitt sé að útskýra það. „Það er greinilega mikill óstöðugleiki þarna en þetta er eitthvað sem við vitum að gerist þegar svona hrinur fara í gang. Þá setja þær í gang fleiri skjálfta og virkja smám saman stærra og stærra svæði með keðjuverkun,“ sagði Kristín „Þetta er enn sem komið er á mjög svipuðu svæði en mér finnst ekkert ólíklegt að það eigi eftir að breytast.“ Töluvert hefur verið fjallað um skjálftavirkni á eldfjallaeyjunni Íslandi í vetur en þá einna helst vegna jarðhræringa í grennd við fjallið Þorbjörn við Grindavík. Skjálftarnir sem mælst hafa á því svæði hafa ekki náð sömu hæðum og þeir sem mældust nú í dag en síðast mældist jarðskjálfti af svipaðri stærð á svæðinu sem um ræðir árið 2012. Lítið lát virðist vera á virkninni í kvöld en ekki er hægt að segja til um hversu lengi skjálftahrinan mun vara. „Þetta er svona kviðukennd virkni. Í gærkvöldi mældust skjálftar allt að stærðinni 3 og svo dró úr þessu. Síðan kom smá forvirkni fyrir skjálftann sem mældist 5,2 um klukkan 15:05, svo var töluverð virkni eftir það. Síðan kom smá pása og þá kemur þessi klukkan 19:26. Þetta er kviðukennt, einmitt þegar maður heldur að þetta sé að verða búið, þá gerist eitthvað meira,“ sagði Kristín Jónsdóttir hópstjóri Náttúruvárvöktunar í samtali við Vísi. Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Svona öflugar hrinur eiga það til að standa yfir í dálítið langan tíma, alveg þess vegna í nokkra daga,“ segir sérfræðingur Veðurstofunnar um skjálftavirkni sem gætt hefur á Norðurlandi síðasta sólarhringinn. Skjálftahrinan hófst í gærkvöldi og mældust skjálfta þá að stærðinni 3 en í dag virðist svo vera að skjálftarnir hafi orðið harðari en tveir skjálftar yfir 5,0 að stærð hafa mælst í dag. Miðja skjálftavirkninnar virðist vera norðvestur af Gjögurtá á Tröllaskaga, en sjálfvirkt kerfi Veðurstofunnar hefur numið yfir 900 skjálftar frá byrjun hrinunnar. Afleiðingar stærsta skjálftans, þess sem mældist 5,6 að stærð klukkan 19:26 voru þær að jörð skalf og gluggar nötruðu víða um norðurland, mikið grjóthrun varð úr fjallshlíðum, þar á meðal úr Gjögurtá. Engar tilkynningar höfðu borist til Almannavarnardeildar um tjón eða slys á fólki klukkan 21 í kvöld. Þá fannst skjálftinn víða um land en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni bárust tilkynningar frá Norðurlandi, frá Akranesi og einnig frá flugturninum á Reykjavíkurflugvelli. Þegar litið er á gögn sem birt eru á vef veðurstofunnar virðast skjálftarnir sem mælst hafa í kvöld ívið harðari en þeir sem mældust fyrr í hrinunni. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri Náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunni segir í samtali við Vísi að erfitt sé að útskýra það. „Það er greinilega mikill óstöðugleiki þarna en þetta er eitthvað sem við vitum að gerist þegar svona hrinur fara í gang. Þá setja þær í gang fleiri skjálfta og virkja smám saman stærra og stærra svæði með keðjuverkun,“ sagði Kristín „Þetta er enn sem komið er á mjög svipuðu svæði en mér finnst ekkert ólíklegt að það eigi eftir að breytast.“ Töluvert hefur verið fjallað um skjálftavirkni á eldfjallaeyjunni Íslandi í vetur en þá einna helst vegna jarðhræringa í grennd við fjallið Þorbjörn við Grindavík. Skjálftarnir sem mælst hafa á því svæði hafa ekki náð sömu hæðum og þeir sem mældust nú í dag en síðast mældist jarðskjálfti af svipaðri stærð á svæðinu sem um ræðir árið 2012. Lítið lát virðist vera á virkninni í kvöld en ekki er hægt að segja til um hversu lengi skjálftahrinan mun vara. „Þetta er svona kviðukennd virkni. Í gærkvöldi mældust skjálftar allt að stærðinni 3 og svo dró úr þessu. Síðan kom smá forvirkni fyrir skjálftann sem mældist 5,2 um klukkan 15:05, svo var töluverð virkni eftir það. Síðan kom smá pása og þá kemur þessi klukkan 19:26. Þetta er kviðukennt, einmitt þegar maður heldur að þetta sé að verða búið, þá gerist eitthvað meira,“ sagði Kristín Jónsdóttir hópstjóri Náttúruvárvöktunar í samtali við Vísi.
Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira