Innlent

Ökufantar töfðu talningu í Suðurkjördæmi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan á Suðurlandi tafðist við að hafa hendur í hári ökufanta í kvöld.
Lögreglan á Suðurlandi tafðist við að hafa hendur í hári ökufanta í kvöld. Vísir/Vilhelm

Ofsaakstur ökumanna í Suðurkjördæmi varð þess valdandi að lögreglumenn, sem farið höfðu að sækja kjörgögn á Höfn í Hornafirði og ætluðu að koma þeim til talningar á Selfossi, töfðust við önnur embættisstörf.

Þetta kom fram í samtali Vísis við Þóri Haraldsson, formann yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis, nú í kvöld. 

„Þetta voru einhverjir sem voru að flýta sér heldur mikið, þannig að lögreglan þurfti að sinna öðrum embættisskyldum sínum á leiðinni að ná í kjörgögn fyrir okkur,“ sagði Þórir og bætti við að von væri á nýjum tölum úr Suðurkjördæmi innan skamms.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×