Klopp ber ómælda virðingu fyrir Rashford Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2020 09:14 Jürgen Klopp á æfingu Liverpool. Liðið snýr aftur til keppni í dag. VÍSIR/GETTY Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir Marcus Rashford, framherja Manchester United, hafa sýnt að fótboltamenn geti nýtt sína stöðu til að knýja fram afar mikilvægar breytingar. Rashford barðist fyrir því, og hafði loks í gegn í nýliðinni viku, að bresk stjórnvöld myndu draga til baka ákvörðun sína um að hætta með fríar skólamáltíðir. Barátta Rashford gagnast 1,3 milljón skólakrakka. „Marcus Rashford, ég verð að segja að ég ber ómælda virðingu fyrir því sem þú gerðir. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Klopp við Sky Sports í aðdraganda grannaslagsins við Everton í dag. „Það er svolítil synd að þú skulir hafa þurft að gera þetta en samt ótrúlegt að þú skyldir gera það. Þetta sýnir svo vel hvað ein manneskja, með nafni sínu og eljusemi, getur breytt mikilvægum hlutum. Við erum öll hluti af þessu samfélagi og tökum öll þátt í því,“ sagði Klopp. Ekki hægt að bera saman leiki með og án stuðningsmanna Klopp var einnig spurður út í það að snúa nú aftur til keppni en án stuðningsmanna á vellinum. Hann kvaðst vonast til að fótboltasamfélagið hefði lært ýmislegt af síðustu mánuðum, í kórónuveirufaraldrinum, og það mikilvægasta væri að „við viljum aldrei aftur þurfa að spila fyrir luktum dyrum.“ Hann vonast til að leikmenn láti það sem minnst á sig fá á Goodison Park í dag. „Það ætti enginn að bera saman frammistöðu manna með eða án stuðningsmanna, því ekkert af þessum frægu Meistaradeildarkvöldum á Anfield hefði orðið til án stuðningsmannanna,“ sagði Klopp. „Menn geta ekki snúið leik við, eða jú þeir geta það, en það er ekki eins líklegt þegar það eru ekki stuðningsmenn. Ástæðan fyrir því að þetta hefur oft tekist á Anfield eru lætin í stuðningsmönnum. Það er ekki nokkur vafi á því,“ sagði Klopp. Enski boltinn Tengdar fréttir Þrautseigja Rashford skilaði óvænt tilætluðum árangri Óvænt U-beygja hefur átt sér stað er varðar málefni barna í Bretlandi. Sóknarmaður Manchester United spilar þar stóra rullu. 16. júní 2020 14:15 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir Marcus Rashford, framherja Manchester United, hafa sýnt að fótboltamenn geti nýtt sína stöðu til að knýja fram afar mikilvægar breytingar. Rashford barðist fyrir því, og hafði loks í gegn í nýliðinni viku, að bresk stjórnvöld myndu draga til baka ákvörðun sína um að hætta með fríar skólamáltíðir. Barátta Rashford gagnast 1,3 milljón skólakrakka. „Marcus Rashford, ég verð að segja að ég ber ómælda virðingu fyrir því sem þú gerðir. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Klopp við Sky Sports í aðdraganda grannaslagsins við Everton í dag. „Það er svolítil synd að þú skulir hafa þurft að gera þetta en samt ótrúlegt að þú skyldir gera það. Þetta sýnir svo vel hvað ein manneskja, með nafni sínu og eljusemi, getur breytt mikilvægum hlutum. Við erum öll hluti af þessu samfélagi og tökum öll þátt í því,“ sagði Klopp. Ekki hægt að bera saman leiki með og án stuðningsmanna Klopp var einnig spurður út í það að snúa nú aftur til keppni en án stuðningsmanna á vellinum. Hann kvaðst vonast til að fótboltasamfélagið hefði lært ýmislegt af síðustu mánuðum, í kórónuveirufaraldrinum, og það mikilvægasta væri að „við viljum aldrei aftur þurfa að spila fyrir luktum dyrum.“ Hann vonast til að leikmenn láti það sem minnst á sig fá á Goodison Park í dag. „Það ætti enginn að bera saman frammistöðu manna með eða án stuðningsmanna, því ekkert af þessum frægu Meistaradeildarkvöldum á Anfield hefði orðið til án stuðningsmannanna,“ sagði Klopp. „Menn geta ekki snúið leik við, eða jú þeir geta það, en það er ekki eins líklegt þegar það eru ekki stuðningsmenn. Ástæðan fyrir því að þetta hefur oft tekist á Anfield eru lætin í stuðningsmönnum. Það er ekki nokkur vafi á því,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Tengdar fréttir Þrautseigja Rashford skilaði óvænt tilætluðum árangri Óvænt U-beygja hefur átt sér stað er varðar málefni barna í Bretlandi. Sóknarmaður Manchester United spilar þar stóra rullu. 16. júní 2020 14:15 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Þrautseigja Rashford skilaði óvænt tilætluðum árangri Óvænt U-beygja hefur átt sér stað er varðar málefni barna í Bretlandi. Sóknarmaður Manchester United spilar þar stóra rullu. 16. júní 2020 14:15