Enski boltinn

Klopp: Þeir fengu bestu færin

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Klopp á hliðarlínunni í dag.
Klopp á hliðarlínunni í dag. vísir/Getty

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var þokkalega ánægður með markalaust jafntefli liðsins gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Þetta var alvöru slagur. Bæði lið sýndu að þau skilja að þetta er nágrannaslagur. Það var mikil ákefð og líkamleg átök. Leikmenn gáfu allt í þetta,“ segir Klopp.

Leikurinn var afar lítið fyrir augað og komst Everton næst því að skora um tíu mínútum fyrir leikslok.

„Við fengum ekki nógu mörg færi. Við stýrðum leiknum en þeir fengu bestu færin. Everton varðist mjög vel og við vorum ekki nógu klókir að nýta plássið sem við fengum. Það er eðlilegt þegar lið eru nýfarin af stað aftur.“

„Fótboltinn er öðruvísi núna, en ég tek því,“ sagði Klopp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×