Ekki lengur varað við ferðum til opinna Evrópuríkja Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júní 2020 16:48 Ríkisstjórnin gaf út ferðaráðleggingar til Íslendinga vegna kórónuveirunnar þann 14. mars síðastliðinn. Lítil umferð hefur verið um Keflavíkurflugvöll vegna faraldursins síðustu mánuði. Vísir/Vilhelm Íslendingum er ekki lengur ráðið frá ónauðsynlegum ferðum til þeirra ríkja Evrópu sem þeir mega ferðast til án sérstakra skilyrða. Áfram er Íslendingum þó ráðið frá ónauðsynlegum ferðum utan Evrópu vegna ferðatakmarkana og sóttvarnaákvæða sem þar kunna að vera í gildi. Þetta kemur fram í uppfærðum ferðaráðum til Íslendinga sem gefin voru út í dag. Ríkisstjórnin gaf út ferðaráðleggingar til Íslendinga vegna kórónuveirunnar þann 14. mars síðastliðinn. Þar var Íslendingum ráðið frá ónauðsynlegum ferðalögum til útlanda og þeir sem voru á ferðalagi erlendis voru hvattir til að íhuga að snúa heim. Í kjölfarið aðstoðaði borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins þúsundir Íslendinga á leið þeirra heim til Íslands. Nú þegar faraldurinn er í rénun í Evrópu og landamæri flestra ríkja Evrópska efnahagssvæðisins hafa opnast Íslendingum hafa þessar ráðleggingar verið endurskoðaðar, með áðurgreindri niðurstöðu. Þá er vakin athygli á því að skilgreining sóttvarnarlæknis á áhættusvæðum vegna smithættu er áfram í gildi, þ.e. öll lönd utan Færeyja og Grænlands eru enn skilgreind sem áhættusvæði. Öllum þeim sem hafa dvalið á áhættusvæðum er skylt að sæta sóttvarnaraðgerðum á landamærum, þ.e. undirgangast skimun við komuna til landsins eða sæta tveggja vikna sóttkví. Í tilkynningu eru Íslendingar beðnir að hafa í huga að aðstæður geta breyst hratt. Flest samstarfsríki Íslands hafi varað við því að ekki verði um heimflutninga að ræða líkt og þegar heimsfaraldurinn skall á snemma árs 2020. Ekki sé gert ráð fyrir að utanríkisþjónustan geti aðstoðað Íslendinga með sama hætti og þá ef aðstæður breytast. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Íslendingum er ekki lengur ráðið frá ónauðsynlegum ferðum til þeirra ríkja Evrópu sem þeir mega ferðast til án sérstakra skilyrða. Áfram er Íslendingum þó ráðið frá ónauðsynlegum ferðum utan Evrópu vegna ferðatakmarkana og sóttvarnaákvæða sem þar kunna að vera í gildi. Þetta kemur fram í uppfærðum ferðaráðum til Íslendinga sem gefin voru út í dag. Ríkisstjórnin gaf út ferðaráðleggingar til Íslendinga vegna kórónuveirunnar þann 14. mars síðastliðinn. Þar var Íslendingum ráðið frá ónauðsynlegum ferðalögum til útlanda og þeir sem voru á ferðalagi erlendis voru hvattir til að íhuga að snúa heim. Í kjölfarið aðstoðaði borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins þúsundir Íslendinga á leið þeirra heim til Íslands. Nú þegar faraldurinn er í rénun í Evrópu og landamæri flestra ríkja Evrópska efnahagssvæðisins hafa opnast Íslendingum hafa þessar ráðleggingar verið endurskoðaðar, með áðurgreindri niðurstöðu. Þá er vakin athygli á því að skilgreining sóttvarnarlæknis á áhættusvæðum vegna smithættu er áfram í gildi, þ.e. öll lönd utan Færeyja og Grænlands eru enn skilgreind sem áhættusvæði. Öllum þeim sem hafa dvalið á áhættusvæðum er skylt að sæta sóttvarnaraðgerðum á landamærum, þ.e. undirgangast skimun við komuna til landsins eða sæta tveggja vikna sóttkví. Í tilkynningu eru Íslendingar beðnir að hafa í huga að aðstæður geta breyst hratt. Flest samstarfsríki Íslands hafi varað við því að ekki verði um heimflutninga að ræða líkt og þegar heimsfaraldurinn skall á snemma árs 2020. Ekki sé gert ráð fyrir að utanríkisþjónustan geti aðstoðað Íslendinga með sama hætti og þá ef aðstæður breytast.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira