Ekkert lát á jarðskjálftahrinunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2020 13:22 Jarðskjálftahrinan hefur ollið miklu grjóthruni bæði á Tröllaskaga, Flateyjarskaga og í Málmey. Vísir/Jóhann - AÐSEND/SIGURGEIR HARALDSSON Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni sem hófst um hádegisbil á föstudag á Norðurlandi. Sjálfvirka jarðskjálftakerfi Veðurstofu Íslands hefur mælt tæplega 2000 skjálfta á svæðinu og þar af eru rúmlega 600 sem hafa riðið yfir frá miðnætti. Rúmlega 70 þessara skjálfta hafa mælst yfir 3 að stærð og stærsti skjálftinn mældist 5,6 að stærð en hann reið yfir klukkan hálf átta í gærkvöldi. Skjálftinn fannst vel og bárust fregnir frá Ísafirði um að skjálftinn hafi fundist þar. Jarðskjálftarnir eiga upptök sín um 20 km norðaustur af Siglufirði og hafa haldist á svipuðum slóðum frá því á föstudag. Klukkan hálf tólf í dag mældist skjálfti af stærðinni 4 sem fannst á Siglufirði og Akureyri. Um klukkan þrjú í nótt mældist skjálfti af stærðinni 4,3 og fylgdi honum eftirskjálfti af stærðinni 3,5. Tilkynningar bárust veðurstofunni að skjálftinn í nótt hafi fundist í Eyjafirði, á Ólafsfirði og Siglufirði. Stærri skjálftar hafa fundist víða um landið, á öllu Norðurlandi og eins og fyrr sagði allt að Ísafirði. Hægt er að tilkynna um að hafa fundið fyrir skjálfta hér. Fram kemur í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra að búast megi við að skjálftahrinan haldi áfram næstu daga. Hrina af svipaðri gerð reið yfir á svæðinu árið 2012 og mældust þá sex skjálftar yfir 5 að stærð. Í hrinunni núna hafa tveir mælst yfir 5 og segir í tilkynningunni að ekki sé hægt að útiloka að þeir verði fleiri. Þá hefur verið talsvert um grjóthrun á Tröllaskaga og Flateyjarskaga en einnig hafa borist tilkynningar um hrun í Málmey. Rafmagnsleysi var í Kelduhverfi eftir skjálftann sem reið yfir um hálf átta í gær en engar tilkynningar hafa borist um eignatjón eða slys vegna skjálftanna í gær. Varað er við því að fólk aki um vegi sem liggja undir bröttum hlíðum á svæðinu og er fólk sem ferðast um fjöll eða brattlendi að varað við hrun- og skriðhættu. Því er ekki mælt með að fólk sé mikið til fjalla á meðan jarðskjálftahrinan er í gangi. Eldgos og jarðhræringar Fjallamennska Fjallabyggð Tengdar fréttir Fleiri en 1.500 skjálftar eftir að hrinan hófst Yfir 1.500 jarðskjálftar hafa mælst undanfarna tvo sólarhringa frá því að jarðskjálftahrina hófst um tuttugu kílómetra norðaustur af Siglufirði. 21. júní 2020 07:28 Skjálftahrinan gæti staðið yfir í nokkra daga „Svona öflugar hrinur eiga það til að standa yfir í dálítið langan tíma, alveg þess vegna í nokkra daga,“ segir sérfræðingur Veðurstofunnar um skjálftavirkni sem gætt hefur á Norðurlandi síðasta sólarhringinn. 20. júní 2020 22:31 Mikið af grjóti hrundi úr Gjögurtá Mikið grjóthrun hefur verið úr fjallshlíðum á norðurlandi eftir jarðskjálftann klukkan 19:26. 20. júní 2020 21:35 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni sem hófst um hádegisbil á föstudag á Norðurlandi. Sjálfvirka jarðskjálftakerfi Veðurstofu Íslands hefur mælt tæplega 2000 skjálfta á svæðinu og þar af eru rúmlega 600 sem hafa riðið yfir frá miðnætti. Rúmlega 70 þessara skjálfta hafa mælst yfir 3 að stærð og stærsti skjálftinn mældist 5,6 að stærð en hann reið yfir klukkan hálf átta í gærkvöldi. Skjálftinn fannst vel og bárust fregnir frá Ísafirði um að skjálftinn hafi fundist þar. Jarðskjálftarnir eiga upptök sín um 20 km norðaustur af Siglufirði og hafa haldist á svipuðum slóðum frá því á föstudag. Klukkan hálf tólf í dag mældist skjálfti af stærðinni 4 sem fannst á Siglufirði og Akureyri. Um klukkan þrjú í nótt mældist skjálfti af stærðinni 4,3 og fylgdi honum eftirskjálfti af stærðinni 3,5. Tilkynningar bárust veðurstofunni að skjálftinn í nótt hafi fundist í Eyjafirði, á Ólafsfirði og Siglufirði. Stærri skjálftar hafa fundist víða um landið, á öllu Norðurlandi og eins og fyrr sagði allt að Ísafirði. Hægt er að tilkynna um að hafa fundið fyrir skjálfta hér. Fram kemur í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra að búast megi við að skjálftahrinan haldi áfram næstu daga. Hrina af svipaðri gerð reið yfir á svæðinu árið 2012 og mældust þá sex skjálftar yfir 5 að stærð. Í hrinunni núna hafa tveir mælst yfir 5 og segir í tilkynningunni að ekki sé hægt að útiloka að þeir verði fleiri. Þá hefur verið talsvert um grjóthrun á Tröllaskaga og Flateyjarskaga en einnig hafa borist tilkynningar um hrun í Málmey. Rafmagnsleysi var í Kelduhverfi eftir skjálftann sem reið yfir um hálf átta í gær en engar tilkynningar hafa borist um eignatjón eða slys vegna skjálftanna í gær. Varað er við því að fólk aki um vegi sem liggja undir bröttum hlíðum á svæðinu og er fólk sem ferðast um fjöll eða brattlendi að varað við hrun- og skriðhættu. Því er ekki mælt með að fólk sé mikið til fjalla á meðan jarðskjálftahrinan er í gangi.
Eldgos og jarðhræringar Fjallamennska Fjallabyggð Tengdar fréttir Fleiri en 1.500 skjálftar eftir að hrinan hófst Yfir 1.500 jarðskjálftar hafa mælst undanfarna tvo sólarhringa frá því að jarðskjálftahrina hófst um tuttugu kílómetra norðaustur af Siglufirði. 21. júní 2020 07:28 Skjálftahrinan gæti staðið yfir í nokkra daga „Svona öflugar hrinur eiga það til að standa yfir í dálítið langan tíma, alveg þess vegna í nokkra daga,“ segir sérfræðingur Veðurstofunnar um skjálftavirkni sem gætt hefur á Norðurlandi síðasta sólarhringinn. 20. júní 2020 22:31 Mikið af grjóti hrundi úr Gjögurtá Mikið grjóthrun hefur verið úr fjallshlíðum á norðurlandi eftir jarðskjálftann klukkan 19:26. 20. júní 2020 21:35 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Fleiri en 1.500 skjálftar eftir að hrinan hófst Yfir 1.500 jarðskjálftar hafa mælst undanfarna tvo sólarhringa frá því að jarðskjálftahrina hófst um tuttugu kílómetra norðaustur af Siglufirði. 21. júní 2020 07:28
Skjálftahrinan gæti staðið yfir í nokkra daga „Svona öflugar hrinur eiga það til að standa yfir í dálítið langan tíma, alveg þess vegna í nokkra daga,“ segir sérfræðingur Veðurstofunnar um skjálftavirkni sem gætt hefur á Norðurlandi síðasta sólarhringinn. 20. júní 2020 22:31
Mikið af grjóti hrundi úr Gjögurtá Mikið grjóthrun hefur verið úr fjallshlíðum á norðurlandi eftir jarðskjálftann klukkan 19:26. 20. júní 2020 21:35