Vill minnisvarða um fyrsta blökkumanninn sem settist að á Íslandi Atli Ísleifsson skrifar 22. júní 2020 07:54 Vilhjálmur Bjarnason vill sjá minnisvarðann sem næst verslunarhúsunum á Djúpavogi þar sem Hans Jónatan starfaði. Alþingi/Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Bjarnason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að reistur verði minnisvarði á Djúpavogi um Hans Jónatan, fyrsta blökkumanninn sem settist að á Íslandi. Vilhjálmur hefur lagt fram þingsályktunartillögu þessa efnis þar sem ríkisstjórn er falið að setja upp minnismerkið um „þrælinn sem kaus frelsið“, sem næst verslunarhúsunum á Djúpavogi þar sem hann starfaði. „Minnismerkið verði fyrst og fremst ákall um það frelsi sem er göfugast allra mannréttinda og má aldrei gleymast þótt móti blási í erfiðum heimi.“ Hlutur þeirra er hnepptir voru í þrældóm verði réttur Í greinargerð með tillögunni segir að víða um lönd séu nú rifjaðar upp afleiðingar þrælasölu og þrælahalds á fyrri öldum. „Mótmæli í Bandaríkjunum í kjölfar morðsins á blökkumanninum George Floyd í Minneapolis 25. maí sl. hafa hrundið af stað alþjóðlegri hreyfingu, sem krefst þess að hlutur þeirra er hnepptir voru í þrældóm verði réttur, örlaga þeirra verði minnst og kjör afkomenda þeirra verði bætt. Í Danmörku, Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar er rætt um á hvern veg á að standa að þessu,“ segir í greinargerðinni. Kaus frelsi og strauk til Íslands Þar er sömuleiðis ævi leysingjans Hans Jónatan rakin í stuttu máli, en hann fæddist á St. Croix í Dönsku Jómfrúaeyjum árið 1784 og er sagður tengja Ísland sterkari böndum við sögu þrældómsins á síðustu öldum en nokkur annar. Frá Djúpavogi.Vísir/Vilhelm „Hann var fæddur í þrældóm því móðir hans var ambátt ættuð frá Afríku, faðirinn var hvítur, líklega danskur. Sjö ára að aldri var Hans Jónatan fluttur til Kaupmannahafnar á heimili eigenda sinna, Schimmelmannhjóna, sem þá voru flutt til Danmerkur frá St. Croix. Hann gat sér gott orð í orustunni um Kaupmannahöfn árið 1801. Það dugði honum þó ekki til að losna undan ánauð. Eigandi hans höfðaði sögulegt mál til að staðfesta eign sína á Hans Jónatan og vann það mál. Hans Jónatan sætti sig ekki við niðurstöðuna, hann kaus frelsi og strauk til Íslands árið 1802. Hann settist að á Djúpavogi þar sem hann gegndi verslunarstörfum og gerðist bóndi,“ segir í greinargerðinni. Reyndist góður þegn Ennfremur segir Vilhjálmur að Íslendingar hafi tekið Hans Jónatan vel og hafi hann reynst góður þegn. „Ekkert bendir til að hann hafi þurft að líða fyrir dökkan hörundslit eða uppruna sinn í þrældómi. Afkomendur hans og eiginkonu hans, Katrínar Antoníusdóttur frá Hálsi í Hamarsfirði, eru nú um eitt þúsund. Hér er lagt til að reistur verði minnisvarði á Djúpavogi um Hans Jónatan, fyrsta blökkumanninn sem settist að á Íslandi.“ Alþingi Styttur og útilistaverk Djúpivogur Dauði George Floyd Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Vilhjálmur Bjarnason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að reistur verði minnisvarði á Djúpavogi um Hans Jónatan, fyrsta blökkumanninn sem settist að á Íslandi. Vilhjálmur hefur lagt fram þingsályktunartillögu þessa efnis þar sem ríkisstjórn er falið að setja upp minnismerkið um „þrælinn sem kaus frelsið“, sem næst verslunarhúsunum á Djúpavogi þar sem hann starfaði. „Minnismerkið verði fyrst og fremst ákall um það frelsi sem er göfugast allra mannréttinda og má aldrei gleymast þótt móti blási í erfiðum heimi.“ Hlutur þeirra er hnepptir voru í þrældóm verði réttur Í greinargerð með tillögunni segir að víða um lönd séu nú rifjaðar upp afleiðingar þrælasölu og þrælahalds á fyrri öldum. „Mótmæli í Bandaríkjunum í kjölfar morðsins á blökkumanninum George Floyd í Minneapolis 25. maí sl. hafa hrundið af stað alþjóðlegri hreyfingu, sem krefst þess að hlutur þeirra er hnepptir voru í þrældóm verði réttur, örlaga þeirra verði minnst og kjör afkomenda þeirra verði bætt. Í Danmörku, Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar er rætt um á hvern veg á að standa að þessu,“ segir í greinargerðinni. Kaus frelsi og strauk til Íslands Þar er sömuleiðis ævi leysingjans Hans Jónatan rakin í stuttu máli, en hann fæddist á St. Croix í Dönsku Jómfrúaeyjum árið 1784 og er sagður tengja Ísland sterkari böndum við sögu þrældómsins á síðustu öldum en nokkur annar. Frá Djúpavogi.Vísir/Vilhelm „Hann var fæddur í þrældóm því móðir hans var ambátt ættuð frá Afríku, faðirinn var hvítur, líklega danskur. Sjö ára að aldri var Hans Jónatan fluttur til Kaupmannahafnar á heimili eigenda sinna, Schimmelmannhjóna, sem þá voru flutt til Danmerkur frá St. Croix. Hann gat sér gott orð í orustunni um Kaupmannahöfn árið 1801. Það dugði honum þó ekki til að losna undan ánauð. Eigandi hans höfðaði sögulegt mál til að staðfesta eign sína á Hans Jónatan og vann það mál. Hans Jónatan sætti sig ekki við niðurstöðuna, hann kaus frelsi og strauk til Íslands árið 1802. Hann settist að á Djúpavogi þar sem hann gegndi verslunarstörfum og gerðist bóndi,“ segir í greinargerðinni. Reyndist góður þegn Ennfremur segir Vilhjálmur að Íslendingar hafi tekið Hans Jónatan vel og hafi hann reynst góður þegn. „Ekkert bendir til að hann hafi þurft að líða fyrir dökkan hörundslit eða uppruna sinn í þrældómi. Afkomendur hans og eiginkonu hans, Katrínar Antoníusdóttur frá Hálsi í Hamarsfirði, eru nú um eitt þúsund. Hér er lagt til að reistur verði minnisvarði á Djúpavogi um Hans Jónatan, fyrsta blökkumanninn sem settist að á Íslandi.“
Alþingi Styttur og útilistaverk Djúpivogur Dauði George Floyd Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira