Lögðu blóm að Bræðraborgarstíg 1 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júní 2020 13:51 Um þrjú hundruð manns gengu frá Austurvelli að Bræðraborgarstíg til að heiðra minningu þeirra sem fórust í brunanum. Vísir/Nadine Um þrjú hundruð manns sem söfnuðust saman á Austurvelli á hádegi í dag til að minnast þeirra sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg 1 á fimmtudag og mótmæla slæmum aðbúnaði erlends verkafólks á Íslandi gengu að vettvangi brunans og lögðu þar blóm. Þar á meðal var Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sem lagði blómvönd að húsinu. Haldin voru mótmæli á Austurvelli sem hófust klukkan tólf í dag til að vekja athygli á bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi. Flestir íbúar hússins sem brann á fimmtudag voru einstaklingar af erlendum uppruna sem komu hingað í atvinnuleit. Jakub Pilch, pólski ræðismaðurinn á Íslandi, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hinir látnu hafi líklegast allir verið pólskir ríkisborgarar, á þrítugs- og fertugsaldri og tiltölulega nýkomnir hingað til lands. Slökkviliðsmenn mættu einnig niður á Austurvöll áðan til að sýna mótmælendum samstöðu. Lögreglan telur að um þrjú hundruð manns hafi gengið að Bræðraborgarstíg frá Austurvelli til að heiðra minningu þeirra sem fórust. Um þrjú hundruð gengu frá Austurvelli að Bræðraborgarstíg 1 til að minnast þriggja einstaklinga sem létust í brunanum á fimmtudag.Vísir/NadineMótmælendur ganga nú að Bræðraborgarstíg 1, sem brann til kaldra kola á fimmtudaginn. Þrír verkamenn, sem taldir eru vera pólskir ríkisborgarar, létust í brunanum.Vísir/EinarFrá mótmælunum á Austurvelli.Vísir/EinarVísir/Einar„Við munum ekki þegja,“ stendur á einu skiltanna.Vísir/EinarSlökkviliðsmenn mættu niður á Austurvöll til að sýna samstöðu. Lengst til hægri er Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/EinarFrá mótmælunum á Austurvelli.Vísir/EinarFrá mótmælunum á Austurvelli. Á skiltinu stendur „Nú er komið nóg!“ á íslensku, pólsku og ensku.Vísir/EinarSlökkviliðið sýnir mótmælendum samstöðu.Vísir/EinarDagur B. Eggertsson, borgarstjóri, á mótmælunum á Austurvelli.Vísir/Einar Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Tengdar fréttir Mótmæla slæmum aðbúnaði verkafólks hér á landi Mótmæli fara nú fram á Austurvelli vegna slæms aðbúnaðar verkafólks hér á landi. 28. júní 2020 12:30 Mesti harmleikur sem pólska samfélagið á Íslandi hefur upplifað Pólska samfélagið á Íslandi er harmi slegið eftir brunann á Bræðraborgarstíg í fyrradag. Ekki er búið að bera kennsl á þau sem létust en ræðismaður segir gengið út frá því að þau séu pólverjar á þrítugs og fertugsaldri. 27. júní 2020 18:30 Hafa lagt blóm til minningar um þau sem létust í brunanum Bangsar, blóm og kerti eru á meðal þess sem vegfarendur hafa lagt við Bræðraborgarstíg 1. 27. júní 2020 14:08 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Um þrjú hundruð manns sem söfnuðust saman á Austurvelli á hádegi í dag til að minnast þeirra sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg 1 á fimmtudag og mótmæla slæmum aðbúnaði erlends verkafólks á Íslandi gengu að vettvangi brunans og lögðu þar blóm. Þar á meðal var Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sem lagði blómvönd að húsinu. Haldin voru mótmæli á Austurvelli sem hófust klukkan tólf í dag til að vekja athygli á bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi. Flestir íbúar hússins sem brann á fimmtudag voru einstaklingar af erlendum uppruna sem komu hingað í atvinnuleit. Jakub Pilch, pólski ræðismaðurinn á Íslandi, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hinir látnu hafi líklegast allir verið pólskir ríkisborgarar, á þrítugs- og fertugsaldri og tiltölulega nýkomnir hingað til lands. Slökkviliðsmenn mættu einnig niður á Austurvöll áðan til að sýna mótmælendum samstöðu. Lögreglan telur að um þrjú hundruð manns hafi gengið að Bræðraborgarstíg frá Austurvelli til að heiðra minningu þeirra sem fórust. Um þrjú hundruð gengu frá Austurvelli að Bræðraborgarstíg 1 til að minnast þriggja einstaklinga sem létust í brunanum á fimmtudag.Vísir/NadineMótmælendur ganga nú að Bræðraborgarstíg 1, sem brann til kaldra kola á fimmtudaginn. Þrír verkamenn, sem taldir eru vera pólskir ríkisborgarar, létust í brunanum.Vísir/EinarFrá mótmælunum á Austurvelli.Vísir/EinarVísir/Einar„Við munum ekki þegja,“ stendur á einu skiltanna.Vísir/EinarSlökkviliðsmenn mættu niður á Austurvöll til að sýna samstöðu. Lengst til hægri er Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/EinarFrá mótmælunum á Austurvelli.Vísir/EinarFrá mótmælunum á Austurvelli. Á skiltinu stendur „Nú er komið nóg!“ á íslensku, pólsku og ensku.Vísir/EinarSlökkviliðið sýnir mótmælendum samstöðu.Vísir/EinarDagur B. Eggertsson, borgarstjóri, á mótmælunum á Austurvelli.Vísir/Einar
Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Tengdar fréttir Mótmæla slæmum aðbúnaði verkafólks hér á landi Mótmæli fara nú fram á Austurvelli vegna slæms aðbúnaðar verkafólks hér á landi. 28. júní 2020 12:30 Mesti harmleikur sem pólska samfélagið á Íslandi hefur upplifað Pólska samfélagið á Íslandi er harmi slegið eftir brunann á Bræðraborgarstíg í fyrradag. Ekki er búið að bera kennsl á þau sem létust en ræðismaður segir gengið út frá því að þau séu pólverjar á þrítugs og fertugsaldri. 27. júní 2020 18:30 Hafa lagt blóm til minningar um þau sem létust í brunanum Bangsar, blóm og kerti eru á meðal þess sem vegfarendur hafa lagt við Bræðraborgarstíg 1. 27. júní 2020 14:08 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Mótmæla slæmum aðbúnaði verkafólks hér á landi Mótmæli fara nú fram á Austurvelli vegna slæms aðbúnaðar verkafólks hér á landi. 28. júní 2020 12:30
Mesti harmleikur sem pólska samfélagið á Íslandi hefur upplifað Pólska samfélagið á Íslandi er harmi slegið eftir brunann á Bræðraborgarstíg í fyrradag. Ekki er búið að bera kennsl á þau sem létust en ræðismaður segir gengið út frá því að þau séu pólverjar á þrítugs og fertugsaldri. 27. júní 2020 18:30
Hafa lagt blóm til minningar um þau sem létust í brunanum Bangsar, blóm og kerti eru á meðal þess sem vegfarendur hafa lagt við Bræðraborgarstíg 1. 27. júní 2020 14:08