Innlent

Flotaæfingin verður haldin á Íslandi annað hvert ár

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd frá 2017 þegar Dynamic Mongoose var haldin við strendur Íslands.
Mynd frá 2017 þegar Dynamic Mongoose var haldin við strendur Íslands. Vísir/Landhelgisgæslan

Kafbátaeftirlitsæfingin Dynamic Mongoose, sem Atlantshafsbandalagið hefur haldið árlega frá 2012, verður haldin hér á Íslandi annað hvert ár. Hún hefur alltaf verið haldin í Noregi, nema árið 2017, þegar hún var haldin á Íslandi, og núna í ár.

Nú hefur sú ákvörðun verið tekin, samkvæmt utanríkisráðuneytinu, að æfingin verður haldnar til skiptis á Íslandi og í Noregi.

Auk Íslands taka sex ríki NATO þátt í æfingunni; Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kanada, Noregur, Þýskaland, Bretland og Kanada. Þau leggja til fimm kafbáta, fimm freigátur og fimm kafbátaleitarflugvéla.

„Íslendingar leggja til aðstöðu á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og Landhelgisgæsla Íslands tekur þátt í æfingunni, m.a. með stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli auk þess sem varðskip og þyrlur munu taka þátt í þeim hluta æfingarinnar sem tengjast hefðbundnum verkefnum stofnunarinnar,“ segir á vef ráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×