Þetta gerðist á okkar vakt Grímur Atlason skrifar 26. júní 2020 14:34 Í gær brann hús í Vesturbænum í næsta nágrenni við mig. Í þessu húsi eiga lögheimili 73 einstaklingar og virðist það hafa gengt hlutverki íverustaðar fyrir erlenda farandverkamenn. Húsnæðið var sagt brunagildra af slökkviliðsstjóra og verkalýðsfélagið Efling ku hafa kvartað undan aðbúnaði starfsmanna ítrekað. Undrunaralda gengur nú um samfélagið og fólk spyr sig hvernig svona nokkuð getur gerst. Það er mjög eðlilegt enda er þetta bæði óskiljanlegt og afar sorglegt mál. Fólk er reitt og vill draga fólk til ábyrgðar. Það er líka eðlilegt og sjálfsagt. En við ættum líka öll sem eitt að setjast niður og horfa í eigin barm. Hvernig má það vera að hópur manna býr við allt önnur kjör og aðstæður en þorri fólks? Virðing fyrir fólki, óháð kyni, skoðunum og bakgrunni, er undirstaða siðaðs samfélags. Baráttan gegn fordómum og hvers kyns mismunun er í raun eina baráttan sem skiptir öllu máli. Við eigum langt í land á Íslandi þó margt hafi áunnist. Í vikunni heyrðum t.d. við af málefnum heimilislausra og viðbrögðum í samfélaginu vegna þeirra. Þar tjáðu sig margir en oft af fullkominni vanþekkingu og með sleggjudómum og rangfærslum. Heimilislausum þyrfti vissulega að hjálpa en alltaf betra að það verði gert í næsta hverfi eða næsta sveitarfélagi. Í þessu liggur vandinn. Setjum lok á vandamálin og horfum í hina áttina. Fyrir 20 árum vann ég um þriggja ára skeið hjá Félagsþjónustu Reykjavíkur. Á þeim tíma rakst ég á húsnæði hvar margir af þeim notendum þjónustunnar, sem ég veitti áttu, lögheimili. Það kom mér á óvart enda voru þeir flestir heimilislausir eða eins og það hét þá „óstaðsettir í hús“. Ég fór að grennslast fyrir um þetta og komst að því að stórtækur braskari gerði leigusamninga við heimilislausa sem þeir síðan fóru með til félagsþjónustunnar og fengu fyrirframgreidda aðstoð við leigu til þriggja mánaaða, sem þá var veitt til að komast í húsnæði, auk húsaleigubóta. Peningunum var síðan skipt á milli „leigjandans“ og „leigusalans“ – leigjandinn hélt áfram að vera heimilislaus. Það eru tæp 20 ár síðan þetta komst upp og gallar kerfisins blöstu við. Hvers vegna eru þá í dag 73 erlendir farandverkamenn með sama lögheimili og í brunagildru í ofanálag? Svar mitt: Við erum of upptekin við að horfa í hina áttina. Mál hafa komið upp endurtekið sl. ár og áratugi. Brunagildrur á Kársnesinu, á Höfða, í Breiðholti o.s.frv. Fyrsta frétt í nokkra daga en gleymd viku síðar og ekkert gerist. Ef við viljum raunverulega breyta einhverju þurfum við öll að taka ábyrgð. Horfast í augu við það að mörgþúsund störf eru svo illa borguð á Íslandi að þeim er sinnt af farandverkamönnum sem fæst okkar eigum nokkurt samneyti við. Starfsmannaleigur eru margar og margskonar en sumar þeirra virðast geta komist upp með það ítrekað að fótumtroða réttindi verkamanna sinna. Stöndum í lappirnar og segjum mismunun stríð á hendur. Sættum okkur ekki við að fólk borgi 100.000 kr. fyrir gluggalaus herbergi í mygluhjöllum. Það gerum við með því að gangast við ábyrgð okkar sem er að við leyfðum þessu að gerast á okkar vakt! Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Grímur Atlason Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í gær brann hús í Vesturbænum í næsta nágrenni við mig. Í þessu húsi eiga lögheimili 73 einstaklingar og virðist það hafa gengt hlutverki íverustaðar fyrir erlenda farandverkamenn. Húsnæðið var sagt brunagildra af slökkviliðsstjóra og verkalýðsfélagið Efling ku hafa kvartað undan aðbúnaði starfsmanna ítrekað. Undrunaralda gengur nú um samfélagið og fólk spyr sig hvernig svona nokkuð getur gerst. Það er mjög eðlilegt enda er þetta bæði óskiljanlegt og afar sorglegt mál. Fólk er reitt og vill draga fólk til ábyrgðar. Það er líka eðlilegt og sjálfsagt. En við ættum líka öll sem eitt að setjast niður og horfa í eigin barm. Hvernig má það vera að hópur manna býr við allt önnur kjör og aðstæður en þorri fólks? Virðing fyrir fólki, óháð kyni, skoðunum og bakgrunni, er undirstaða siðaðs samfélags. Baráttan gegn fordómum og hvers kyns mismunun er í raun eina baráttan sem skiptir öllu máli. Við eigum langt í land á Íslandi þó margt hafi áunnist. Í vikunni heyrðum t.d. við af málefnum heimilislausra og viðbrögðum í samfélaginu vegna þeirra. Þar tjáðu sig margir en oft af fullkominni vanþekkingu og með sleggjudómum og rangfærslum. Heimilislausum þyrfti vissulega að hjálpa en alltaf betra að það verði gert í næsta hverfi eða næsta sveitarfélagi. Í þessu liggur vandinn. Setjum lok á vandamálin og horfum í hina áttina. Fyrir 20 árum vann ég um þriggja ára skeið hjá Félagsþjónustu Reykjavíkur. Á þeim tíma rakst ég á húsnæði hvar margir af þeim notendum þjónustunnar, sem ég veitti áttu, lögheimili. Það kom mér á óvart enda voru þeir flestir heimilislausir eða eins og það hét þá „óstaðsettir í hús“. Ég fór að grennslast fyrir um þetta og komst að því að stórtækur braskari gerði leigusamninga við heimilislausa sem þeir síðan fóru með til félagsþjónustunnar og fengu fyrirframgreidda aðstoð við leigu til þriggja mánaaða, sem þá var veitt til að komast í húsnæði, auk húsaleigubóta. Peningunum var síðan skipt á milli „leigjandans“ og „leigusalans“ – leigjandinn hélt áfram að vera heimilislaus. Það eru tæp 20 ár síðan þetta komst upp og gallar kerfisins blöstu við. Hvers vegna eru þá í dag 73 erlendir farandverkamenn með sama lögheimili og í brunagildru í ofanálag? Svar mitt: Við erum of upptekin við að horfa í hina áttina. Mál hafa komið upp endurtekið sl. ár og áratugi. Brunagildrur á Kársnesinu, á Höfða, í Breiðholti o.s.frv. Fyrsta frétt í nokkra daga en gleymd viku síðar og ekkert gerist. Ef við viljum raunverulega breyta einhverju þurfum við öll að taka ábyrgð. Horfast í augu við það að mörgþúsund störf eru svo illa borguð á Íslandi að þeim er sinnt af farandverkamönnum sem fæst okkar eigum nokkurt samneyti við. Starfsmannaleigur eru margar og margskonar en sumar þeirra virðast geta komist upp með það ítrekað að fótumtroða réttindi verkamanna sinna. Stöndum í lappirnar og segjum mismunun stríð á hendur. Sættum okkur ekki við að fólk borgi 100.000 kr. fyrir gluggalaus herbergi í mygluhjöllum. Það gerum við með því að gangast við ábyrgð okkar sem er að við leyfðum þessu að gerast á okkar vakt! Höfundur er framkvæmdastjóri.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar